Fleiri fréttir Innkalla barnamat vegna aðskotahlutar í einni krukku Kaupás hefur í samráði við Matvælaeftirlit borgarinnar innkallað barnamat af tegundinni Organic Baby eftir að aðskotahlutur fannst í einni krukkunni. 16.5.2007 12:06 Geir og Jón funda áfram í dag Formenn stjórnarflokkanna, þeir Geir H. Haarde og Jón Sigurðsson, funduðu í Stjórnarráðinu í morgun um endurnýjun ríkisstjórnarinnar. Viðræður þeirra halda áfram í dag. 16.5.2007 12:00 Ók útaf og beint á tré Kona slasaðist þegar hún missti stjórn á bíl sínum á Nýbýlavegi í Kópavogi í morgun með þeim afleiðingum að hún fór útaf veginum og beint á tré. Konan var flutt með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. 16.5.2007 10:43 Bæjarstjórn Vesturbyggðar vill olíuhreinsistöð Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar hugmynd um uppbyggingu olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum og segist tilbúin í samstarf við hlutaðeigandi aðila. Þetta kemur fram á fréttavef Bæjarins besta. 16.5.2007 10:26 Sauðburður hjá sjómanni Ólafur Helgi Ólafsson sjómaður í Ólafsvík er einnig frístundabóndi. Þessa dagana er í nógu af snúast hjá honum þar sem sauðburður stendur sem hæst. Á fréttavef Skessuhorns segist Ólafur hafa fengið delluna af einum vinnufélaga sínum síðastliðið haust. Nú sé þetta líf hans og yndi. Stússið í kringum kindurnar eigi hug hans allan. 15.5.2007 23:04 Murat segir gruninn hafa eyðilagt líf sitt Robert Murat sagði í viðtali við Sky fréttastofuna í kvöld að grunurinn um að hann tengdist mannráni Madeline McCann hefði eyðilagt líf hans. Hann sagðist hafa verið gerður að blóraböggli af lögreglu í málinu. Murat var handtekinn í gær og yfirheyrður í 18 klukkustundir. Hann var látinn laus í dag vegna skorts á sönnunargögnum gegn honum. 15.5.2007 22:09 Chirac kveður þjóð sína Jacques Chirac fráfarandi forseti Frakklands kvaddi þjóðina sem hann hefur leitt í áratug í sjónvarpsávarpi í dag. Chirac hefur verið í stjórnmálum í fjóra áratugi og sagðist vera stoltur af því að hafa sinnt skyldustörfum sínum vel. Hann lét í ljóst mikið traust á framtíð landsins og óskaði arftaka sínum og keppinaut, Nicholas Sarkozy, velfarnaðar í starfi. 15.5.2007 21:50 Grunur um aðsvif undir stýri Umferðaróhapp varð undir Ingólfsfjalli á Suðurlandsvegi undir kvöld þegar bíll fór út af við Þóroddsstaðanámur. Grunur er á að ökumaðurinn sem er áttræður hafi fengið aðsvif og ekið út af í kjölfarið. Sjúkralið kom á staðinn og var maðurinn fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. 15.5.2007 21:27 Ofhlaðnar kerrur valda umferðarslysum Tvö umferðaróhöpp urðu í dag þar sem ofhlaðnar kerrur toguðu til bíla sem lentu í umferðaróhöppum í kjölfarið. Í fyrra skiptið missti ökumaður jeppa stjórn á bílnum þegar kerra með miklu timbri orsakaði slynk á bílinn þannig að hann keyrði utan í vegrið á Borgarfjarðarbrú. Í seinna tilfellinu fór jeppi út af á Biskupstungnabraut af sömu ástæðum. 15.5.2007 21:20 Reyndu að stöðva framkvæmdir í Álafosskvosinni Íbúar í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ kölluðu á lögreglu í dag til að reyna að stöðva framkvæmdir í kvosinni. Íbúarnir segja framkvæmdirnar ólöglegar enda tengist þær lagningu Helgafellsbrautar. Bæjarstjóri segir það kolrangt, aðeins sé verið að leggja skólp. 15.5.2007 19:26 13 atkvæða munur á stjórn og stórnarandstöðu Samfylking, Frjálslyndir og Vinstri grænir fengu samtals þrettán atkvæðum meira í kosningunum en stjórnarflokkarnir tveir. Tugir atkvæða greidd í útlöndum voru ógild vegna klúðurs hjá starfsmönnum utanríkisþjónustunnar. 15.5.2007 19:13 Hlakkar til að fá að vita af hverju þingsalurinn er oft nær tómur Nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist á tímum hafa fundist þingmenn mæta illa í vinnuna og hlakkar til að fá að vita af hverju þingsalur er oft nærri tómur. Fjöldi nýrra þingmanna tekur til starfa á Alþingi þegar það kemur saman á ný. 15.5.2007 18:57 Stjórnarflokkar veita formönnum umboð Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu í gærkvöldi og veittu báðir formönnum sínum óskorað umboð til að leiða viðræður um framhald stjórnarsamstarfs. 15.5.2007 18:53 Þorgerður lýsir áhyggjum af Framsókn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti áhyggjum af innri vanda Framsóknarflokksins í hádegisviðtalinu á Stöð tvö og andstöðu meðal framsóknarmanna við endurnýjun stjórnarsamstarfs. Hún telur einsýnt að farið verði í endurskipulagningu Stjórnarráðsins og atvinnuvegaráðuneyti sameinuð. 15.5.2007 18:47 Geir segir ágætar líkur á endurnýjun stjórnarsamstarfs Formenn stjórnarflokkanna segja það skýrast innan fárra daga hvort þeir endurnýja samstarf sitt. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að hann teldi ágætar líkur á að það tækist en það væri ekki öruggt. 15.5.2007 18:44 Aukið umferðareftirlit á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið aukið umferðareftirlit í samvinnu við ríkislögreglustjóra. Næstu mánuði verður lögreglan því mjög sýnileg víða á höfuðborgarsvæðinu. Helst er fylgst með hraðakstri og ógætilegum framúrakstri. Ástand ökumanna verður einnig kannað og fylgst með bílbeltanotkun auk notkunar annars öryggisbúnaðar, t.d. varðandi eftirvagna. 15.5.2007 18:06 Árni Þór Sigmundsson settur aðstoðaryfirlögregluþjónn Árni Þór Sigmundsson hefur verið settur aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Árni hefur verið aðalvarðstjóri fyrir B-vakt frá árinu 2004. Áður gegndi hann ýmsum störfum á vegum lögreglunnar meðal annars í auðgunarbrotadeild, ávana- og fíkniefnadeild og almennri rannsóknardeild. 15.5.2007 17:56 Keypti bensín fyrir á fjórða hundrað þúsund út á stolið kort Lögreglan á Akranesi hafði á dögunum afskipti af manni sem stolið hafði greiðslukorti og keypt bensín á það fyrir á fjórða hundrað þúsund. 15.5.2007 16:39 Íslendingar nota kreditkortin í auknum mæli Landsmenn voru duglegir að strauja kreditkortin sín í síðasta mánuði en alls nam heildarveltan rúmum 22 milljörðum króna. Jókst veltan um tvo milljarða miðað við sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í frétt greiningar Glitnis. Bankinn telur ekki miklar líkur á því að almenningur muni draga úr neyslu á þessu ári. 15.5.2007 16:28 Graðnagli gripinn í hjálpartækjaverslun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær ungan karlmann sem virðist ásælast hjálpartæki ástarlífsins meira en góðu hófi gegnir. Pilturinn var fyrst gripinn á föstudag í einni af hjálpartækjabúðum borgarinnar þar sem hann reyndi að stela þaðan vörum. 15.5.2007 15:55 Ársreikningur borgarinnar óviðunandi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir ársreikning borgarinnar fyrir árið 2006 óviðunandi en halli af rekstri borgarinnar nam 4,3 milljörðum í fyrra. 15.5.2007 15:46 Neyðumst til að taka upp evruna fyrr eða síðar Íslendingar munu ekki komast hjá því að taka upp evruna á næstu árum að mati Þórólfs Matthíassonar, prófessors við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í viðtali sem birtist í nýjasta tölublaði Samiðnar, Sambands Iðnfélaga. Hann segir einboðið að vextir muni lækka hér á landi við upptöku evrunnar og að verðtrygging muni heyra sögunni til. 15.5.2007 15:27 Samskip dæmt til að greiða ekkju sjómanns bætur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Samskip til að greiða ekkju skipverja, sem lést þegar skip Samskipa sökk árið 1997 á leið sinni frá Íslandi til meginlands Evrópu, 1,8 milljónir króna vegna missis framfæranda. 15.5.2007 15:24 Reykjavíkurborg tapar 4,3 milljarða króna Tap Reykjavíkurborgar á árinu 2006 nemur rúmum 4,3 milljöðrum króna þegar horft er til bæði A- og B-hluta rekstrarreiknings. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Er þetta um sex milljörðum króna lakari afkoma en gert var ráð fyrir í í fjárhagsáætlun ársins 2006 15.5.2007 14:23 Norðurál skilar frummatsskýrslu vegna álvers í Helguvík Skipulagsstofnun hefur borist frummatsskýrsla Norðuráls vegna mats á umhverfisáhrifum fyrirhugaðs álvers í Helguvík sem framleiða mun 250 þúsund tonn af áli. 15.5.2007 13:57 Keyrði á tvo bíla og stakk af Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn eftir þriggja bíla árekstur í Breiðholti síðdegis í gær vegna gruns um ölvunarakstur. Maðurinn keyrði á tvo bíla sem voru kyrrstæðir fyrir aftan strætisvagn og stakk síðan af. Litlu munaði að hann æki yfir ófríska kona. 15.5.2007 13:44 Rannsaka ólöglegar skotveiðar í Eyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú tvö mál sem snúa að meintum brotum á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum. Grunur leikur á að skotveiði verið stunduð af nálægt fuglabjargi, annars vegar við Stórhöfða og hins vegar við Smáeyjarnar. 15.5.2007 13:30 Þrír unglingspiltar sýknaðir af ákæru um nauðgun Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þrjá unglingspilta, fædda á árunum 1988 og 1989, af ákæru um að hafa nauðgað 16 ára stúlku í húsi í Reykjavík í febrúar í fyrra. 15.5.2007 13:23 Minnstu munað stórtjón yrði í Reykjanesvirkjun Minnstu munaði að stórtjón yrði í Reykjanesvirkjun þegar sjór flæddi þar inn um brostið rör og gufa fyllti verksmiðjuhúsið í kjölfar rafmagnsbilunar í gær. 15.5.2007 13:00 Telja bæjarstjóra hafa svikið gefin loforð Bæjarstjóri Mosfellsbæjar hefur svikið gefin loforð í tengslum við framkvæmdirnar við Álafossveg að mati fulltrúa Varmársamtakanna. Gjaldkeri samtakanna segir ekkert samráð verið haft við íbúa vegna þeirra framkvæmda sem hófust í gær. Íbúar kölluðu á lögreglu morgun, í annað skiptið á innan við einum sólarhring til að stöðva framkvæmdirnar. Bæjarstjóri segir íbúa fara með rangt mál og ekki sé búið að svíkja nein loforð. 15.5.2007 12:59 Ágætar líkur á áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi Geir H. Haarde forsætisráðherra segir ágætar líkur á að ríkisstjórnarflokknum takist að endurnýja samstarf sitt. Formenn stjórnarflokkanna vonast til að málin skýrist innan fárra daga. 15.5.2007 12:29 Atkvæðamisvægi tryggir að stjórnin heldur velli Ef öll atkvæði í landinu hefju jafnmikið vægi hefðu stjórnarflokkarnir fengið 30 þingmenn og fallið en stjórnarandstaðan fengi 33 þingmenn. 15.5.2007 12:15 Miklar skemmdir unnar í háhýsi á Akranesi Mikið tjón var unnið í háhýsi sem er í byggingu við Stillholt á Akranesi á kosninganótt. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að aðkoman hafi verið með hreinum ólíkindum, rafmagnstöflur voru eyðilagðar, málningu hellt niður um lyftugöng og yfir lyftuna, rúður brotnar og innréttingar skemmdar. 15.5.2007 11:54 Íbúar við Álafossveg kalla á lögreglu til að stöðva framkvæmdir Íbúar við Álafossveg hafa aftur kallað á lögreglu til að stöðva framkvæmdir við vegagerð á svæðinu. Þetta er í annað skipti á innan við sólarhring sem íbúar neyðast til að kalla á lögreglu vegna málsins. Deilt er um leyfi vegna framkvæmdanna. 15.5.2007 11:47 Hlusta eftir jarðskjálftum og hljóðum hvala Varðskip Landhelgisgæslunnar hefur að undanförnu lagt út fimm hlustunardufl í hafið umhverfis landið, til að hlusta eftir jarðskjálftum og hljóðum hvala. Verkið er unnið fyrir Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og bandarísku haffræði- og veðurstofuna. 15.5.2007 11:44 Heimasíða Kolviðar opnuð og fyrsta bifreiðin kolefnisjöfnuð Heimasíða kolefnissjóðsins Kolviðar var opnuð með formlegum hætti í Grasagarði Reykjavíkur í morgun að viðstöddum forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. 15.5.2007 11:38 Neyðast til að gera Björn Bjarnasona að ráðherra Sjálfstæðisflokkurinn er tilneyddur til að gera Björn Bjarnason að ráðherra í nýrri ríkisstjórn til að svara atlögu Jóhannesar Jónssonar í Bónus að mati Björns Inga Hrafnssonar, oddvita framsóknarmanna í Reykjavík. Hann segir að öðrum kosti sé forysta flokksins að taka undir gagnrýni Jóhannesar á embættisfærslur Björns. 15.5.2007 11:28 Á 150 kílómetra hraða á Reykjanesbraut Lögreglumenn á Suðurnesjum stöðvuðu fimm manns fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í nótt og mældist sá sem hraðast ók á 150 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. 15.5.2007 11:19 Landsbankinn opnar nýtt útibú Landsbankinn opnar nýtt útibú við Vínlandsleið í Grafarholti í dag en útibúið tekur við af Grafarvogsútibúi. Hið nýja húsnæði er mun stærra en það gamla og mun þjónusta einstaklinga jafnt sem fyrirtæki. 15.5.2007 10:45 Sjálfstæðisráðherrar hafa lokið fundi sínum Ríkisstjórnarfundi lauk laust fyrir klukkan tíu en fundurinn stóð í 20 mínútur. Ráðherrar Framsóknarflokksins fóru þá úr húsi en sjálfstæðismenn funduðu áfram. 15.5.2007 10:01 DHL harmar misbrest í afgreiðslu utankjörfundaratkvæða Flutningafyrirtækið DHL hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem mistök við afgreiðslu utankjörfundaratkvæða sem send voru frá Boston eru hörmuð. Starfsmenn sem sinna öryggiseftirliti í borginni ákváðu að kanna innihald umslagsins nánar. Vanalega er það ekki gert hafi umslaginu verið lokað í viðurvist starfsmanna DHL. Fyrirtækið lítur málið mjög alvarlegum augum segir í tilkynningunni. 14.5.2007 23:41 Óvenju mörg umferðaróhöpp um helgina Óvenju mörg umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu um nýliðna helgi, eða 69 talsins. Á vef lögreglunnar kemur fram að þetta sé meira en gengur og gerist. 14.5.2007 22:38 Framsóknarmenn funda á Hverfisgötu Framsóknarmenn sitja nú á fundi í höfuðstöðvum flokksins við Hverfisgötu. Á fundinum eru ráðherrarnir Jón Sigurðsson og Jónína Bjartmarz sem féllu út af þingi í Alþingiskosningunum um helgina. Auk þeirra sitja fundinn aðrir þingmenn flokksins. 14.5.2007 22:14 Ferðamaður slasaðist í Surtshelli Erlendur ferðamaður slasaðist lítilsháttar í Surtshelli í eftirmiðdaginn í dag og var fluttur með sjúkrabíl á Akranes. Þar var gert að sárum mannsins sem er frá Kanada. Hann datt í hellinum og fékk áverki á höfuð. Sauma þurfti skurð á enni mannsins en hann var útskrifaður af sjúkrahúsinu á Akranesi undir kvöld. 14.5.2007 21:53 Keyrt á dreng við KR völlinn Fólksbifreið ók á átta ára gamlan dreng á Kaplaskjólsvegi við KR áhorfendastúkuna um níu leitið í kvöld. Drengurinn var á reiðhjóli og með hjálm, og mun hafa slasast lítillega að sögn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Sjúkralið kom á vettvang og hlúði að drengnum en hann er nú til skoðunar á slysadeild. 14.5.2007 21:29 Sjá næstu 50 fréttir
Innkalla barnamat vegna aðskotahlutar í einni krukku Kaupás hefur í samráði við Matvælaeftirlit borgarinnar innkallað barnamat af tegundinni Organic Baby eftir að aðskotahlutur fannst í einni krukkunni. 16.5.2007 12:06
Geir og Jón funda áfram í dag Formenn stjórnarflokkanna, þeir Geir H. Haarde og Jón Sigurðsson, funduðu í Stjórnarráðinu í morgun um endurnýjun ríkisstjórnarinnar. Viðræður þeirra halda áfram í dag. 16.5.2007 12:00
Ók útaf og beint á tré Kona slasaðist þegar hún missti stjórn á bíl sínum á Nýbýlavegi í Kópavogi í morgun með þeim afleiðingum að hún fór útaf veginum og beint á tré. Konan var flutt með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. 16.5.2007 10:43
Bæjarstjórn Vesturbyggðar vill olíuhreinsistöð Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar hugmynd um uppbyggingu olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum og segist tilbúin í samstarf við hlutaðeigandi aðila. Þetta kemur fram á fréttavef Bæjarins besta. 16.5.2007 10:26
Sauðburður hjá sjómanni Ólafur Helgi Ólafsson sjómaður í Ólafsvík er einnig frístundabóndi. Þessa dagana er í nógu af snúast hjá honum þar sem sauðburður stendur sem hæst. Á fréttavef Skessuhorns segist Ólafur hafa fengið delluna af einum vinnufélaga sínum síðastliðið haust. Nú sé þetta líf hans og yndi. Stússið í kringum kindurnar eigi hug hans allan. 15.5.2007 23:04
Murat segir gruninn hafa eyðilagt líf sitt Robert Murat sagði í viðtali við Sky fréttastofuna í kvöld að grunurinn um að hann tengdist mannráni Madeline McCann hefði eyðilagt líf hans. Hann sagðist hafa verið gerður að blóraböggli af lögreglu í málinu. Murat var handtekinn í gær og yfirheyrður í 18 klukkustundir. Hann var látinn laus í dag vegna skorts á sönnunargögnum gegn honum. 15.5.2007 22:09
Chirac kveður þjóð sína Jacques Chirac fráfarandi forseti Frakklands kvaddi þjóðina sem hann hefur leitt í áratug í sjónvarpsávarpi í dag. Chirac hefur verið í stjórnmálum í fjóra áratugi og sagðist vera stoltur af því að hafa sinnt skyldustörfum sínum vel. Hann lét í ljóst mikið traust á framtíð landsins og óskaði arftaka sínum og keppinaut, Nicholas Sarkozy, velfarnaðar í starfi. 15.5.2007 21:50
Grunur um aðsvif undir stýri Umferðaróhapp varð undir Ingólfsfjalli á Suðurlandsvegi undir kvöld þegar bíll fór út af við Þóroddsstaðanámur. Grunur er á að ökumaðurinn sem er áttræður hafi fengið aðsvif og ekið út af í kjölfarið. Sjúkralið kom á staðinn og var maðurinn fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. 15.5.2007 21:27
Ofhlaðnar kerrur valda umferðarslysum Tvö umferðaróhöpp urðu í dag þar sem ofhlaðnar kerrur toguðu til bíla sem lentu í umferðaróhöppum í kjölfarið. Í fyrra skiptið missti ökumaður jeppa stjórn á bílnum þegar kerra með miklu timbri orsakaði slynk á bílinn þannig að hann keyrði utan í vegrið á Borgarfjarðarbrú. Í seinna tilfellinu fór jeppi út af á Biskupstungnabraut af sömu ástæðum. 15.5.2007 21:20
Reyndu að stöðva framkvæmdir í Álafosskvosinni Íbúar í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ kölluðu á lögreglu í dag til að reyna að stöðva framkvæmdir í kvosinni. Íbúarnir segja framkvæmdirnar ólöglegar enda tengist þær lagningu Helgafellsbrautar. Bæjarstjóri segir það kolrangt, aðeins sé verið að leggja skólp. 15.5.2007 19:26
13 atkvæða munur á stjórn og stórnarandstöðu Samfylking, Frjálslyndir og Vinstri grænir fengu samtals þrettán atkvæðum meira í kosningunum en stjórnarflokkarnir tveir. Tugir atkvæða greidd í útlöndum voru ógild vegna klúðurs hjá starfsmönnum utanríkisþjónustunnar. 15.5.2007 19:13
Hlakkar til að fá að vita af hverju þingsalurinn er oft nær tómur Nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist á tímum hafa fundist þingmenn mæta illa í vinnuna og hlakkar til að fá að vita af hverju þingsalur er oft nærri tómur. Fjöldi nýrra þingmanna tekur til starfa á Alþingi þegar það kemur saman á ný. 15.5.2007 18:57
Stjórnarflokkar veita formönnum umboð Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu í gærkvöldi og veittu báðir formönnum sínum óskorað umboð til að leiða viðræður um framhald stjórnarsamstarfs. 15.5.2007 18:53
Þorgerður lýsir áhyggjum af Framsókn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti áhyggjum af innri vanda Framsóknarflokksins í hádegisviðtalinu á Stöð tvö og andstöðu meðal framsóknarmanna við endurnýjun stjórnarsamstarfs. Hún telur einsýnt að farið verði í endurskipulagningu Stjórnarráðsins og atvinnuvegaráðuneyti sameinuð. 15.5.2007 18:47
Geir segir ágætar líkur á endurnýjun stjórnarsamstarfs Formenn stjórnarflokkanna segja það skýrast innan fárra daga hvort þeir endurnýja samstarf sitt. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að hann teldi ágætar líkur á að það tækist en það væri ekki öruggt. 15.5.2007 18:44
Aukið umferðareftirlit á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið aukið umferðareftirlit í samvinnu við ríkislögreglustjóra. Næstu mánuði verður lögreglan því mjög sýnileg víða á höfuðborgarsvæðinu. Helst er fylgst með hraðakstri og ógætilegum framúrakstri. Ástand ökumanna verður einnig kannað og fylgst með bílbeltanotkun auk notkunar annars öryggisbúnaðar, t.d. varðandi eftirvagna. 15.5.2007 18:06
Árni Þór Sigmundsson settur aðstoðaryfirlögregluþjónn Árni Þór Sigmundsson hefur verið settur aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Árni hefur verið aðalvarðstjóri fyrir B-vakt frá árinu 2004. Áður gegndi hann ýmsum störfum á vegum lögreglunnar meðal annars í auðgunarbrotadeild, ávana- og fíkniefnadeild og almennri rannsóknardeild. 15.5.2007 17:56
Keypti bensín fyrir á fjórða hundrað þúsund út á stolið kort Lögreglan á Akranesi hafði á dögunum afskipti af manni sem stolið hafði greiðslukorti og keypt bensín á það fyrir á fjórða hundrað þúsund. 15.5.2007 16:39
Íslendingar nota kreditkortin í auknum mæli Landsmenn voru duglegir að strauja kreditkortin sín í síðasta mánuði en alls nam heildarveltan rúmum 22 milljörðum króna. Jókst veltan um tvo milljarða miðað við sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í frétt greiningar Glitnis. Bankinn telur ekki miklar líkur á því að almenningur muni draga úr neyslu á þessu ári. 15.5.2007 16:28
Graðnagli gripinn í hjálpartækjaverslun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær ungan karlmann sem virðist ásælast hjálpartæki ástarlífsins meira en góðu hófi gegnir. Pilturinn var fyrst gripinn á föstudag í einni af hjálpartækjabúðum borgarinnar þar sem hann reyndi að stela þaðan vörum. 15.5.2007 15:55
Ársreikningur borgarinnar óviðunandi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir ársreikning borgarinnar fyrir árið 2006 óviðunandi en halli af rekstri borgarinnar nam 4,3 milljörðum í fyrra. 15.5.2007 15:46
Neyðumst til að taka upp evruna fyrr eða síðar Íslendingar munu ekki komast hjá því að taka upp evruna á næstu árum að mati Þórólfs Matthíassonar, prófessors við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í viðtali sem birtist í nýjasta tölublaði Samiðnar, Sambands Iðnfélaga. Hann segir einboðið að vextir muni lækka hér á landi við upptöku evrunnar og að verðtrygging muni heyra sögunni til. 15.5.2007 15:27
Samskip dæmt til að greiða ekkju sjómanns bætur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Samskip til að greiða ekkju skipverja, sem lést þegar skip Samskipa sökk árið 1997 á leið sinni frá Íslandi til meginlands Evrópu, 1,8 milljónir króna vegna missis framfæranda. 15.5.2007 15:24
Reykjavíkurborg tapar 4,3 milljarða króna Tap Reykjavíkurborgar á árinu 2006 nemur rúmum 4,3 milljöðrum króna þegar horft er til bæði A- og B-hluta rekstrarreiknings. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Er þetta um sex milljörðum króna lakari afkoma en gert var ráð fyrir í í fjárhagsáætlun ársins 2006 15.5.2007 14:23
Norðurál skilar frummatsskýrslu vegna álvers í Helguvík Skipulagsstofnun hefur borist frummatsskýrsla Norðuráls vegna mats á umhverfisáhrifum fyrirhugaðs álvers í Helguvík sem framleiða mun 250 þúsund tonn af áli. 15.5.2007 13:57
Keyrði á tvo bíla og stakk af Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn eftir þriggja bíla árekstur í Breiðholti síðdegis í gær vegna gruns um ölvunarakstur. Maðurinn keyrði á tvo bíla sem voru kyrrstæðir fyrir aftan strætisvagn og stakk síðan af. Litlu munaði að hann æki yfir ófríska kona. 15.5.2007 13:44
Rannsaka ólöglegar skotveiðar í Eyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú tvö mál sem snúa að meintum brotum á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum. Grunur leikur á að skotveiði verið stunduð af nálægt fuglabjargi, annars vegar við Stórhöfða og hins vegar við Smáeyjarnar. 15.5.2007 13:30
Þrír unglingspiltar sýknaðir af ákæru um nauðgun Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þrjá unglingspilta, fædda á árunum 1988 og 1989, af ákæru um að hafa nauðgað 16 ára stúlku í húsi í Reykjavík í febrúar í fyrra. 15.5.2007 13:23
Minnstu munað stórtjón yrði í Reykjanesvirkjun Minnstu munaði að stórtjón yrði í Reykjanesvirkjun þegar sjór flæddi þar inn um brostið rör og gufa fyllti verksmiðjuhúsið í kjölfar rafmagnsbilunar í gær. 15.5.2007 13:00
Telja bæjarstjóra hafa svikið gefin loforð Bæjarstjóri Mosfellsbæjar hefur svikið gefin loforð í tengslum við framkvæmdirnar við Álafossveg að mati fulltrúa Varmársamtakanna. Gjaldkeri samtakanna segir ekkert samráð verið haft við íbúa vegna þeirra framkvæmda sem hófust í gær. Íbúar kölluðu á lögreglu morgun, í annað skiptið á innan við einum sólarhring til að stöðva framkvæmdirnar. Bæjarstjóri segir íbúa fara með rangt mál og ekki sé búið að svíkja nein loforð. 15.5.2007 12:59
Ágætar líkur á áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi Geir H. Haarde forsætisráðherra segir ágætar líkur á að ríkisstjórnarflokknum takist að endurnýja samstarf sitt. Formenn stjórnarflokkanna vonast til að málin skýrist innan fárra daga. 15.5.2007 12:29
Atkvæðamisvægi tryggir að stjórnin heldur velli Ef öll atkvæði í landinu hefju jafnmikið vægi hefðu stjórnarflokkarnir fengið 30 þingmenn og fallið en stjórnarandstaðan fengi 33 þingmenn. 15.5.2007 12:15
Miklar skemmdir unnar í háhýsi á Akranesi Mikið tjón var unnið í háhýsi sem er í byggingu við Stillholt á Akranesi á kosninganótt. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að aðkoman hafi verið með hreinum ólíkindum, rafmagnstöflur voru eyðilagðar, málningu hellt niður um lyftugöng og yfir lyftuna, rúður brotnar og innréttingar skemmdar. 15.5.2007 11:54
Íbúar við Álafossveg kalla á lögreglu til að stöðva framkvæmdir Íbúar við Álafossveg hafa aftur kallað á lögreglu til að stöðva framkvæmdir við vegagerð á svæðinu. Þetta er í annað skipti á innan við sólarhring sem íbúar neyðast til að kalla á lögreglu vegna málsins. Deilt er um leyfi vegna framkvæmdanna. 15.5.2007 11:47
Hlusta eftir jarðskjálftum og hljóðum hvala Varðskip Landhelgisgæslunnar hefur að undanförnu lagt út fimm hlustunardufl í hafið umhverfis landið, til að hlusta eftir jarðskjálftum og hljóðum hvala. Verkið er unnið fyrir Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og bandarísku haffræði- og veðurstofuna. 15.5.2007 11:44
Heimasíða Kolviðar opnuð og fyrsta bifreiðin kolefnisjöfnuð Heimasíða kolefnissjóðsins Kolviðar var opnuð með formlegum hætti í Grasagarði Reykjavíkur í morgun að viðstöddum forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. 15.5.2007 11:38
Neyðast til að gera Björn Bjarnasona að ráðherra Sjálfstæðisflokkurinn er tilneyddur til að gera Björn Bjarnason að ráðherra í nýrri ríkisstjórn til að svara atlögu Jóhannesar Jónssonar í Bónus að mati Björns Inga Hrafnssonar, oddvita framsóknarmanna í Reykjavík. Hann segir að öðrum kosti sé forysta flokksins að taka undir gagnrýni Jóhannesar á embættisfærslur Björns. 15.5.2007 11:28
Á 150 kílómetra hraða á Reykjanesbraut Lögreglumenn á Suðurnesjum stöðvuðu fimm manns fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í nótt og mældist sá sem hraðast ók á 150 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. 15.5.2007 11:19
Landsbankinn opnar nýtt útibú Landsbankinn opnar nýtt útibú við Vínlandsleið í Grafarholti í dag en útibúið tekur við af Grafarvogsútibúi. Hið nýja húsnæði er mun stærra en það gamla og mun þjónusta einstaklinga jafnt sem fyrirtæki. 15.5.2007 10:45
Sjálfstæðisráðherrar hafa lokið fundi sínum Ríkisstjórnarfundi lauk laust fyrir klukkan tíu en fundurinn stóð í 20 mínútur. Ráðherrar Framsóknarflokksins fóru þá úr húsi en sjálfstæðismenn funduðu áfram. 15.5.2007 10:01
DHL harmar misbrest í afgreiðslu utankjörfundaratkvæða Flutningafyrirtækið DHL hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem mistök við afgreiðslu utankjörfundaratkvæða sem send voru frá Boston eru hörmuð. Starfsmenn sem sinna öryggiseftirliti í borginni ákváðu að kanna innihald umslagsins nánar. Vanalega er það ekki gert hafi umslaginu verið lokað í viðurvist starfsmanna DHL. Fyrirtækið lítur málið mjög alvarlegum augum segir í tilkynningunni. 14.5.2007 23:41
Óvenju mörg umferðaróhöpp um helgina Óvenju mörg umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu um nýliðna helgi, eða 69 talsins. Á vef lögreglunnar kemur fram að þetta sé meira en gengur og gerist. 14.5.2007 22:38
Framsóknarmenn funda á Hverfisgötu Framsóknarmenn sitja nú á fundi í höfuðstöðvum flokksins við Hverfisgötu. Á fundinum eru ráðherrarnir Jón Sigurðsson og Jónína Bjartmarz sem féllu út af þingi í Alþingiskosningunum um helgina. Auk þeirra sitja fundinn aðrir þingmenn flokksins. 14.5.2007 22:14
Ferðamaður slasaðist í Surtshelli Erlendur ferðamaður slasaðist lítilsháttar í Surtshelli í eftirmiðdaginn í dag og var fluttur með sjúkrabíl á Akranes. Þar var gert að sárum mannsins sem er frá Kanada. Hann datt í hellinum og fékk áverki á höfuð. Sauma þurfti skurð á enni mannsins en hann var útskrifaður af sjúkrahúsinu á Akranesi undir kvöld. 14.5.2007 21:53
Keyrt á dreng við KR völlinn Fólksbifreið ók á átta ára gamlan dreng á Kaplaskjólsvegi við KR áhorfendastúkuna um níu leitið í kvöld. Drengurinn var á reiðhjóli og með hjálm, og mun hafa slasast lítillega að sögn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Sjúkralið kom á vettvang og hlúði að drengnum en hann er nú til skoðunar á slysadeild. 14.5.2007 21:29