Fleiri fréttir

Geir og Jón funda áfram í dag

Formenn stjórnarflokkanna, þeir Geir H. Haarde og Jón Sigurðsson, funduðu í Stjórnarráðinu í morgun um endurnýjun ríkisstjórnarinnar. Viðræður þeirra halda áfram í dag.

Ók útaf og beint á tré

Kona slasaðist þegar hún missti stjórn á bíl sínum á Nýbýlavegi í Kópavogi í morgun með þeim afleiðingum að hún fór útaf veginum og beint á tré. Konan var flutt með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar vill olíuhreinsistöð

Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar hugmynd um uppbyggingu olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum og segist tilbúin í samstarf við hlutaðeigandi aðila. Þetta kemur fram á fréttavef Bæjarins besta.

Sauðburður hjá sjómanni

Ólafur Helgi Ólafsson sjómaður í Ólafsvík er einnig frístundabóndi. Þessa dagana er í nógu af snúast hjá honum þar sem sauðburður stendur sem hæst. Á fréttavef Skessuhorns segist Ólafur hafa fengið delluna af einum vinnufélaga sínum síðastliðið haust. Nú sé þetta líf hans og yndi. Stússið í kringum kindurnar eigi hug hans allan.

Murat segir gruninn hafa eyðilagt líf sitt

Robert Murat sagði í viðtali við Sky fréttastofuna í kvöld að grunurinn um að hann tengdist mannráni Madeline McCann hefði eyðilagt líf hans. Hann sagðist hafa verið gerður að blóraböggli af lögreglu í málinu. Murat var handtekinn í gær og yfirheyrður í 18 klukkustundir. Hann var látinn laus í dag vegna skorts á sönnunargögnum gegn honum.

Chirac kveður þjóð sína

Jacques Chirac fráfarandi forseti Frakklands kvaddi þjóðina sem hann hefur leitt í áratug í sjónvarpsávarpi í dag. Chirac hefur verið í stjórnmálum í fjóra áratugi og sagðist vera stoltur af því að hafa sinnt skyldustörfum sínum vel. Hann lét í ljóst mikið traust á framtíð landsins og óskaði arftaka sínum og keppinaut, Nicholas Sarkozy, velfarnaðar í starfi.

Grunur um aðsvif undir stýri

Umferðaróhapp varð undir Ingólfsfjalli á Suðurlandsvegi undir kvöld þegar bíll fór út af við Þóroddsstaðanámur. Grunur er á að ökumaðurinn sem er áttræður hafi fengið aðsvif og ekið út af í kjölfarið. Sjúkralið kom á staðinn og var maðurinn fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur.

Ofhlaðnar kerrur valda umferðarslysum

Tvö umferðaróhöpp urðu í dag þar sem ofhlaðnar kerrur toguðu til bíla sem lentu í umferðaróhöppum í kjölfarið. Í fyrra skiptið missti ökumaður jeppa stjórn á bílnum þegar kerra með miklu timbri orsakaði slynk á bílinn þannig að hann keyrði utan í vegrið á Borgarfjarðarbrú. Í seinna tilfellinu fór jeppi út af á Biskupstungnabraut af sömu ástæðum.

Reyndu að stöðva framkvæmdir í Álafosskvosinni

Íbúar í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ kölluðu á lögreglu í dag til að reyna að stöðva framkvæmdir í kvosinni. Íbúarnir segja framkvæmdirnar ólöglegar enda tengist þær lagningu Helgafellsbrautar. Bæjarstjóri segir það kolrangt, aðeins sé verið að leggja skólp.

13 atkvæða munur á stjórn og stórnarandstöðu

Samfylking, Frjálslyndir og Vinstri grænir fengu samtals þrettán atkvæðum meira í kosningunum en stjórnarflokkarnir tveir. Tugir atkvæða greidd í útlöndum voru ógild vegna klúðurs hjá starfsmönnum utanríkisþjónustunnar.

Stjórnarflokkar veita formönnum umboð

Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu í gærkvöldi og veittu báðir formönnum sínum óskorað umboð til að leiða viðræður um framhald stjórnarsamstarfs.

Þorgerður lýsir áhyggjum af Framsókn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti áhyggjum af innri vanda Framsóknarflokksins í hádegisviðtalinu á Stöð tvö og andstöðu meðal framsóknarmanna við endurnýjun stjórnarsamstarfs. Hún telur einsýnt að farið verði í endurskipulagningu Stjórnarráðsins og atvinnuvegaráðuneyti sameinuð.

Geir segir ágætar líkur á endurnýjun stjórnarsamstarfs

Formenn stjórnarflokkanna segja það skýrast innan fárra daga hvort þeir endurnýja samstarf sitt. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að hann teldi ágætar líkur á að það tækist en það væri ekki öruggt.

Aukið umferðareftirlit á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið aukið umferðareftirlit í samvinnu við ríkislögreglustjóra. Næstu mánuði verður lögreglan því mjög sýnileg víða á höfuðborgarsvæðinu. Helst er fylgst með hraðakstri og ógætilegum framúrakstri. Ástand ökumanna verður einnig kannað og fylgst með bílbeltanotkun auk notkunar annars öryggisbúnaðar, t.d. varðandi eftirvagna.

Árni Þór Sigmundsson settur aðstoðaryfirlögregluþjónn

Árni Þór Sigmundsson hefur verið settur aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Árni hefur verið aðalvarðstjóri fyrir B-vakt frá árinu 2004. Áður gegndi hann ýmsum störfum á vegum lögreglunnar meðal annars í auðgunarbrotadeild, ávana- og fíkniefnadeild og almennri rannsóknardeild.

Íslendingar nota kreditkortin í auknum mæli

Landsmenn voru duglegir að strauja kreditkortin sín í síðasta mánuði en alls nam heildarveltan rúmum 22 milljörðum króna. Jókst veltan um tvo milljarða miðað við sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í frétt greiningar Glitnis. Bankinn telur ekki miklar líkur á því að almenningur muni draga úr neyslu á þessu ári.

Graðnagli gripinn í hjálpartækjaverslun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær ungan karlmann sem virðist ásælast hjálpartæki ástarlífsins meira en góðu hófi gegnir. Pilturinn var fyrst gripinn á föstudag í einni af hjálpartækjabúðum borgarinnar þar sem hann reyndi að stela þaðan vörum.

Ársreikningur borgarinnar óviðunandi

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir ársreikning borgarinnar fyrir árið 2006 óviðunandi en halli af rekstri borgarinnar nam 4,3 milljörðum í fyrra.

Neyðumst til að taka upp evruna fyrr eða síðar

Íslendingar munu ekki komast hjá því að taka upp evruna á næstu árum að mati Þórólfs Matthíassonar, prófessors við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í viðtali sem birtist í nýjasta tölublaði Samiðnar, Sambands Iðnfélaga. Hann segir einboðið að vextir muni lækka hér á landi við upptöku evrunnar og að verðtrygging muni heyra sögunni til.

Samskip dæmt til að greiða ekkju sjómanns bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Samskip til að greiða ekkju skipverja, sem lést þegar skip Samskipa sökk árið 1997 á leið sinni frá Íslandi til meginlands Evrópu, 1,8 milljónir króna vegna missis framfæranda.

Reykjavíkurborg tapar 4,3 milljarða króna

Tap Reykjavíkurborgar á árinu 2006 nemur rúmum 4,3 milljöðrum króna þegar horft er til bæði A- og B-hluta rekstrarreiknings. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Er þetta um sex milljörðum króna lakari afkoma en gert var ráð fyrir í í fjárhagsáætlun ársins 2006

Keyrði á tvo bíla og stakk af

Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn eftir þriggja bíla árekstur í Breiðholti síðdegis í gær vegna gruns um ölvunarakstur. Maðurinn keyrði á tvo bíla sem voru kyrrstæðir fyrir aftan strætisvagn og stakk síðan af. Litlu munaði að hann æki yfir ófríska kona.

Rannsaka ólöglegar skotveiðar í Eyjum

Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú tvö mál sem snúa að meintum brotum á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum. Grunur leikur á að skotveiði verið stunduð af nálægt fuglabjargi, annars vegar við Stórhöfða og hins vegar við Smáeyjarnar.

Telja bæjarstjóra hafa svikið gefin loforð

Bæjarstjóri Mosfellsbæjar hefur svikið gefin loforð í tengslum við framkvæmdirnar við Álafossveg að mati fulltrúa Varmársamtakanna. Gjaldkeri samtakanna segir ekkert samráð verið haft við íbúa vegna þeirra framkvæmda sem hófust í gær. Íbúar kölluðu á lögreglu morgun, í annað skiptið á innan við einum sólarhring til að stöðva framkvæmdirnar. Bæjarstjóri segir íbúa fara með rangt mál og ekki sé búið að svíkja nein loforð.

Miklar skemmdir unnar í háhýsi á Akranesi

Mikið tjón var unnið í háhýsi sem er í byggingu við Stillholt á Akranesi á kosninganótt. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að aðkoman hafi verið með hreinum ólíkindum, rafmagnstöflur voru eyðilagðar, málningu hellt niður um lyftugöng og yfir lyftuna, rúður brotnar og innréttingar skemmdar.

Hlusta eftir jarðskjálftum og hljóðum hvala

Varðskip Landhelgisgæslunnar hefur að undanförnu lagt út fimm hlustunardufl í hafið umhverfis landið, til að hlusta eftir jarðskjálftum og hljóðum hvala. Verkið er unnið fyrir Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og bandarísku haffræði- og veðurstofuna.

Neyðast til að gera Björn Bjarnasona að ráðherra

Sjálfstæðisflokkurinn er tilneyddur til að gera Björn Bjarnason að ráðherra í nýrri ríkisstjórn til að svara atlögu Jóhannesar Jónssonar í Bónus að mati Björns Inga Hrafnssonar, oddvita framsóknarmanna í Reykjavík. Hann segir að öðrum kosti sé forysta flokksins að taka undir gagnrýni Jóhannesar á embættisfærslur Björns.

Á 150 kílómetra hraða á Reykjanesbraut

Lögreglumenn á Suðurnesjum stöðvuðu fimm manns fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í nótt og mældist sá sem hraðast ók á 150 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund.

Landsbankinn opnar nýtt útibú

Landsbankinn opnar nýtt útibú við Vínlandsleið í Grafarholti í dag en útibúið tekur við af Grafarvogsútibúi. Hið nýja húsnæði er mun stærra en það gamla og mun þjónusta einstaklinga jafnt sem fyrirtæki.

DHL harmar misbrest í afgreiðslu utankjörfundaratkvæða

Flutningafyrirtækið DHL hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem mistök við afgreiðslu utankjörfundaratkvæða sem send voru frá Boston eru hörmuð. Starfsmenn sem sinna öryggiseftirliti í borginni ákváðu að kanna innihald umslagsins nánar. Vanalega er það ekki gert hafi umslaginu verið lokað í viðurvist starfsmanna DHL. Fyrirtækið lítur málið mjög alvarlegum augum segir í tilkynningunni.

Óvenju mörg umferðaróhöpp um helgina

Óvenju mörg umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu um nýliðna helgi, eða 69 talsins. Á vef lögreglunnar kemur fram að þetta sé meira en gengur og gerist.

Framsóknarmenn funda á Hverfisgötu

Framsóknarmenn sitja nú á fundi í höfuðstöðvum flokksins við Hverfisgötu. Á fundinum eru ráðherrarnir Jón Sigurðsson og Jónína Bjartmarz sem féllu út af þingi í Alþingiskosningunum um helgina. Auk þeirra sitja fundinn aðrir þingmenn flokksins.

Ferðamaður slasaðist í Surtshelli

Erlendur ferðamaður slasaðist lítilsháttar í Surtshelli í eftirmiðdaginn í dag og var fluttur með sjúkrabíl á Akranes. Þar var gert að sárum mannsins sem er frá Kanada. Hann datt í hellinum og fékk áverki á höfuð. Sauma þurfti skurð á enni mannsins en hann var útskrifaður af sjúkrahúsinu á Akranesi undir kvöld.

Keyrt á dreng við KR völlinn

Fólksbifreið ók á átta ára gamlan dreng á Kaplaskjólsvegi við KR áhorfendastúkuna um níu leitið í kvöld. Drengurinn var á reiðhjóli og með hjálm, og mun hafa slasast lítillega að sögn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Sjúkralið kom á vettvang og hlúði að drengnum en hann er nú til skoðunar á slysadeild.

Sjá næstu 50 fréttir