Innlent

Á 150 kílómetra hraða á Reykjanesbraut

Lögreglumenn á Suðurnesjum stöðvuðu fimm manns fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í nótt og mældist sá sem hraðast ók á 150 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund.

Svo virðist sem hraðakstur á veginum sé að aukast með hækkandi sól því í fyrrinótt voru þrír teknir fyrir hraðakstur, einn á 151 kílómetra hraða og tveir á 124 kílómetra hraða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×