Innlent

Miklar skemmdir unnar í háhýsi á Akranesi

Frá Akranesi.
Frá Akranesi. MYND/HKr

Mikið tjón var unnið í háhýsi sem er í byggingu við Stillholt á Akranesi á kosninganótt. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að aðkoman hafi verið með hreinum ólíkindum, rafmagnstöflur voru eyðilagðar, málningu hellt niður um lyftugöng og yfir lyftuna, rúður brotnar og innréttingar skemmdar.

Lögregla lítur málið alvarlegum augum og biður alla þá sem kunna að hafa orðið varir við mannaferðir í eða við húsið á kosninganóttina að hafa samband.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×