Innlent

Keyrði á tvo bíla og stakk af

MYND/RE

Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn eftir þriggja bíla árekstur í Breiðholti síðdegis í gær vegna gruns um ölvunarakstur. Maðurinn keyrði á tvo bíla sem voru kyrrstæðir fyrir aftan strætisvagn og stakk síðan af. Litlu munaði að hann æki yfir ófríska kona.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru tildrög slyssins þau að tveir bílar voru kyrrstæðir fyrir aftan strætisvagn sem hafði numið staðar við biðskýli. Bíll mannsins kom þá aðvífandi og lenti aftan á öðrum bílnum sem kastaðist síðan áfram á þann þriðja.

Bíll tjónvaldsins skemmdist sýnu mest en maðurinn vildi alls ekki láta kalla til lögreglu og forðaði sér af staðnum. Við það mátti litlu muna að ófrísk kona yrði fyrir bíl hans en konan var ökumaður annars bílsins sem maðurinn ók á.

Nokkur vitni voru að atvikinu og fékk lögreglan góða lýsinu á manninum sem var handtekinn á öldurhúsi skömmu síðar.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×