Innlent

Hlusta eftir jarðskjálftum og hljóðum hvala

Varðskip Landhelgisgæslunnar hefur að undanförnu lagt út fimm hlustunardufl í hafið umhverfis landið, til að hlusta eftir jarðskjálftum og hljóðum hvala. Verkið er unnið fyrir Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og bandarísku haffræði- og veðurstofuna.

Bandarískur líffræðingur leiðir rannsóknirnar, en hann hefur sérhæft sig í að greina hljóð hvala eftir tegundum og jafnvel einstaklingum innan sömu tegundar. Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands nýtir hinsvegar upplýsingar til að staðsetja jarðskjálfta betur en áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×