Innlent

Óvenju mörg umferðaróhöpp um helgina

Óvenju mörg umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu um nýliðna helgi, eða 69 talsins. Á vef lögreglunnar kemur fram að þetta sé meira en gengur og gerist. Í sjö tilvikum var ökumaðurinn undir áhrifum áfengis eða lyfja.

Þá var nokkuð um of hraðan akstur um helgina, þar á meðal þegar sautján ára drengur var tekinn á 171 km hraða á Vesturlandsvegi. Drengurinn, sem hafði haft bílpróf sitt í þrjár vikur, var sviptur ökuleyfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×