Innlent

Minnstu munað stórtjón yrði í Reykjanesvirkjun

MYND/Víkurfréttir

Minnstu munaði að stórtjón yrði í Reykjanesvirkjun þegar sjór flæddi þar inn um brostið rör og gufa fyllti verksmiðjuhúsið í kjölfar rafmagnsbilunar í gær.

Að sögn Friðriks Friðrikssonar, framkvæmdasviðs Hitaveitu Suðurnesja, má rekja þetta til mannlegra mistaka starfsmanna Landsnets sem voru að vinna við spennistöð í grennd við Hafnarfjörð með þeim afleiðingum að Reykjaneslína sló út.

Við það varð búnaður við hverfil í Suðurnesjavirkjun rafmagnslaus, en við það myndaðist þrýstiningshögg og stór sjókælingarleiðsla brast og sjór og gufa flæddu inn í stöðvarhúsið.

 

Öflugar dælur voru keyrðar á fullu var hundruðum þúsunda lítra dælt út. Viðgerð á leiðslunni var lokið í morgun og hverfillinn gangsettur. Þannig vildi til að hinn hverfillinn var ekki í gangi þegar rafmagnið fór en þá kynni að hafa farið enn verr.

Varaaflsstöðvar fóru í gang á Keflavíkurflugvelli þannig að aðflugs- og öryggisbúnaður vallarins virkaði með eðlilegum hætti og flugstöðin fékk líka vararafmagn þannig að litlar sem engar tafir urðu þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×