Innlent

Sjálfstæðisráðherrar hafa lokið fundi sínum

MYND/Frikki Þór

Ríkisstjórnarfundi lauk laust fyrir klukkan tíu en fundurinn stóð í 20 mínútur. Ráðherrar Framsóknarflokksins fóru þá úr húsi en sjálfstæðismenn funduðu áfram.

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði eftir fundinn að næstu á dögum kæmi ljós hvort flokkarnir myndu framlengja ríkisstjórnarsamstarfinu. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um hvað fór fram á fundinum.

Ráðherra Sjálfstæðisflokksins luku svo fundi sínum skömmu fyrir klukkan ellefu en Geir H. Haarde, formaður flokksins og forsætisráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður og menntamálaráðherra, stija enn á fundi.

Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu var aðeins eitt mál á dagskrá ríkisstjórnarinnar í morgun en það var staðan að afloknum kosningum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×