Innlent

Norðurál skilar frummatsskýrslu vegna álvers í Helguvík

Frá Helguvík.
Frá Helguvík. MYND/E.Ól

Skipulagsstofnun hefur borist frummatsskýrsla Norðuráls vegna mats á umhverfisáhrifum fyrirhugaðs álvers í Helguvík sem framleiða mun 250 þúsund tonn af áli.

Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni geta allir kynnt sé frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir við hana. Hún liggur frammi til kynningar á bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar, á skrifstofu Sveitarfélagsins Garðs á bókasafni Reykjanesbæjar og bókasafni Gerðahrepps, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun.

Einnig er hægt að nálgast frummatsskýrsluna á heimasíðu Norðuráls www.nordural.is og HRV: www.hrv.is. Frestur til að skila athugasemdum við skýrsluna er til 28. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×