Fleiri fréttir

Fleiri greinast með lekanda

Tæplega helmingi fleiri einstaklingar greindust með lekanda á síðasta ári en árið þar á undan samkvæmt Farsóttafréttum sóttvarnalæknis. Alls greindust 31 einstaklingur með lekanda á síðasta ári en árið 2005 voru þeir 19 talsins.

Landsmenn auka neyslu

Landsmenn juku neyslu verulega í síðasta mánuði samkvæmt smásöluvísitölu Rannsóknarseturs verslunarinnar. Alls jókst velta dagvöruverslunar um rúm 17 prósent í mars miðað við sama mánuð í fyrra. Aukningin í síðasta mánuði mun meiri en almennt gerist á þessum árstíma og aðeins sambærileg við þá aukningu sem á sér stað í kringum jólin.

Sjúkraþyrlu á Akureyri- viðbragðstími of langur

Verja þarf auknu fé til sjúkraflutninga á landsbyggðinni, segir sérfræðingur við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Of langur viðbragðstími hefur skapað vandræði. Björn Gunnarsson læknir á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri segir að stjórnvöld þurfi að setja meiri peninga í sjúkraflutning. Þetta kemur fram í skýrslu um sjúkraflug sem hann vann í samstarfi við Helgu Magnúsdóttir lækni.

Sveiflar sprotanum í Háskólabíó í síðasta sinn

Vladimir Ashkenazy hefur sett svip sinn á íslensk menningarlíf um áratuga skeið. Frá árinu 2002 hefur hann verið heiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands en þessi frábæri píanisti steig einmitt sín fyrstu skref sem stjórnandi með hljómsveitinni árið 1971. Annað kvöld stýrir hann sveitinni í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði en í kvöld sveiflar hann sprotanum í Háskólabíói, væntanlega í eitt af síðustu skiptunum, því nýtt tónlistarhús er handan við hornið. Á efnisskránni eru þrjú verk, þar á meðal hin dásamlega Fantastique-sinfónía Hectors Berlioz. Ashkenazy segist alltaf hafa jafn gaman af því að koma til Íslands og í hvert skipti sem hann kemur hefur sinfónían tekið enn meiri framförum. Nýlega fékk hann stjórnendastöðu við sinfóníuhljómsveitina í Sydney en þrátt fyrir það ætlar þessi fyrsti tengdasonur Íslands, eins og hann er stundum kallaður, ekki að gleyma okkur.

Eldur kom upp í báti

Eldur kom upp í báti suðvestur af Ryti við Ísafjarðardjúp rétt um kvöldmataleitið í kvöld. Tveir menn voru í bátnum. Að sögn varðstjóra á Ísafirði náðu mennirnir að slökkva eldinn, en báturinn varð vélvana og þurfti því að kalla á hjálp. Sædísin frá Bolungavík kom á staðin og er báturinn væntanlegur til hafnar í Bolungavík um klukkan hálf tíu. Upptök eldsins eru ókunn.

Enn og aftur sannast skaðsemi reykinga

Enginn sleppur við að verða fyrir skaða af sígarettureyk ef marka má nýja könnun sem framkvæmd var í Póllandi. Hefur nú komið í ljós að meira að segja þeir ungu og hraustu verða líka fyrir miklum skaða af sígarettureyk þar sem hjartað fær ekki að slaka á á milli slaga. En hingað til hefur því verið haldið fram að þeir ungu og hraustu þoli sígarettureyk einna best. Rannsóknin var gerð á 66 hraustum einstaklingum á aldrinum 20 til 40 ára. Helmingur þeirra hafði reykt 10-25 sígarettur á dag í 6-20 ár. Óreglulegir hjartslættir komu enn fram tveim tímum eftir að þeir luku við síðustu sígarettu.

Kópavogsbær byggir að Elliðavatni

Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt skipulagsbreytingar á lóðum að vatnsbakka Elliðavatns. Á bæjarstjórnarfundi 10. apríl samþykkti meirihlutinn þ.e. Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn, drög að nýrri byggð suðvestur af Elliðavatni. Samkvæmt nýju skipulagi mun vera um 15 metra bil á milli Elliðavatns og bygginga en um 50 metra helgunarsvæði liggur nú meðfram vatninu en það var samþykkt árið 2000. Með þessu móti mun byggðin teygja sig upp og í kringum Guðmundarlund og liggjað að landi Heiðmerkur.

Boðar nýja löggjöf um greiðsluaðlögun

Félagsmálaráðherra hefur boðað nýja löggjöf um úrræði vegna greiðsluerfiðleika fólks og hefur skipað nefnd til undirbúa frumvarp. Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar segir sérkennilegt að boða til nýrrar löggjafar nú rétt fyrir kosningar, þar sem frumvarp sama efnis hefur legið fyrir á Alþingi í 10 ár og aldrei komist í gegn.

Rangar dagsetningar á matvörur

Dæmi eru um að íslensk matvælafyrirtæki hafi stundað það að dagsetja pökkunardag vöru degi á eftir raunverulegum pökkunardegi. Umhverfisstofnun segir það bannað og brjóta gegn öllum reglum um merkingu matvæla.

Þjóðkirkjan er í allra þágu

Biskup hefur óskað eftir því við prestana í Digranessókn að þjóna þeim fermingarbörnum sem til þeirra leita. Prestur þar neitaði að ferma stúlku úr Fríkirkjusöfnuðinum nema móðir hennar gengi til liðs við Þjóðkirkjuna. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir segir alla velkomna í sína kirkju.

Á tvöföldum hámarkshraða undir áhrifum áfengis

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði tvo ökumenn fyrir hraðakstur í gær. Annar þeirra var kona sem mældist á 109 kílómetra hraða í Kópavogi þar sem hámarkshraði er 50 og var hún þar að auki búin að neyta áfengis.

Nýjar reglur um takmarkanir á reykingum

Tóbaksreykingar um borð í skipum sem notuð eru í atvinnurekstri verða framvegis takmarkaðar samkvæmt nýrri reglugerð um takmarkanir á tóbaksreykingum. Þá verður aðeins leyfilegt að reykja á útisvæðum við veitingastaði frá og með 1. júní næstkomandi. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðismálaráðherra, undirritaði reglugerðina í dag.

Vill löggjöf um samningsrétt skuldara

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra vill skoða kosti þess að setja sérstaka löggjöf um úrræði fyrir fólk sem á í greiðsluerfiðleikum líkt og gert hefði verið annars staðar á Norðurlöndum.

Vilja meiri umræðu um menntamál

Of lítið hefur borið á umræðu um menntamál í aðdraganda kosninga að mati Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í stefnuskrá sem ráðið sendi frá sér í dag. Að mati ráðsins hafa menntamál fallið í skuggann af umræðunni um umhverfis- og efnhagsmál.

Karlmaður dæmdur fyrir fíkniefnabrot

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands til að greiða 60 þúsund krónur í sekt fyrir vörslu á ólöglegu fíkniefni. Maðurinn hefur fimm sinnum áður fengið dóm vegna brota á lögum um ávana- og fíkniefni.

Lundastofninn í Eyjum að hruni kominn

Lundastofninn í Vestmannaeyjum hefur minnkað verulega á síðastliðnum árum vegna skorts á fæðu. Þetta kom fram í máli Páls Marvins Jónssonar, forstöðumanns háskólasetursins í Eyjum, á Lundaráðstefnunni í Vestmannaeyjum. Allt bendir til þess að verulega muni draga úr lundaveiðum á næstu árum.

Stærð þorskveiðistofns minni en áætlað var

Útlit er fyrir að þorskárgangurinn í fyrra sé slakur líkt og árið 2005 en þó töluvert betri en árið 2004. Þá benda vísitölur til að stærð þorskveiðistofnsins sé nú um 10-15 prósentum minni en áður hefur verið áætlað. Þetta er meðal niðurstaðna í vorralli Hafrannsóknarstofnunar sem fram fór í febrúar og mars.

Truflaði aðflug flugvéla með flugdreka

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu þurfti í vikunni að hafa afskipti af manni sem ógnaði flugöryggi á heldur óvenjulegan hátt. Var maðurinn að leika sér með flugdreka í Öskjuhlíðinni og var hann svo hátt á lofti að það truflaði aðflug flugvéla að Reyjavíkurflugvelli.

Vilja stórátak í samgöngumálum og búsetumálum aldraðra

Stórátak í samgöngumálum og í uppbyggingu búsetuúrræða fyrir aldraða, afnám launaleyndar og öflugt og traust atvinnulíf ásamt ábyrgri stjórn efnahagsmála er meðal þess er að finna í drögum að ályktunum sem lagðar verða fyrir landsfund Samfylkingarinnar sem fram fer á morgun og hinn.

Aldrei meiri fjármagnstekjuskattur

Ríkissjóður innheimti um 20 milljarða í fjármagnstekjuskatt í síðastliðnum janúarmánuði sem er meira en nokkru sinni áður. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. Alls námu innheimtar tekjur ríkissjóðs tæpum 88 milljörðum króna á fyrstu tveimur mánuðum þess árs sem er 15 milljörðum meira en á sama tíma í fyrra.

Stærstu flokkarnir með landsfundi um helgina

Tveir stærstu stjórnmálaflokkarnir á Alþingi halda landsfundi sína um komandi helgi. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag og Samfylkingarinnar á morgun.

Siltnað upp úr viðræðum

Slitnað hefur upp úr viðræðum milli Höfuðborgarsamtakanna og framboðs eldri borgara og öryrkja vegna ágreinings um Reykjavíkurflugvöll.

Sjómaður sem leitað var að fannst látinn

Sjómaðurinn sem leitað var að við Vopnafjörð fannst nú klukkan hálftólf um eina og hálfa sjómílu frá landi. Það var björgunarskipið Hafbjörg frá Neskaupstað sem fann manninn og var hann látinn.

Einstæðar mæður og einhleypir karlmenn leita mest til Ráðgjafarstofu

Einstæðar mæður og einhleypir karlmenn voru stærsti hópurinn sem leitaði til Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna í fyrra. Helstu ástæður voru greiðsluerfiðleikar vegna veikinda og offjárfestinga. Hátt í sex hundruð manns leituðu til Ráðgjafarstofunnar í fyrra og talið er að um fjórtán hundruð manns séu á bakvið umsóknirnar.

Umhverfisvænar virkjanir í Þjórsá

Landsvirkjun heldur ótrauð áfram undirbúningi að virkjunum í neðri Þjórsá þrátt fyrir andstöðu meirihluta Sunnlendinga. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir virkjanirnar til fyrirmyndar í umhverfismálum.

Yfirtökunefnd skortir upplýsingar vegna Glitnisviðskipta

Yfirtökunefnd telur sig ekki vera komna með nægjanlegar upplýsingar til að meta hvort yfirtökuskylda hafi myndast vegna kaupa á 20 prósenta hlut í Glitni á þriðjudag. Nefndin kemur aftur saman til fundar í dag.

Stóriðjufyrirtæki nota tvo þriðju af raforku í landinu

Stóriðjufyrirtæki notuðu um fimmtungi meiri orku í fyrra en árið 2005 samkvæmt samantekt raforkuhóps Orkuspárnefndar. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Orkustofnun notuðu stóriðjufyrirtæki 6.265 gígavattsstundir af raforku í fyrra sem er um tveir þriðju af allir raforku í landiu.

Vilja endurgreiðslu vegna tónlistarnáms

Borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar í Reykjavík vill að borgin leggi fram kröfu á hendur menntamálaráðuneytinu um endurgreiðslu á kostnaði borgarinnar vegna tónlistarnáms framhaldsskólanema. Hefur flokkurinn lagt fram tillögur í borgarstjórn um að borgin hefji þegar í stað undirbúning kröfugerðar á hendur ráðuneytinu.

Telja útivistarsvæði stefnt í hættu

Tillögur meirihlutans í bæjarstjórn Kópavogs um nýtt rammaskipulag á útivistarsvæði við Elliðavatn brýtur gróflega gegn náttúrunni og takmarkar aðgengi almennings að svæðinu að mati minnihlutans. Samkvæmt þeim drögum sem nú liggja fyrir mun fyrirhugað 50 metra helgunarsvæði meðfram vatninu verða minnkað niður í 15 metra. Formaður bæjarstjórnar segir aðeins um tillögur að ræða og ekkert ákveðið.

Fokker-vél Landhelgisgæslunnar komin austur til leitar

Björgunarsveitir frá öllu Austurlandi leita sjómanns í og við Vopnafjörð en bátur hans fannst mannlaus í fjörunni í Vopnafirði seint í gærkvöldi. Um 70 manns taka nú þátt í leitinni sem staðið hefur í alla nótt. Bæði þyrla og varðskip Landhelgisgæslunnar taka einnig þátt í leitinni og þá er Fokker-vél gæslunnar einnig komin austur til leitar.

Vaka fagnar hugmyndum um ókeypis strætó

Stjórn Vöka, félags lýðræðissinnaðra stúdenta,fagnar þeim tillögum umhverfisráðs Reykjavíkurborgar að veita námsmönnum frítt í strætó næsta haust. Í ályktun félagsins kemur fram að bættar almenningssamgöngu hafi lengi verið baráttumál stúdenta og skorar félagið á önnur sveitarfélög að fara að fordæmi Reykjavíkurborgar og bjóða námsmönnum frítt í strætó.

Sakfelldir fyrir að kaupa 110 þúsund smyglsígarettur

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt tvo karlmenn í 45 daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 300 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa keypt saman 550 karton af sígarettum sem þeir máttu vita að var smyglvarningur.

Bókin Delicious Iceland hlýtur heiðursverðlaun

Bókin Delicious Iceland eftir þá Völund Snæ Völundarson matreiðslumann og Hrein Hreinsson ljósmyndara hlut um helgina sérstök heiðursverðlaun, The Gourmand Cookbook Awards, en það eru ein virtustu verðlaun heims í matar- og vínbókmenntum. Forsvarsmenn keppninnar föluðust sérstaklega eftir þátttöku bókarinnar þegar hún var kynnt á alþjólegu bókasýningunni í Frankfurt í fyrra.

Góðgerðafélög þurfa ekki að berjast eins mikið og áður

Góðgerða-og sjúklingafélög þurfa ekki að berjast eins mikið í bökkum fjárhagslega nú eins og áður vegna gjafmildi stórfyrirtækja, segir formaður MS félagsins sem fékk í dag eina milljón króna frá Menningarsjóði Landsbankans. Sjötíu og fimm góðgerðarfélög fengu sömu fjárhæð frá Menningarsjóðnum í dag.

Þarf að mennta sjúkraflutningamenn úti á landi meira

Auka þarf menntun sjúkraflutningamanna úti á landi og huga sérstaklega að Austurlandi, segir í nýrri úttekt um sjúkraflutninga. Þá er rugl að geyma allar björgunarþyrlurnar í Reykjavík, segir læknir.

Meinað að fermast í Digranessókn þar sem móðirin var í Fríkirkjunni

Unglingsstúlku var í haust meinað að fermast í Digranessókn vegna þess að móðir hennar er í Fríkirkjunni. Móður stúlkunnar var tilkynnt að ef hún gengi úr Fríkirkjunni fengið barnið að fermast, annars ekki. Presturinn, séra Magnús Björnsson, býður Fríkirkjuprestinum, Hirti Magna Jóhannssyni, í kaffi til að semja um þessi mál.

Mega ættleiða en fá ekki að nýta sér tæknifrjóvgun

Frá því að lögum um tæknifrjóvgun var breytt hefur fjöldi lesbískra para gengist undir slíkar aðgerðir. Sérfræðingur á þessu sviði segir bagalegt að einhleypar konur skuli enn ekki hafa fengið að nýta sér þá tækni sem er fyrir hendi, ekki síst í ljósi þess að þær mega ættleiða börn.

Litháar úrskurðaðir í farbann vegna þjófnaða

Hæstiréttur staðfesti í dag farbann héraðsdóms yfir tveimur Litháum sem grunaðir eru um þjófnaði hér á landi í síðasta mánuði. Gildir farbannið þar til dómur fellur í máli þeirra en þó ekki lengur en til 2. maí.

Níu ára stelpa bitin af hundi

Níu ára stúlka var bitin af hundi í Reykjavík í gær. Stúlkan var flutt á slysadeild en sauma þurfti átta spor í framhandlegg hennar. Stúlkan er vön að umgangast hunda en sá sem beit hana er henni alls óviðkomandi. Ekki er ljóst að svo stöddu hvað verður um hundinn.

Sjá næstu 50 fréttir