Innlent

Annir hjá slökkviliði - bílar sem lagt var ólöglega töfðu störf

MYND/Anton Brink

Töluverðar annii voru hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um átttaleytið í kvöld þar sem fjögur útköll komu á stuttum tíma sem þó voru öll minni háttar.

Um hálfátta var slökkviliðið kallað að húsi í vesturbænum vegna elds í rafmagnstöflu en þegar það kom á vettvang hafði húsráðendum tekist að ráða niðurlögum eldsins.

Skömmu síðar var annað útkall vegna húss í vesturbænum og fór sami hópur þangað. Hringt hafði verið í slökkviliðið vegna torkennilegrar lyktar. Í ljós kom að ammoníak hafði lekið úr ísskáp og var hann fjarlægður og húsnæðið loftræst.

Engan sakaði í þessu tilviki en slökkviliðið lenti í talsverðum vandræðum við að komast að húsinu sem um ræðir þar sem bílum hafi verið lagt ólöglega. Segir vaktstjóri á stöðinni að slökkviliðið hafi tafist töluvert vegna þessa og reyndar þurft að keyra gegn einstefnu í götunni til að komast að húsinu. Sem betur fer hafi ekki verið bráð hætta í þessu tilviki en hann hefði ekki boðið í að koma þarna að ef um mikinn eld hefði verið að ræða. Kallaði slökkvilið til lögreglu sem lét fjarlægja bílana sem lagt var ólöglega.

Þriðja útkallið var svo í Hafnarfirði um áttaleytið. Þar tilkynnti fólk um reykskynjara í gangi í nærliggjandi íbúð en þar var enginn heima. Var lögregla kölluð til sem opnaði íbúðina og kom þá í ljós að matur var í ofni sem hafði brunnið. Var íbúðin því reykræst.

Svipað var upp á tengingnum í fjórða útkallinu en þar var slökkviliði hvatt til af húsráðandq þar sem eldamennska hans hafði farið út um þúfur. Þar var húsnæði einnig reykræst. Var farið að hægjast um hjá slökkviliðinu um klukkan níu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×