Tíu skref að grænni borg 11. apríl 2007 18:30 Eigendur vistvænna bíla fá ókeypis í stæði borgarinnar og námsmenn í Reykjavík fá frítt í Strætó frá og með næst hausti. Þetta er hluti af nýrri tíu skrefa áætlun Reykjavíkurborgar í umhverfismálum. Borgarstjóri og borgarfulltrúar meirihlutans í Reykjavík kynntu þessa nýju tíu skrefa áætlun í dag, undir kjörorðinu Græn skref í Reykjavík. Með þess sem verður gert er Pósthússtræti meðfram Austurvelli verður gert að göngugötu á góðviðrisdögum. Miklatún verður endurskipulagt og kaffihúsi komið fyrir í Hljómskálagarðinum. Þá verður boðið upp á bláar ruslatunnur fyrir pappír, en með þv í einu að flokka pappír segir borgarstjóri að minnka megi urðun um 30 prósent. Hvetja á fólk til að ganga og hjóla meira með því að bæta göngustíga borgarinnar, fjölga bekkjum við þá og fjölga vatnspóstum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að styrkja eigi göngustígakerfið. Göngustígurinn frá Ægissíðu upp í Breiðholt verði t.a.m. tvöfaldaður á breiddina. Þá verður hreinsunarátaki borgarinnar haldið áfram og farið í átak í Vesturbæ, miðbæ og Grafarholti og ráðist gegn veggjakroti. Borgarstjóri biður graffara að hugleiða það mikla tjón sem þeir valda einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélaginu. Það kosti Reykjavík um 100 milljónir króna á ári að þrífa veggjakrot. Á næstu árum verður farið í að endurbæta lóðir leik- og grunnskóla í borginni. "Margar skólalóðir eru ekki börnum bjóðandi," segir borgarstjóri. Þær þurfi að laga og það verði gert á næstu árum. Fólki verður umbunað fyrir að keyra á vistvænum bílum. Gísli Marteinn Baldursson formaður umhverfissviðs borgarinnar segir að sífellt fleiri tvinnbílar sjáist á götum borgarinnar. Slíkir bílar verði gjaldfrjálsir á stæðum borgarinnar ásamt fleiri bílum sem menga lítið. Og í haust fá námsmenn í Reykjavík frítt í strætó. Með þessu segir Gísli Marteinn að borgaryfirvöld vilji hvetja ungt fólk til að nota strætisvagnana, en með því að fresta því t.d. um eitt ár að kaupa bíl, geti námsmaður sparað sér allt að 800 þúsund krónur. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Eigendur vistvænna bíla fá ókeypis í stæði borgarinnar og námsmenn í Reykjavík fá frítt í Strætó frá og með næst hausti. Þetta er hluti af nýrri tíu skrefa áætlun Reykjavíkurborgar í umhverfismálum. Borgarstjóri og borgarfulltrúar meirihlutans í Reykjavík kynntu þessa nýju tíu skrefa áætlun í dag, undir kjörorðinu Græn skref í Reykjavík. Með þess sem verður gert er Pósthússtræti meðfram Austurvelli verður gert að göngugötu á góðviðrisdögum. Miklatún verður endurskipulagt og kaffihúsi komið fyrir í Hljómskálagarðinum. Þá verður boðið upp á bláar ruslatunnur fyrir pappír, en með þv í einu að flokka pappír segir borgarstjóri að minnka megi urðun um 30 prósent. Hvetja á fólk til að ganga og hjóla meira með því að bæta göngustíga borgarinnar, fjölga bekkjum við þá og fjölga vatnspóstum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að styrkja eigi göngustígakerfið. Göngustígurinn frá Ægissíðu upp í Breiðholt verði t.a.m. tvöfaldaður á breiddina. Þá verður hreinsunarátaki borgarinnar haldið áfram og farið í átak í Vesturbæ, miðbæ og Grafarholti og ráðist gegn veggjakroti. Borgarstjóri biður graffara að hugleiða það mikla tjón sem þeir valda einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélaginu. Það kosti Reykjavík um 100 milljónir króna á ári að þrífa veggjakrot. Á næstu árum verður farið í að endurbæta lóðir leik- og grunnskóla í borginni. "Margar skólalóðir eru ekki börnum bjóðandi," segir borgarstjóri. Þær þurfi að laga og það verði gert á næstu árum. Fólki verður umbunað fyrir að keyra á vistvænum bílum. Gísli Marteinn Baldursson formaður umhverfissviðs borgarinnar segir að sífellt fleiri tvinnbílar sjáist á götum borgarinnar. Slíkir bílar verði gjaldfrjálsir á stæðum borgarinnar ásamt fleiri bílum sem menga lítið. Og í haust fá námsmenn í Reykjavík frítt í strætó. Með þessu segir Gísli Marteinn að borgaryfirvöld vilji hvetja ungt fólk til að nota strætisvagnana, en með því að fresta því t.d. um eitt ár að kaupa bíl, geti námsmaður sparað sér allt að 800 þúsund krónur.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira