Innlent

Aldrei meiri fjármagnstekjuskattur

Innheimtur fjármagnstekjuskattur jókst um 50 prósent milli ára.
Innheimtur fjármagnstekjuskattur jókst um 50 prósent milli ára. MYND/365

Ríkissjóður innheimti um 20 milljarða í fjármagnstekjuskatt í síðastliðnum janúarmánuði sem er meira en nokkru sinni áður. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. Alls námu innheimtar tekjur ríkissjóðs tæpum 88 milljörðum króna á fyrstu tveimur mánuðum þess árs sem er 15 milljörðum meira en á sama tíma í fyrra.

Janúar er aðalinnheimtumánuðu fjármagnstekjuskatts en til samanburðar má nefna að rétt tæpur milljarður innheimtist í fjármagnstekjuskatt í febrúarmánuði. Það sem af er ári er innheimta fjármagnstekjuskatts ríflega 50 prósent meira en í fyrra.

Þá nam innheimta almennra veltuskatta 33,5 milljörðum á fyrstu tveimur mánuðum ársins sem er um 25 prósent hærri fjárhæð en á sama tíma í fyrra.

Samkvæmt vefritinu námur skattar á tekjur og hagnað einstaklingar og lögaðila alls tæpum 40 milljörðum króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Þar af nam tekjuskattur einstaklinga 15,5 milljörðum, tekjuskattur lögaðila 3,3 milljörðum og fjármagnstekjuskattur 21 milljarði.

Alls jukust skatttekjur- og tryggingagjöld um 26,4 prósent að nafnvirði milli ára.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×