Innlent

Fimm bækur tilnefndar til Íslensku þýðingarverðlaunanna

MYND/GVA

Fimm bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingarverðlaunanna fyrir árið 2006, en það er Bandalag þýðenda og túlka sem tilnefndi bækurnar.

Þetta eru bækurnar Brekkan eftir Carl Frode Tiller í þýðingu Kristians Guttesens, Dætur hússins eftir Michéle Roberts í þýðingu Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur, Nostromo eftir Joseph Conrad í þýðingu Atla Magnússonar, Umskiptin eftir Franz Kafka í þýðingu Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins Þorvaldssonar, og Wuthering Heights eftir Emily Brontë í þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur.

Þriggja manna dómnefnd, skipuð verðlaunahafa síðasta árs Rúnari Helga Vignissyni, Gunnþórunni Guðmundsdóttur og Jórunni Sigurðardóttur, kveður upp lokadóm um hvaða bók hlýtur verðlaunin en þau verða afhent á degi bókarinnar þann 23. apríl á Gljúfrasteini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×