Innlent

Íbúðalánasjóður lánaði nærri 14 milljarða á fyrsta ársfjörðungi

MYND/E.Ól

Íbúðalánasjóður lánaði alls 13,6 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samkvæmt mánaðarskýrslu sjóðsins fyrir mars. Er það um þremur og hálfum milljarði meira en á sama ársfjórðungi í fyrra.

Áætlanir sjóðsins gerðu ráð fyrir að útlán á tímabilinu yrðu á bilinu 12-13 milljarðar en í mánaðarskýrslunni segir að niðurstaðan gefi þó ekki tilefni til að áætlanir verði endurskoðaðar. Heildarútlán í marsmánuði einum námu alls fimm milljörðum, þar af var um hálfur milljarður vegna leiguíbúðalána.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×