Fleiri fréttir

Sérfræðingar sjá mikla annmarka á auðlindatillögu

Flestir þeir sérfræðingar, sem komið hafa fyrir stjórnarskrárnefnd í gær og í dag, telja að tillaga stjórnarflokkanna til breytingar á stjórnarskránni auki réttaróvissu um eignarhald á auðlindum. Fulltrúar útgerðarmanna segja tillöguna engu breyta um að handhafar veiðiheimilda eigi heimildirnar og þær verði ekki afturkallaðar án bóta.

Fingurbrotnaði þegar mark féll á hann í grunnskóla

Sjö ára piltur fingurbrotnaði þegar mark féll á hann í grunnskóla í austurborginni í gærmorgun. Eftir því sem segir í frétt frá lögreglunni var pilturinn við nafnakall í íþróttasal skólans þegar óhappið varð.

Eldhúsdagur á Alþingi í beinni á Vísi

Hinn hefðbundni eldhúsdagur eða almennar stjórnmálaumræður verða á Alþingi í kvöld eins og venjan er í lok þings. Sýnt verður beint frá umræðunum á Vísi en þær hefjast klukkann 19.50.

Rauðum sportbíl veitt eftirför

Sjónarvottar á Reyðarfirði hafa orðið varir við það að lögreglan á svæðinu veitir rauðum sportbíl eftirför. Ekki er vitað hvað ökumaður sportbílsins hefur í hyggju en hann ekur á mikilli ferð. Lögreglan getur ekki tjáð sig um málið að svo stöddu.

Maður slasaðist þegar krani skekktist

Kalmaður á þrítugsaldri slasaðist á höfði við byggingarvinnu í Kópavogi í gær. Hann var að festa þakplötur á nýbyggingu ásamt öðrum þegar óhappið átti sér stað. Mennirnir voru umluktir sérstakri körfu sem krani heldur uppi til öryggis, en karfan er færð til eftir þörfum. Svo óheppilega vildi til að karfan skekktist til og við það fékk annar mannanna skurð á höfuðið, en hinn slapp ómeiddur.

Alþingi vinnur gegn lækkun matvöruverðs

Samtök verslunar og þjónustu undrast afgreiðslu Alþingis á tillögum samtakanna og Samtaka Atvinnulífsins um að úthluta tollkvótum vegna innflutnings án kvótasölu þegar umsóknir um kvóta eru meiri en framboð. Í ljósi þjóðarátaks um lækkun matvöruverðs sé það afar óábyrgt af hálfu þingsins og telja samtökin ákvarðanir Alþingis vinna gegn átakinu.

Farið á bakvið hreyfihamlaða

Með setningu nýrrar reglugerðar er farið á bakvið hagsmunasamtök hreyfihamlaðra með afar ósmekklegum hætti. Þetta segir fulltrúi í Farartækjanefnd Sjálfsbjargar. Nýja reglugerðin gerir ráð fyrir að taka upp mat á því hvort bifreiðakaup hreyihamlaðra henti viðkomandi.

Erindi um kvennamorð í Mexíkó

Marisela Ortiz Rivera heldur erindi um morð 400 kvenna í Ciudad Juárez borg í Mexíkó í Háskóla Íslands á morgun. Marisela er hér á landi í boði Amnesty International og Cervantes setursins. Hún hefur síðustu sex ár barist ötullega gegn refisleysi vegna morðanna, en konurnar voru myrtar á hrottalegan hátt á síðustu árum.

Alvarlegar athugasemdir við frumvarp um skipaskráningu

Alþýðusamband Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp til laga um íslenska alþjóðlega skipaskráningu. Frumvarpið verður afgreitt fyrir þinglok á Alþingi á morgun. ASÍ telur 11. grein þess brjóta gegn stjórnarskrá. Þar er gerð kjarasamninga um störf á farskipum sem sigla undir íslenskum fána útilokuð öðrum en íslenskum ríkisborgurum með lögheimili hér á landi.

Harður árekstur á Kringlumýrarbraut

Rétt upp úr klukkan tvö varð harður árekstur tveggja fólksbíla á Kringlumýrabraut við Hamrahlíð. Bílarnir eru mikið skemmdir. Tveir menn voru fluttir á slysadeild og samkvæmt vakthafandi lækni eru þeir til skoðunar, en meiðsl þeirra líta ekki út fyrir að vera alvarleg.

Afleiðingar þjóðareignar á auðlindum sjávar

Áhrif þjóðareignar á auðlindum sjávar og eignarréttarleg staða auðlindanna er tekin fyrir í nýju riti sem gefið hefur verið út. Í ritinu „ Þjóðareign. Þýðing og áhrif stjórnarskrárákvæðis um þjóðareign á auðlindum sjávar" er meðal annars farið yfir hvaða áhrif þjóðareign hefði á réttarstöðu þeirra sem keypt hafa heimildir til veiða á Íslandsmiðum og hvort slíkt ákvæði hefði einhverjar efnahagslegar afleiðingar í för með sér.

Veiðiheimildir ekki afturkallaðar án bóta

Forysta Landssambands íslenskra útvegsmanna segir tillögu stjórnarflokkanna um auðlindarákvæði í stjórnarskrá engu breyta um að handhafar veiðiheimilda eigi heimildirnar og þær verði ekki afturkallaðar án bóta. Fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórnarskrárnefnd segir að allir þeir sérfræðingar sem komið hafa fyrir nefndina, hafi skotið tillöguna í tætlur.

Deilur um ESB aðild gætu klofið Sjálfstæðisflokkinn

Dómsmálaráðherra segir að ef aðild að Evrópusambandinu yrði hitamál, myndi það kljúfa Sjálfstæðisflokkinn eins og aðra flokka. Evrópunefnd sem hann stýrði skilaði niðurstöðum sínum í gær. Helsti ásteitingarsteinninn í því starfi voru sjávarútvegsmál.

Guðmundur í Byrginu vill stofna Bjarg og Klett

Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, hefur sótt um leyfi til að breyta sex sumarhúsalóðum sínum í tvö lögbýli. Lögbýlin hafa hlotið nöfnin Bjarg og Klettur. Mikils óróa gætir vegna þessa meðal sumarhúsaeigenda á svæðinu.

Surtseyjarsýning undirbúin

Hafin er undirbúningur sérstakrar Surtseyjarsýningar í Þjóðmenningarhúsinu og opnun gestastofu í Vestmannaeyjum þar sem veittar verða upplýsingar um sögu og þróun eyjunnar. Sýningin er í tilefni af tilnefningu Surtseyjar á Heimsminjaskrá UNESCO en gert er ráð fyrir að sýningin í Þjóðmenningarhúsinu opni í maí.

Snjóflóð féll á veginn um Breiðadal

Þó nokkuð mikið snjóflóð féll á veginn um Breiðadal í Önundarfirði á Vestfjörðum á níunda tímanum í kvöld. Vegagerðin hefur hreinsað veginn.

Aukið koffín í drykkjum Íslendinga

Koffínmagn í drykkjum á íslenskum markaði hefur aukist samkvæmt nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar. Mældir voru hátt í tuttugu drykkir í lok ársins 2005 og kom þá í ljós að þrír orkudrykkir innihéldu koffín yfir leyfilegum mörkum.

Magnús Þór og Jón leiða

Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður leiðir lista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jón Magnússon leiðir lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Keyrt yfir Arnarhól

Grasflötin á Arnarhóli í Reykjavík er töluvert eyðilögð vegna djúpra hjólfara sem ná þvert yfir hana.

Á þriðja hundrað ábendinga til Neytendastofu

Neytendastofu hefur borist á þriðja hundrað ábendinga frá almenningi vegna veitingastaða og mötuneyta í Reykjavík, sem ekki hafa lækkað verð eftir skattalagabreytingar 1.mars. Veitingamenn sem hyggjast ekki lækka verð á sínum stöðum bera því við að birgjar hafi hækkað verð um áramótin.

Hart deilt á Vinstri græna á Alþingi

Þingmenn stjórnarflokkanna sóttu að Vinstri grænum á Alþingi í morgun og sökuðu þá um tvískinnung í umhverfismálum. Varaformaður Framsóknarflokksins sagði að kæmust Vinstri grænir til valda kallaði það á stöðnun á öllum sviðum sem tæki Ísland tuttugu ár aftur í tímann.

Útlendingum sem taka húsnæðislán fjölgar

Á þriðja hundrað útlendinga tóku húsnæðislán hjá Íbúðalánasjóði í fyrra. Þetta eru tæplega helmingi fleiri útlendingar en árið 2005. Íbúðalánasjóður reiknar með að þeim fjölgi enn meira á næstu árum.

EES-samningurinn staðist tímans tönn

Þverpólitísk Evrópunefnd forsætisráðherra telur að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn en æskilegt sé þó að samskipti Íslands og Evrópusambandsins verði aukin á ýmsum sviðum. Meirihluti nefndarinnar telur þó ekki tímabært að ganga í Evrópusambandið og skila Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir sameiginlegu áliti um það.

Sækja póstinn í lögreglufylgd

Fjórar fjölskyldur í Dísar- og Traðarlandi í Bolungarvík mega enn ekki snúa heim vegna yfirvofandi snjóflóðahættu. Húsin voru rýmd fyrir hádegi í gær og íbúarnir þurfa að sækja póstinn í lögreglufylgd.

Hugbúnaðarsérfræðingar dýrir

Hugbúnaðarsérfræðingar eru dýrir og vandfengnir, segir framkvæmdastjóri hjá Nýherja. Þannig skýrir hann þrjátíuþúsund króna reikningi sem staðarhaldari í Iðnó fékk fyrir smá viðvik sérfræðings.

Vestfirðingar misstu af uppsveiflunni

Vestfirðingar hafa misst af uppganginum í tengslum við stóriðju og misst frá sér aflaheimildir á undanförnum árum og það hefur sitt að segja um bágt atvinnuástand að mati forsætisráðherra. Hann telur ekki koma til greina að veita fyrirtækjum á jaðarsvæðum skattaívilnanir til að hvetja til atvinnustarfsemi á landsbyggðinni.

Svifryk hættulegra en brennisteinsdíoxíð

Barn sem sefur úti í vagni í Vallarhverfinu nærri álverinu í Straumsvík er ekki líklegra til að verða fyrir heilsutjóni en barn sem sefur úti í Hlíðunum nærri Miklubrautinni. Efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir svifryk, meðal annars frá umferð, langtum meira heilsuspillandi en brennisteinsdíoxíð frá álveri.

Vitnaleiðslur í Baugsmálinu riðlast

Skýrslutökur af vitnum í Baugsmálinu hafa riðlast töluvert eftir daginn í dag og þurftu bæði Jónína Benediktsdóttir og Jón B. Snorrason, fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, frá að hverfa þar sem vitnaleiðslur yfir tveimur lögreglumönnum tóku mun lengri tíma en áætlað var. Báðir höfnuðu lögreglumennirnir því að rannsókn Baugsmálsins hefði verið frábrugðin öðrum málum og sögðu.

Tíu mánaða fangelsi fyrir umferðarlagabrot

Kalmaður á þrítugsaldri var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir ítrekuð umferðarlagabrot. Maðurinn hefur margoft verið sviptur ökuréttindum og var ökuréttindalaus og í sumum tilfellum undir áhrifum áfengis, þegar umrædd brot áttu sér stað á síðasta ári. Hann hefur áður hlotið níu dóma fyrir ýmis brot gegn umferðarlögum.

Nefnd mælir með þróun EES samningsins

Nefnd um Evrópumál kynnti niðurstöður skýrslu á fundi með fréttamönnum í dag. Nefndin telur að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn og rétt sé að þróa samninginn um Evrópska efnahagssvæðið áfram, því hann sé sá grundvöllur sem samskipti Íslands og ESB byggir á. Í skýrslunni kemur fram, að búast megi við, að aðildarferlið gagnvart Evrópusambandinu tæki 2-3 ár hér á landi.

Tryggvi ekki matarlaus í yfirheyrslum

Mat var ekki haldið frá Tryggva Jónssyni þegar hann var yfirheyrður á skrifstofu efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra að kvöldi húsleitar hjá Baugi árið 2002. Þetta sagði Sveinn Ingiberg Magnússon lögreglufulltrúi hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra þegar settur saksóknari yfirheyrði hann í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt í þessu.

Velja besta ræðumann á Alþingi

Junior Chamber International JCI velur besta ræðumann á Alþingi á morgun þegar eldhúsdagsumræður fara fram. Félagar JCI leggja dóm á ræður þingmanna af þingpöllum. Þetta er í fjórða sinn sem valinn er besti ræðumaðurinn á Alþingi.

Lögregla kölluð til vegna nágrannaerja

Karlmaður á miðjum aldri kallaði eftir aðstöð lögreglu síðdegis í gær vegna grófra hótana sem honum höfðu borist frá íbúa í húsinu. Mennirnir áttu í illdeilum í stigaganginum vegna þrifa á sameign hússins. Íbúarnir höfðu rifist um hver ætti að ryksuga stigaganginn þessa vikuna. Lögregla ræddi við mennina og er málið talið útkljáð. Ekki er þó vitað hvort sameignin hefur verið þrifin.

Hvalfirðingar ánægðir með Eirík

Myndbandið við Eurovisionlagið „Ég les í lófa þínum“ sem Eiríkur Hauksson flytur er allt tekið upp í Hvalfjarðarsveit og nágrenni. Þessu tóku Hvalfirðingar eftir og lýsa yfir ánægju sinni á heimasíðunni hvalfjordur.is.

Lokaspretturinn við álverið í Reyðarfirði

Nítján hundruð manns taka nú lokasprettinn við byggingu álvers Alcoa í Reyðarfirði og er starfsleyfi félagsins loks í höfn, eftir óvenju langt ferli. Starfsmennirnir hafa aldrei verið fleiri og eru Pólverjar í yfirgnæfandi meirihluta, eða um 70 prósent allra starfsmanna. Íslendingar eru aðeins 16 prósent, eða innan við tvö hundruð.

Ábyrgðarlausar upplýsingar um verð veitinga

Þorgils Þorgilsson framkvæmdastjóri veitingastaðarins Carpe Diem er afar ósáttur við fréttaflutning af verðlagi á veitingum staðarins í Sjónvarpinu í gærkvöldi. Hann segir upplýsingar um verðlag á staðnum í fréttatíma RUV og í Kastljósi hafa verið rangar og ábyrgðarlausar. Þorgils segir að á einu ári hafi einungis tveir réttir hækkað í verði á staðnum.

Ísland tekur við formennsku í í norrænni fullorðinsfræðslu

Hulda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis–símenntunar, hefur verið kjörin formaður ABF i Norden, Samtaka norrænna verkalýðsfélaga á sviði fullorðins- og alþýðufræðslu. Samtökin standa að viðamikilli fullorðinsfræðslu í þágu alþýðu manna og taka þannig virkan þátt í að auka þekkingu fólks á vinnumarkaði.

Ímynd Íslands vegna hvalveiða verði rannsökuð

Utanríkisráðherra telur að rannsaka þurfi áhrif hvalveiða á ímynd Íslands erlendis eftir kosningar. Þingmaður Samfylkingarinnar fagnar slíkri könnun en vill að hún verði gerð fyrir kosningar. Valgerður Sverrisdóttir hefur sagt að kanna þurfi áhrif hvalveiða á ímynd og viðskiptahagsmuni Íslands. Mörður Árnason fagnaði þessu á þingi í gær og vildi vita hvort sú könnun yrði gerð í tíma - áður en næsta veiðitímabil hefst.

Áfram snjóflóðahætta við Bolungarvík

Áfram er talin hætta á snjóflóðum úr Traðarhyrnu, ofan við Bolungarvík, en þar fyrir neðan voru fimm hús rýmd í gærmorgun vegna snjóflóðahættu. Fyrr um morguninn höfðu flóð fallið utan byggðar og voru snjóalög ótrygg.

Sjá næstu 50 fréttir