Innlent

Ísland tekur við formennsku í í norrænni fullorðinsfræðslu

Hulda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis–símenntunar, hefur verið kjörin formaður ABF i Norden, Samtaka norrænna verkalýðsfélaga á sviði fullorðins- og alþýðufræðslu. Samtökin standa að viðamikilli fullorðinsfræðslu í þágu alþýðu manna og taka þannig virkan þátt í að auka þekkingu fólks á vinnumarkaði. Lögð er áhersla á að styrkja og þróa samfélagsleg og menningarleg gildi og efla alþýðufræðslu sem byggir á samstöðu og sameiginlegri ábyrgð til þátttöku í samfélaginu.

Aðilar að samtökunum eru fræðslusambönd í 7 löndum sem eru auk Íslands, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Álandseyjar, Færeyjar og Grænland.

Ísland hefur þá sérstöðu í þessu samstarfi að verkalýðshreyfinginn, ASÍ,  ákvað að stofna einkahlutafélag um fræðslustarfið og stofnaði í því sambandi Mími-símennutn ehf., sem hóf starfsemi sína janúar 2003.

Stjórn samtakanna stuðlar að auknu samstarfi um fullorðinsfræðslu og almenna lýðfræðslu á Norðurlöndum. Á hverju ári er haldin a.m.k. ein ráðstefna um áherslur hvers árs. Í mörgum tilfellum hefur ABF Norden tekið frumkvæði að stórum samstarfsverkefnum þar sem  sótt er um styrki frá Nordplus og öðrum sjóðum sem veita fé í norræna samvinnu.

Á sl. árum hefur áhersla verið lögð á umræðu um lýðræði. Hvernig fullorðinsfræðsla geti stuðlað að aukinni meðvitund og umræðu um lýðræðissamfélag.

Gerð hefur verið metnaðarfull áætlun fyrir starfið í formennskutíð Íslands, sem er til ársloka 2008. Sérstök áhersla verður lögð á jafnréttismál, baráttu gegn mansali, alþjóðlegt samstarf og menningarmá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×