Fleiri fréttir Rannsókn Baugsmálsins ekki frábrugðin öðrum rannsóknum Yfirheyrslur í Baugsmálinu hafa staðið yfir Arnari Jenssyni fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjóni efnahagsdeildar Ríkislögreglustjóra í morgun. Hann hafnaði því að rannsókn Baugsmálsins hefði verið ólík rannsóknum annarra mála. Tekið hafi verið jafnt tillit til bæði gagna og atriða, sem vörðuðu sekt og sýknu sakborninga. 13.3.2007 11:04 Víða hálka úti á vegum Greiðfært er um alla helstu vegi á Suður- og Suðausturland. Hálkublettir eru víða á Vesturlandi, hálka er á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er hálka og skafrenningur á fjallvegum. Á Norðurlandi vestra er hálka, hálkublettir og éljagangur. Á Norðaustur- og Austurlandi er víða hálka og hálkublettir. 12.3.2007 22:59 Bylting í gagnaflutningum Þrjú símafyrirtæki munu keppa um hylli farsímanotenda með þriðju kynslóð farsíma, en þau uppfylla öll lágmarksskilyrði Póst- og fjarskiptastofnunar um uppbyggingu kerfisins. Alger bylting verður í gagnaflutningum með tilkomu kerfisins en tilboð í uppbyggingu þess voru opnuð í morgun. 12.3.2007 19:16 Dorrit sveiflaði sér í kaðli Forsetafrúin klifraði upp kaðla með nemendum Ártúnsskóla í Reykjavík og forsetinn var spurður að því hvernig honum þætti að láta gera grín að sér í Spaugsstofunni, þegar þau voru í opinberri heimsókn í skólanum í dag. 12.3.2007 19:13 Rifist um stjórnarskrána Stjórn og stjórnarandstaða tókust á um það, á Alþingi í dag, hvort stjórnarskrárfrumvarp formanna stjórnarflokkanna tryggði eignarhald útgerðarinnar á auðlindum sjávar eða ekki. Forsætisráðherra segir frumvarpið afstýra þessu en formaður Samfylkingarinnar segir frumvarpið eins og óútfylltan tékka fyrir dómstóla landsins að skera úr um. 12.3.2007 19:07 Forsætisráðherra gagnrýnir veitingamenn Geir H. Haarde, forsætisráðherra, lýsir miklum vonbrigðum með að veitingastaðir hafi ekki lækkað verð í samræmi við lækkun virðisaukaskatts um mánaðamótin. Matvöruverslanir virðast hins vegar hafa skilað skattalækkuninni vel út í verðlagið, að mati Hagstofunnar. 12.3.2007 19:04 Nýmjólk frjósemisvænni en undanrenna Mikil neysla á fituskertum mjólkurvörum getur aukið líkur á ófrjósemi um allt að áttatíu og fimm prósent, samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn. 12.3.2007 18:45 30 þúsund fyrir kortersvinnu Er eðlilegt að borga tæpar þrjátíu þúsund krónur fyrir kortersvinnu? Ekki finnst staðarhaldara Iðnó, sem blöskrar okrið á útkalli hjá tölvufyrirtæki í höfuðborginni. 12.3.2007 18:45 Eiríkur fimmti í röðinni í Helsinki Eiríkur Hauksson, fulltrúi Íslendinga í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár, verður fimmti keppandi á svið í undankeppninni sem fram fer 10. maí í Helsinki í Finnlandi. Búlgara ríða á vaðið og á eftir þeim koma Ísraelar en þar á eftir koma svo Kýpur og Hvít-Rússland áður en Eiríkur þenur raddböndin. 12.3.2007 17:11 Lífeyrissjóðir Austurlands og Norðurlands sameinast í Stapa Stapi lífeyrissjóður er nýtt nafn sameinaðs sjóðs Lífeyrissjóðs Austurlands og Lífeyrissjóðs Norðurlands en samþykkt var að sameina sjóðina á ársfundum þeirra fyrir helgi. Sameinaður sjóður á 84 milljarða króna og í honum verða um 21 þúsund lífeyrisþegar sem þýðir að hann verður fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins. 12.3.2007 16:43 Fíkniefnahundar úr K-9 sanna gildi sitt Lögregluhundar á höfuðborgarsvæðinu sönnuðu gildi sitt um helgina en þá fundu þeir fíkniefni á þremur stöðum í Reykjavík. Á föstudag þefaði einn af hundum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu uppi talsvert af fíkniefnum við húsleit en efnið er talið vera hass. 12.3.2007 16:33 Auðlindafrumvarp lagt fram í ósætti Geir H. Haarde forsætisráðherra mælti fyrir stundu fyrir frumvarpi að nýju ákvæði um náttúruauðlindir í stjórnarskrá. Geir sagði í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag að verra væri að leggja fram frumvörp í ósætti, en hann sagði ekki fullreynt að ekki næðist sátt um málið. Aðdragandinn að frumvarpinu var mjög óvenjulegur. 12.3.2007 16:06 ESSO hækkar verð á eldsneyti Olíufélagið ESSO hefur ákveðið að hækka bensínlítrann um tvær krónur í dag og þá hækkar dísil-, gas-, flota-, flotadísil- og svartolía um eina krónu á lítra. Að því er fram kemur á heimasíðu ESSO má rekja hækkunina til hækkandi heimsmarkaðsverðs að undanförnu 12.3.2007 15:57 Landsvirkjun hagnast um rúmlega 3,5 milljarða Landsvirkjun hagnaðist um rúma 3,5 milljarðar króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi sem birtur er í dag á vef Kauphallar Íslands. Hagnaður fyrirtækisins minnkaði um nærri 2,8 milljarða á milli ára en hann nam um 6,3 milljörðum árið 2005. 12.3.2007 15:44 Þjóðhagsleg arðsemi nýs Kjalvegar sögð 5,6 milljarðar Þjóðhagsleg arðsemi nýs Kjalvegar sem félagið Norðurvegur ehf. vill leggja er um 5,6 milljarðar samkvæmt mati Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. 12.3.2007 15:35 Atvinnuleysi minnkar milli ára Atvinnuleysi í febrúar síðastliðnum reyndist 1,3 prósent og jókst um þrjú prósent milli mánaða. Þetta leiða tölur Vinnumálastofnunar í ljós. Atvinnuleysi er töluvert minna en á sama tíma fyrir ári þegar það var 1,6 prósent og hefur fækkað í hópi atvinnulausra um rúmlega 300 manns á tímabilinu. 12.3.2007 14:51 Skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa á heimili sínu ráðist að konu og slegið hana að minnsta kosti tvisvar í andlitið þannig að hún nefbrotnaði meðal annars og hlaut heilahristing. 12.3.2007 13:39 Færeyskir feðgar yfirheyrðir í Baugsmálinu Yfirheyrslum yfir feðgunum Niels H. Mortesen og Hans Mortensen, framkvæmdastjórum færseyska fyrirtækisins SMS, í Baugsmálinu lauk nú fyrir hádegi en þeir voru spurðir um samskipti SMS og Baugs í tengslum við 16. ákærulið Baugsmálsins. 12.3.2007 13:15 Rannsaka ástæðu rafmagnstruflana Enn er óljóst hver var ástæða rafmagnstruflana á Suðvesturlandi í fyrrinótt, sem olli sumstaðar tjóni. Stjórnendur orkufyrirtækja á svæðinu ætla að fara saman yfir atburðarásina. Orkuveita Reykjavíkur mun bæta það tjón, sem rakið verður til hennar vegna rafmagnstruflananna í fyrrinótt, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Ein afleiðing þessa var sú að loka þurfti fyrir heitt vatn í Árbæjarhverfi fram eftir degi í gær og dælustöð við Ánanaust varð óvirk. 12.3.2007 12:15 Verð á veitingum mikil vonbrigði Geir Haarde forsætisráðherra segir það mikil vonbrigði að verð á veitingahúsum skuli ekki hafa lækkað meira en raun ber vitni. Hagstofan hafði reiknað með lækkun hjá veitingahúsum upp á tæplega 9 prósent, en raunlækkun er einungis rúmlega þrjú prósent. Geir sagði í hádegisviðtali Stöðvar 2 að það væri algjört lágmark að veitingaþjónustan skilaði sínu í átaki um að lækka matarverð: „Mér finnst þetta ekki gott.“ 12.3.2007 12:11 3-400 störf á landsbyggðina Þrjú til fjögurhundruð störf gætu lagst landsbyggðinni til á ári að mati formanns Samfylkingarinnar ef störf óháð staðsetningu væru auglýst sem slík. 12.3.2007 12:02 Hús í Bolungarvík rýmd vegna snjóflóðahættu Fimm íbúðarhús voru rýmd í Bolungarvík í morgun vegna snjóflóðahættu. Eftir samráð snjóflóðasérfræðinga Veðurstofunnar og lögreglustjórans á Vestfjörum var tekin ákvörðun um þetta vegna óstöðugra snjóalaga og snjóflóða, sem fallið hafa á norðanverðum Vestfjörðum undanfarna daga. Þau flóð hafa öll fallið utan við byggð. Húsin sem voru rýmd i mrogun eru unmdir Traðargili, en nokkur snjór er í giljum, þótt ekki sé hægt að tala um fannfergi vestra, að sögn heimamanna. 12.3.2007 11:33 Forsetahjónin heimsóttu Ártúnsskóla Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Dorrit Moussaieff forsetafrú komu í heimsókn í Ártúnsskóla í Reykjavík í morgun. Skólinn hlaut íslensku menntaverðlaunin 2006 fyrir nýsköpun og farsælt samhengi í fræðslustarfi. 12.3.2007 11:16 Ströng stefna gagnvart innflytjendum Íslendingar hafa ströngustu innflytjendastefnu í lýðfrjálsum heimi. Þetta fullyrðir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði sem segir tómt mál að tala um að takmarka flæðið frá Evrópu til landsins á grundvelli undantekninga frá EES samningi. 11.3.2007 19:45 Ísfirðingar vilja aðgerðir í atvinnumálum Fullt var út úr dyrum á almennum borgarafundi á Ísafirði í dag þar sem þess var krafist að gripið yrði til sértækra aðgerða til að bjarga atvinnulífi á staðnum. Þingmenn og sveitarstjórnarmenn voru hvattir til að leggja flokkspólitísk ágreiningsefni til hliðar og sameinast um brýn úrlausnarefni í atvinnu- og byggðamálum. 11.3.2007 19:00 Saksóknari og Samkeppniseftirlitið gegn breytingartillögum Sjálfstæðismanna Saksóknari efnahagsbrota segir í bréfi til efnahags og viðskiptanefndar að breytingar sem sjálfstæðismenn vilja gera á nýju frumvarpi til samkeppnislaga, hefðu bein áhrif á mál olíuforstjórana sem er fyrir dómstólum. Þetta kemur fram í bréfi hans til efnahags og viðskiptanefndar, þar sem hann leggst gegn breytingunum. 11.3.2007 18:45 Vatnstjón vegna eldingar Gríðarlegt tjón varð í morgun vegna mestu flóða í íbúðarhúsnæði sem slökkviliðið í Reykjavík hefur þurft að kljást við. Orsökina virðist mega rekja til dæla á vegum borgarinnar sem urðu óvirkar þegar eldingu laust niður í raflínur í grennd við borgina. Skammhlaupið olli hitavatnsleysi í Árbæ og sló út rafmagn í álverunum í Straumsvík og á Grundartanga. 11.3.2007 18:30 Stóraðgerð lögreglu á Suðurnesjum Tugir lögreglumanna og tollvarða á Suðurnesjum tóku þátt í stórri aðgerð í gærkvöld til að stemma stigu við vaxandi umsvifum fíkniefnasala í umdæminu. Farið var í sex húsleitir, tólf voru handteknir og hald lagt á talsvert af fíkniefnum. 11.3.2007 18:30 Varaði við að byggð risi nærri álverinu Fyrrverandi forstjóri álversins í Straumsvík fór fram á það við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að ný íbúabyggð myndi ekki rísa nærri álverinu. Þetta kemur fram í fréttaskýringaþættinum Kompási í kvöld. Í bréfinu, sem skrifað var fyrir tólf árum, segir að stækkun ÍSAL þýði meiri mengun frá álbræðslunni og hættu á árekstrum. 11.3.2007 18:15 Bush fer til Kólumbíu Þúsundir lögreglumanna og hermanna fylltu götur Bogota í Kólumbíu áður en George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, kom þangað í dag. Heimsókn hans er sú síðasta í röð heimsókna til landa í Suður-Ameríku áður en hann snýr heim á leið. 11.3.2007 17:30 Nýr gervigrasvöllur formlega afhentur ÍR Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, afhenti í dag ÍR formlega til afnota nýjan gervigrasvöll, sem gerður hefur verið við félagsheimili ÍR að Skógarseli 12. Afhendingin var í tengslum við 100 ára afmæli ÍR. Gervigrasvöllurinn ásamt öryggissvæðum er nær 9 þúsund fermetrar og er hann afgirtur með fjögurra metra hárri stálgrindargirðingu. Gervigrasvöllurinn er flóðlýstur með 18 m háum ljósamöstrum, sex að tölu. 11.3.2007 16:45 Elding ástæða tugmilljóna tjóns Svo virðist sem að eldingu hafi lostið niður í loftlínur á milli Kolviðarháls og Geitháls og ollið skammhlaupi í háspennukerfi Landsnets. Atvikið virðist hafa haft áhrif á búnað hjá Reykjavíkurborg sem og álverunum á Grundartanga og í Straumsvík. Samkvæmt því sem Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, sem rekur dreifikerfi Landsvirkjunar, segir á það ekki að gerast undir eðlilegum kringumstæðum. Hvers vegna eldingin hafði þessi áhrif verður rannsakað eftir helgi. 11.3.2007 16:30 Vestfirðingar krefjast lausna Um tvö hundruð Vestfirðingar mættu á hvatningar og baráttufund í dag. Blikur eru á lofti í atvinnulífi svæðisins og var fundurinn ákall til kjörinna fulltrúa Vestfjarða á þingi og sveitarstjórnum um að þeir taki höndum saman, leggi flokkspólitísk ágreiningsefni til hliðar og sameinist í að leysa brýn verkefni í atvinnu og byggðamálum Vestfjarða. 11.3.2007 16:15 Hvetur stjórnmálaflokka til áherslu á umhverfismál Framtíðarlandið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem það hvetur alla stjórnmálaflokka á Íslandi ti þess að svara kalli almennings um auknar áherslur á náttúruvernd og umhverfismál, virða þau verðmæti sem felast í óspilltri náttúru landsins, og vaxtarhugmyndum sem byggja á hugviti, nýsköpun og útrás. 11.3.2007 16:00 Forsetahjónin heimsækja Ártúnsskóla Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú munu heimsækja Ártúnsskóla á morgun, mánudaginn 12. mars. Ártúnsskóli hlaut Íslensku menntaverðlaunin árið 2006 í flokki skóla sem sinnt hafa vel nýsköpun og farsælu samhengi í fræðslustarfi en þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem að forsetaembættið sendi frá sér í dag. 11.3.2007 15:45 Elding olli skammhlaupi Svo virðist sem að eldingu hafi lostið niður í loftlínur á milli Kolviðarháls og Geitháls og ollið skammhlaupi. Atvikið virðist hafa haft áhrif á búnað hjá Reykjavíkurborg sem og álverunum á Grundartanga og í Straumsvík. 11.3.2007 15:15 Vonast til þess að hleypa vatni á fyrir kvöldið „Við vonumst til þess að þetta verði komið í lag fyrir kvöldið.“ sagði Guðmundur Sigurjónsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar í samtali við Vísi. Loka þurfti fyrir heitt vatn í Árbæjarhverfi í morgun þar sem leki hafði komið að aðalæðinni inn í hverfið. 11.3.2007 13:15 Var ekki misnotaður Páll Pétursson formaður Lyfjaverðsnefndar þvertekur fyrir að hafa látið fyrirtækið Actavis misnota sig til að koma í veg fyrir samkeppni eins og fyrirtækið Portfarma heldur fram.Málið hefur verið kært til Samkeppniseftirlitsins en talsmenn Portfarma segja Pál hafa viðurkennt mistökin í vitna viðurvist. Páll segist ekki kunna að meta þessi sannleiksvitni frá Portfarma, en þeir fari ekki með rangt mál heldur ýki. 11.3.2007 12:13 Gríðarlegt vatnstjón í kjallara fjölbýlishúss Gríðarlegt vatnstjón varð í flóði í nótt í kjallara fjölbýlishúss við Sólvallagötu. Þetta er mesta vatnsflóð í húsi sem slökkvliðið hefur þurft að kljást við en talið var að allt að tvö þúsund tonn af vatni hafi verið í bíla- og geymslukjallara hússins. 11.3.2007 12:00 Þrír teknir eftir bikarúrslitaleik Kalla þurfti lögreglu til eftir að átök brutust út á úrslitaleik í bikarkeppninni í handbolta í dag. Stuðningsmenn liðanna tveggja, Fram og Stjörnunnar, áttu þá í handalögmálum sem bárust út á völl. Öryggisverðir á leiknum komu þá til og héldu mönnunum og hentu þeim út. Lögregla handtók mennina og fór með þá niður á stöð þar sem þeir voru teknir tali. Eftir það var þeim sleppt. 10.3.2007 20:30 Gæti breytt lífi milljóna manna Íslenska fyrirtækið Icexpress hefur þróað byltingarkennda aðferð sem gerir nánast hverjum sem er kleift að smíða fullkomna gervilimi á aðeins fáeinum klukkustundum. Össur Kristinsson, einn stofnenda fyrirtækisins, segir að með uppfinningunni verði hægt að gerbreyta lífi milljóna manna í þróunarlöndunum. 10.3.2007 19:45 Gæti haft bein áhrif á niðurstöðu dómstóla Frumvarp til breytinga á samkeppnislögum sem nú er til meðferðar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis gæti haft bein áhrif á niðurstöðu dómstóla í málinu gegn forstjórum olíufélaganna. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn eru þó ekki á eitt sáttir en frumvarpið kveður á um skýrari refsiábyrgð einstaklinga í samkeppnismálum. 10.3.2007 19:15 Formaður Lyfjaverðsnefndar sakaður um gáleysi Fyrirtækið Portfarma ásakar Pál Pétursson, formann Lyfjaverðsnefndar, um að hafa látið fyrirtækið Actavis misnota sig í janúar þegar hann krafðist þess að Actavis lækkaði verð á samheitalyfjum hér til samræmis við verð sem það byði á öðrum Norðurlöndum. Actavis, sem ræður níutíu og átta prósentum markaðarins, hafi gripið tækifærið og lækkað að stórum hluta verð á lyfjum eina samkeppnisaðilans í landinu. 10.3.2007 18:45 Tæki sem gefa börnum sjón í kössum í sjö mánuði Tæki sem Vátryggingafélag Íslands gaf Sjónstöð Íslands fyrir ári hafa legið ónotuð í kössum í að minnsta kosti sjö mánuði. Með tækjunum er hægt að búa til snertilinsur fyrir börn, sem augasteinar hafa verið fjarlægðir úr, þannig að þau geti séð án þess að þurfa á þungum og þykkum gleraugum að halda. 10.3.2007 18:30 Veður fer versnandi á landinu "Já það er versnandi veður á sunnan og vestanverðu landinu og síðar í kvöld má búast við stórhríð á heiðum á Vestfjörðum og einnig gæti orðið talsvert blint á Holtavörðuheiði og raunar víðar gangi spár eftir" segir Sigurður Þ. Ragnarsson yfirveðurfræðingur á Veðurstofu Stöðvar 2. 10.3.2007 17:45 Sjá næstu 50 fréttir
Rannsókn Baugsmálsins ekki frábrugðin öðrum rannsóknum Yfirheyrslur í Baugsmálinu hafa staðið yfir Arnari Jenssyni fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjóni efnahagsdeildar Ríkislögreglustjóra í morgun. Hann hafnaði því að rannsókn Baugsmálsins hefði verið ólík rannsóknum annarra mála. Tekið hafi verið jafnt tillit til bæði gagna og atriða, sem vörðuðu sekt og sýknu sakborninga. 13.3.2007 11:04
Víða hálka úti á vegum Greiðfært er um alla helstu vegi á Suður- og Suðausturland. Hálkublettir eru víða á Vesturlandi, hálka er á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er hálka og skafrenningur á fjallvegum. Á Norðurlandi vestra er hálka, hálkublettir og éljagangur. Á Norðaustur- og Austurlandi er víða hálka og hálkublettir. 12.3.2007 22:59
Bylting í gagnaflutningum Þrjú símafyrirtæki munu keppa um hylli farsímanotenda með þriðju kynslóð farsíma, en þau uppfylla öll lágmarksskilyrði Póst- og fjarskiptastofnunar um uppbyggingu kerfisins. Alger bylting verður í gagnaflutningum með tilkomu kerfisins en tilboð í uppbyggingu þess voru opnuð í morgun. 12.3.2007 19:16
Dorrit sveiflaði sér í kaðli Forsetafrúin klifraði upp kaðla með nemendum Ártúnsskóla í Reykjavík og forsetinn var spurður að því hvernig honum þætti að láta gera grín að sér í Spaugsstofunni, þegar þau voru í opinberri heimsókn í skólanum í dag. 12.3.2007 19:13
Rifist um stjórnarskrána Stjórn og stjórnarandstaða tókust á um það, á Alþingi í dag, hvort stjórnarskrárfrumvarp formanna stjórnarflokkanna tryggði eignarhald útgerðarinnar á auðlindum sjávar eða ekki. Forsætisráðherra segir frumvarpið afstýra þessu en formaður Samfylkingarinnar segir frumvarpið eins og óútfylltan tékka fyrir dómstóla landsins að skera úr um. 12.3.2007 19:07
Forsætisráðherra gagnrýnir veitingamenn Geir H. Haarde, forsætisráðherra, lýsir miklum vonbrigðum með að veitingastaðir hafi ekki lækkað verð í samræmi við lækkun virðisaukaskatts um mánaðamótin. Matvöruverslanir virðast hins vegar hafa skilað skattalækkuninni vel út í verðlagið, að mati Hagstofunnar. 12.3.2007 19:04
Nýmjólk frjósemisvænni en undanrenna Mikil neysla á fituskertum mjólkurvörum getur aukið líkur á ófrjósemi um allt að áttatíu og fimm prósent, samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn. 12.3.2007 18:45
30 þúsund fyrir kortersvinnu Er eðlilegt að borga tæpar þrjátíu þúsund krónur fyrir kortersvinnu? Ekki finnst staðarhaldara Iðnó, sem blöskrar okrið á útkalli hjá tölvufyrirtæki í höfuðborginni. 12.3.2007 18:45
Eiríkur fimmti í röðinni í Helsinki Eiríkur Hauksson, fulltrúi Íslendinga í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár, verður fimmti keppandi á svið í undankeppninni sem fram fer 10. maí í Helsinki í Finnlandi. Búlgara ríða á vaðið og á eftir þeim koma Ísraelar en þar á eftir koma svo Kýpur og Hvít-Rússland áður en Eiríkur þenur raddböndin. 12.3.2007 17:11
Lífeyrissjóðir Austurlands og Norðurlands sameinast í Stapa Stapi lífeyrissjóður er nýtt nafn sameinaðs sjóðs Lífeyrissjóðs Austurlands og Lífeyrissjóðs Norðurlands en samþykkt var að sameina sjóðina á ársfundum þeirra fyrir helgi. Sameinaður sjóður á 84 milljarða króna og í honum verða um 21 þúsund lífeyrisþegar sem þýðir að hann verður fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins. 12.3.2007 16:43
Fíkniefnahundar úr K-9 sanna gildi sitt Lögregluhundar á höfuðborgarsvæðinu sönnuðu gildi sitt um helgina en þá fundu þeir fíkniefni á þremur stöðum í Reykjavík. Á föstudag þefaði einn af hundum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu uppi talsvert af fíkniefnum við húsleit en efnið er talið vera hass. 12.3.2007 16:33
Auðlindafrumvarp lagt fram í ósætti Geir H. Haarde forsætisráðherra mælti fyrir stundu fyrir frumvarpi að nýju ákvæði um náttúruauðlindir í stjórnarskrá. Geir sagði í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag að verra væri að leggja fram frumvörp í ósætti, en hann sagði ekki fullreynt að ekki næðist sátt um málið. Aðdragandinn að frumvarpinu var mjög óvenjulegur. 12.3.2007 16:06
ESSO hækkar verð á eldsneyti Olíufélagið ESSO hefur ákveðið að hækka bensínlítrann um tvær krónur í dag og þá hækkar dísil-, gas-, flota-, flotadísil- og svartolía um eina krónu á lítra. Að því er fram kemur á heimasíðu ESSO má rekja hækkunina til hækkandi heimsmarkaðsverðs að undanförnu 12.3.2007 15:57
Landsvirkjun hagnast um rúmlega 3,5 milljarða Landsvirkjun hagnaðist um rúma 3,5 milljarðar króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi sem birtur er í dag á vef Kauphallar Íslands. Hagnaður fyrirtækisins minnkaði um nærri 2,8 milljarða á milli ára en hann nam um 6,3 milljörðum árið 2005. 12.3.2007 15:44
Þjóðhagsleg arðsemi nýs Kjalvegar sögð 5,6 milljarðar Þjóðhagsleg arðsemi nýs Kjalvegar sem félagið Norðurvegur ehf. vill leggja er um 5,6 milljarðar samkvæmt mati Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. 12.3.2007 15:35
Atvinnuleysi minnkar milli ára Atvinnuleysi í febrúar síðastliðnum reyndist 1,3 prósent og jókst um þrjú prósent milli mánaða. Þetta leiða tölur Vinnumálastofnunar í ljós. Atvinnuleysi er töluvert minna en á sama tíma fyrir ári þegar það var 1,6 prósent og hefur fækkað í hópi atvinnulausra um rúmlega 300 manns á tímabilinu. 12.3.2007 14:51
Skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa á heimili sínu ráðist að konu og slegið hana að minnsta kosti tvisvar í andlitið þannig að hún nefbrotnaði meðal annars og hlaut heilahristing. 12.3.2007 13:39
Færeyskir feðgar yfirheyrðir í Baugsmálinu Yfirheyrslum yfir feðgunum Niels H. Mortesen og Hans Mortensen, framkvæmdastjórum færseyska fyrirtækisins SMS, í Baugsmálinu lauk nú fyrir hádegi en þeir voru spurðir um samskipti SMS og Baugs í tengslum við 16. ákærulið Baugsmálsins. 12.3.2007 13:15
Rannsaka ástæðu rafmagnstruflana Enn er óljóst hver var ástæða rafmagnstruflana á Suðvesturlandi í fyrrinótt, sem olli sumstaðar tjóni. Stjórnendur orkufyrirtækja á svæðinu ætla að fara saman yfir atburðarásina. Orkuveita Reykjavíkur mun bæta það tjón, sem rakið verður til hennar vegna rafmagnstruflananna í fyrrinótt, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Ein afleiðing þessa var sú að loka þurfti fyrir heitt vatn í Árbæjarhverfi fram eftir degi í gær og dælustöð við Ánanaust varð óvirk. 12.3.2007 12:15
Verð á veitingum mikil vonbrigði Geir Haarde forsætisráðherra segir það mikil vonbrigði að verð á veitingahúsum skuli ekki hafa lækkað meira en raun ber vitni. Hagstofan hafði reiknað með lækkun hjá veitingahúsum upp á tæplega 9 prósent, en raunlækkun er einungis rúmlega þrjú prósent. Geir sagði í hádegisviðtali Stöðvar 2 að það væri algjört lágmark að veitingaþjónustan skilaði sínu í átaki um að lækka matarverð: „Mér finnst þetta ekki gott.“ 12.3.2007 12:11
3-400 störf á landsbyggðina Þrjú til fjögurhundruð störf gætu lagst landsbyggðinni til á ári að mati formanns Samfylkingarinnar ef störf óháð staðsetningu væru auglýst sem slík. 12.3.2007 12:02
Hús í Bolungarvík rýmd vegna snjóflóðahættu Fimm íbúðarhús voru rýmd í Bolungarvík í morgun vegna snjóflóðahættu. Eftir samráð snjóflóðasérfræðinga Veðurstofunnar og lögreglustjórans á Vestfjörum var tekin ákvörðun um þetta vegna óstöðugra snjóalaga og snjóflóða, sem fallið hafa á norðanverðum Vestfjörðum undanfarna daga. Þau flóð hafa öll fallið utan við byggð. Húsin sem voru rýmd i mrogun eru unmdir Traðargili, en nokkur snjór er í giljum, þótt ekki sé hægt að tala um fannfergi vestra, að sögn heimamanna. 12.3.2007 11:33
Forsetahjónin heimsóttu Ártúnsskóla Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Dorrit Moussaieff forsetafrú komu í heimsókn í Ártúnsskóla í Reykjavík í morgun. Skólinn hlaut íslensku menntaverðlaunin 2006 fyrir nýsköpun og farsælt samhengi í fræðslustarfi. 12.3.2007 11:16
Ströng stefna gagnvart innflytjendum Íslendingar hafa ströngustu innflytjendastefnu í lýðfrjálsum heimi. Þetta fullyrðir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði sem segir tómt mál að tala um að takmarka flæðið frá Evrópu til landsins á grundvelli undantekninga frá EES samningi. 11.3.2007 19:45
Ísfirðingar vilja aðgerðir í atvinnumálum Fullt var út úr dyrum á almennum borgarafundi á Ísafirði í dag þar sem þess var krafist að gripið yrði til sértækra aðgerða til að bjarga atvinnulífi á staðnum. Þingmenn og sveitarstjórnarmenn voru hvattir til að leggja flokkspólitísk ágreiningsefni til hliðar og sameinast um brýn úrlausnarefni í atvinnu- og byggðamálum. 11.3.2007 19:00
Saksóknari og Samkeppniseftirlitið gegn breytingartillögum Sjálfstæðismanna Saksóknari efnahagsbrota segir í bréfi til efnahags og viðskiptanefndar að breytingar sem sjálfstæðismenn vilja gera á nýju frumvarpi til samkeppnislaga, hefðu bein áhrif á mál olíuforstjórana sem er fyrir dómstólum. Þetta kemur fram í bréfi hans til efnahags og viðskiptanefndar, þar sem hann leggst gegn breytingunum. 11.3.2007 18:45
Vatnstjón vegna eldingar Gríðarlegt tjón varð í morgun vegna mestu flóða í íbúðarhúsnæði sem slökkviliðið í Reykjavík hefur þurft að kljást við. Orsökina virðist mega rekja til dæla á vegum borgarinnar sem urðu óvirkar þegar eldingu laust niður í raflínur í grennd við borgina. Skammhlaupið olli hitavatnsleysi í Árbæ og sló út rafmagn í álverunum í Straumsvík og á Grundartanga. 11.3.2007 18:30
Stóraðgerð lögreglu á Suðurnesjum Tugir lögreglumanna og tollvarða á Suðurnesjum tóku þátt í stórri aðgerð í gærkvöld til að stemma stigu við vaxandi umsvifum fíkniefnasala í umdæminu. Farið var í sex húsleitir, tólf voru handteknir og hald lagt á talsvert af fíkniefnum. 11.3.2007 18:30
Varaði við að byggð risi nærri álverinu Fyrrverandi forstjóri álversins í Straumsvík fór fram á það við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að ný íbúabyggð myndi ekki rísa nærri álverinu. Þetta kemur fram í fréttaskýringaþættinum Kompási í kvöld. Í bréfinu, sem skrifað var fyrir tólf árum, segir að stækkun ÍSAL þýði meiri mengun frá álbræðslunni og hættu á árekstrum. 11.3.2007 18:15
Bush fer til Kólumbíu Þúsundir lögreglumanna og hermanna fylltu götur Bogota í Kólumbíu áður en George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, kom þangað í dag. Heimsókn hans er sú síðasta í röð heimsókna til landa í Suður-Ameríku áður en hann snýr heim á leið. 11.3.2007 17:30
Nýr gervigrasvöllur formlega afhentur ÍR Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, afhenti í dag ÍR formlega til afnota nýjan gervigrasvöll, sem gerður hefur verið við félagsheimili ÍR að Skógarseli 12. Afhendingin var í tengslum við 100 ára afmæli ÍR. Gervigrasvöllurinn ásamt öryggissvæðum er nær 9 þúsund fermetrar og er hann afgirtur með fjögurra metra hárri stálgrindargirðingu. Gervigrasvöllurinn er flóðlýstur með 18 m háum ljósamöstrum, sex að tölu. 11.3.2007 16:45
Elding ástæða tugmilljóna tjóns Svo virðist sem að eldingu hafi lostið niður í loftlínur á milli Kolviðarháls og Geitháls og ollið skammhlaupi í háspennukerfi Landsnets. Atvikið virðist hafa haft áhrif á búnað hjá Reykjavíkurborg sem og álverunum á Grundartanga og í Straumsvík. Samkvæmt því sem Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, sem rekur dreifikerfi Landsvirkjunar, segir á það ekki að gerast undir eðlilegum kringumstæðum. Hvers vegna eldingin hafði þessi áhrif verður rannsakað eftir helgi. 11.3.2007 16:30
Vestfirðingar krefjast lausna Um tvö hundruð Vestfirðingar mættu á hvatningar og baráttufund í dag. Blikur eru á lofti í atvinnulífi svæðisins og var fundurinn ákall til kjörinna fulltrúa Vestfjarða á þingi og sveitarstjórnum um að þeir taki höndum saman, leggi flokkspólitísk ágreiningsefni til hliðar og sameinist í að leysa brýn verkefni í atvinnu og byggðamálum Vestfjarða. 11.3.2007 16:15
Hvetur stjórnmálaflokka til áherslu á umhverfismál Framtíðarlandið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem það hvetur alla stjórnmálaflokka á Íslandi ti þess að svara kalli almennings um auknar áherslur á náttúruvernd og umhverfismál, virða þau verðmæti sem felast í óspilltri náttúru landsins, og vaxtarhugmyndum sem byggja á hugviti, nýsköpun og útrás. 11.3.2007 16:00
Forsetahjónin heimsækja Ártúnsskóla Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú munu heimsækja Ártúnsskóla á morgun, mánudaginn 12. mars. Ártúnsskóli hlaut Íslensku menntaverðlaunin árið 2006 í flokki skóla sem sinnt hafa vel nýsköpun og farsælu samhengi í fræðslustarfi en þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem að forsetaembættið sendi frá sér í dag. 11.3.2007 15:45
Elding olli skammhlaupi Svo virðist sem að eldingu hafi lostið niður í loftlínur á milli Kolviðarháls og Geitháls og ollið skammhlaupi. Atvikið virðist hafa haft áhrif á búnað hjá Reykjavíkurborg sem og álverunum á Grundartanga og í Straumsvík. 11.3.2007 15:15
Vonast til þess að hleypa vatni á fyrir kvöldið „Við vonumst til þess að þetta verði komið í lag fyrir kvöldið.“ sagði Guðmundur Sigurjónsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar í samtali við Vísi. Loka þurfti fyrir heitt vatn í Árbæjarhverfi í morgun þar sem leki hafði komið að aðalæðinni inn í hverfið. 11.3.2007 13:15
Var ekki misnotaður Páll Pétursson formaður Lyfjaverðsnefndar þvertekur fyrir að hafa látið fyrirtækið Actavis misnota sig til að koma í veg fyrir samkeppni eins og fyrirtækið Portfarma heldur fram.Málið hefur verið kært til Samkeppniseftirlitsins en talsmenn Portfarma segja Pál hafa viðurkennt mistökin í vitna viðurvist. Páll segist ekki kunna að meta þessi sannleiksvitni frá Portfarma, en þeir fari ekki með rangt mál heldur ýki. 11.3.2007 12:13
Gríðarlegt vatnstjón í kjallara fjölbýlishúss Gríðarlegt vatnstjón varð í flóði í nótt í kjallara fjölbýlishúss við Sólvallagötu. Þetta er mesta vatnsflóð í húsi sem slökkvliðið hefur þurft að kljást við en talið var að allt að tvö þúsund tonn af vatni hafi verið í bíla- og geymslukjallara hússins. 11.3.2007 12:00
Þrír teknir eftir bikarúrslitaleik Kalla þurfti lögreglu til eftir að átök brutust út á úrslitaleik í bikarkeppninni í handbolta í dag. Stuðningsmenn liðanna tveggja, Fram og Stjörnunnar, áttu þá í handalögmálum sem bárust út á völl. Öryggisverðir á leiknum komu þá til og héldu mönnunum og hentu þeim út. Lögregla handtók mennina og fór með þá niður á stöð þar sem þeir voru teknir tali. Eftir það var þeim sleppt. 10.3.2007 20:30
Gæti breytt lífi milljóna manna Íslenska fyrirtækið Icexpress hefur þróað byltingarkennda aðferð sem gerir nánast hverjum sem er kleift að smíða fullkomna gervilimi á aðeins fáeinum klukkustundum. Össur Kristinsson, einn stofnenda fyrirtækisins, segir að með uppfinningunni verði hægt að gerbreyta lífi milljóna manna í þróunarlöndunum. 10.3.2007 19:45
Gæti haft bein áhrif á niðurstöðu dómstóla Frumvarp til breytinga á samkeppnislögum sem nú er til meðferðar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis gæti haft bein áhrif á niðurstöðu dómstóla í málinu gegn forstjórum olíufélaganna. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn eru þó ekki á eitt sáttir en frumvarpið kveður á um skýrari refsiábyrgð einstaklinga í samkeppnismálum. 10.3.2007 19:15
Formaður Lyfjaverðsnefndar sakaður um gáleysi Fyrirtækið Portfarma ásakar Pál Pétursson, formann Lyfjaverðsnefndar, um að hafa látið fyrirtækið Actavis misnota sig í janúar þegar hann krafðist þess að Actavis lækkaði verð á samheitalyfjum hér til samræmis við verð sem það byði á öðrum Norðurlöndum. Actavis, sem ræður níutíu og átta prósentum markaðarins, hafi gripið tækifærið og lækkað að stórum hluta verð á lyfjum eina samkeppnisaðilans í landinu. 10.3.2007 18:45
Tæki sem gefa börnum sjón í kössum í sjö mánuði Tæki sem Vátryggingafélag Íslands gaf Sjónstöð Íslands fyrir ári hafa legið ónotuð í kössum í að minnsta kosti sjö mánuði. Með tækjunum er hægt að búa til snertilinsur fyrir börn, sem augasteinar hafa verið fjarlægðir úr, þannig að þau geti séð án þess að þurfa á þungum og þykkum gleraugum að halda. 10.3.2007 18:30
Veður fer versnandi á landinu "Já það er versnandi veður á sunnan og vestanverðu landinu og síðar í kvöld má búast við stórhríð á heiðum á Vestfjörðum og einnig gæti orðið talsvert blint á Holtavörðuheiði og raunar víðar gangi spár eftir" segir Sigurður Þ. Ragnarsson yfirveðurfræðingur á Veðurstofu Stöðvar 2. 10.3.2007 17:45