Innlent

Ólík sjónarmið um Evrópusambandsaðild innan Sjálfstæðisflokksins

Ef í hart færi yrði klofningur innan Sjálfstæðisflokksins um mögulega Evrópusambandsaðild, eins og innan allra annarra flokka. Þetta segir Björn Bjarnason, formaður Evrópunefndar, sem skilaði niðurstöðum úr þriggja ára starfi í dag.

Meirihluti nefndarinnar telur aðildarviðræður ekki koma til greina að svo stöddu. Björn segir að lengi hafi verið einstaklingar innan Sjálfstæðisflokksins sem vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×