Innlent

Hvalfirðingar ánægðir með Eirík

Eiríkur Haukson og félagar kusu að taka myndbandið upp í Hvalfirði.
Eiríkur Haukson og félagar kusu að taka myndbandið upp í Hvalfirði. MYND/Vilhelm

Myndbandið við Eurovisionlagið „Ég les í lófa þínum" sem Eiríkur Hauksson flytur er allt tekið upp í Hvalfjarðarsveit og nágrenni. Þessu tóku Hvalfirðingar eftir og lýsa yfir ánægju sinni á heimasíðunni hvalfjordur.is.

Á heimasíðu Hvalfjarðasveitar hvalfjordur.is segir: „Við megum vera stolt og ánægð með það, að fá ókeypis auglýsingu á okkar fallegu náttúru og umhverfi til sýnis um alla Evrópu á næstu vikum,"

„Þetta sýnir að Eiríkur og hans fólk hefur góðan smekk, allavega þegar kemur að vali á myndefni. Við óskum honum auðvitað góðs gengis og vitum að Hvalfjarðarsveit á eftir að hjálpa til."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×