Innlent

Leigubílar fá að nýta biðstöð strætó við Lækjatorg

MYND/Stefán

Leigubílum er nú heimilt að nýta sér biðstöð almenningsvagna við Lækjatorg frá klukkan eitt á nóttinni til klukkan sex. Með þessu á að reyna að bæta ástand í miðborginni að næturlagi.

Strætó bs. gerir ekki athugasemdir að stæðið sé notað á meðan almenningsvagnar ganga ekki. Stæðið verður ekki sérmerkt neinni leigubílastöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×