Innlent

Aukið koffín í drykkjum Íslendinga

MYND/Hörður

Koffínmagn í drykkjum á íslenskum markaði hefur aukist samkvæmt nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar. Mældir voru hátt í tuttugu drykkir í lok ársins 2005 og kom þá í ljós að þrír orkudrykkir innihéldu koffín yfir leyfilegum mörkum.

Leyfileg mörk koffíns í drykkjum eru 150mg/l. Mældir voru sjö orkudrykkir, tíu gosdrykkir, tveir kakódrykkir og einn jurtadrykkur. Mælingarnar voru gerðar á sama hátt og í koffínmælingum árið 1999. Þegar bornar eru saman mælingar á sömu drykkjum kemur í ljós að koffínmagn flestra þeirra hefur aukist verulega.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×