Innlent

Keyrt yfir Arnarhól

Grasflötin á Arnarhóli í Reykjavík er töluvert eyðilögð vegna djúpra hjólfara sem ná þvert yfir hana. Svo virðist sem ökumaður hafi ætlað að stytta sér leið yfir hólinn og keyrt hann allan þveran og endilangan. Af hjólförunum að dæma hefur bílstjórinn keyrt upp brekkuna við Þjóðmenningarhúsið og svo í vesturátt yfir hólinn. Hann hefur keyrt alla leið niður en ekki komist lengra vegna girðingar sem þar er fyrir. Þá hefur bílnum verið snúið við og ökumaður keyrt aftur upp í sömu hjólförunum. Ekki er ljóst hver var að verki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×