Innlent

Voganíðingur grunaður um að hafa brotið gegn tíu stúlkum

Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. mars.
Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. mars. MYND/Stefán

Lögreglan rannsakar hvort að tæplega þrítugur maður, sem grunaður er um að hafa kynferðislega áreitt og brotið gegn sjö ungum stúlkum, hafi brotið gegn þremur stúlkum til viðbótar. Maðurinn hefur setið í gæsluvarhaldi frá miðjum janúar vegna gruns um að hafa brotið gegn stúlkunum sjö en fréttastofa Sjónvarpsins greindi frá því í kvöld að lögreglunni hafi borist þrjár kærur til viðbótar.

Stúlkurnar eru allar á aldrinum fimm til tólf ára en brotin áttu sér stað í Vogahverfinu. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×