Innlent

Surtseyjarsýning undirbúin

Surtsey
Surtsey MYND/Sigurður

Hafin er undirbúningur sérstakrar Surtseyjarsýningar í Þjóðmenningarhúsinu og opnun gestastofu í Vestmannaeyjum þar sem veittar verða upplýsingar um sögu og þróun eyjunnar. Sýningin er í tilefni af tilnefningu Surtseyjar á Heimsminjaskrá UNESCO en gert er ráð fyrir að sýningin í Þjóðmenningarhúsinu opni í maí.

Greint er frá þessu á vef umhverfisráðuneytisins og að talið sé líklegt að Surtsey verði endanlega samþykkt á Heimsminjaskrá UNESCO í júní á næsta ári.

Heildarkostnaður við sýninguna í Þjóðmenningarhúsi er áætlaður um 28 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×