Hart deilt á Vinstri græna á Alþingi 13. mars 2007 19:15 Þingmenn stjórnarflokkanna sóttu að Vinstri grænum á Alþingi í morgun og sökuðu þá um tvískinnung í umhverfismálum. Varaformaður Framsóknarflokksins sagði að kæmust Vinstri grænir til valda kallaði það á stöðnun á öllum sviðum sem tæki Ísland tuttugu ár aftur í tímann. Margt bendir til að stjórnarflokkarnir ætli sér að herða róðurinn í málflutningi sínum gegn Vinstri grænum, eftir að vinstri grænir koma ítrekað vel út úr skoðanakönnunum. Guðjón Ólafur Jónsson þingmaður Framsóknarflokksins fór í ræðustól um dagskrá þingsins í morgun og vildi að formaður vinstri grænna skýrði meint sinnaskipti hans varðandi virkjanir í neðri Þjóðrsá, sem hann sagði Steingrím hafa stutt 2005 en hafnað í febrúar síðast liðnum. En þetta var í þriðja sinn sem Guðjón tekur þetta mál upp á þingi á stuttum tíma. "Og háttvirtur þingmaður hefur ekki vikið einu einasta orði að þessu eða reynt að skýra út þessar breyttu skoðanir sínar á virkjunum í neðri hluta Þjórsár," sagði Guðjón Ólafur. Steingrímur sagðist ítrekað reynt að rökræða þetta við þingmanninn en hann virtist rökheldur. "Afstaða mín og míns flokks er skýr í þessu máli. Við viljum stöðva allar frekari stóriðjuframkvæmdir og stórvirkjanir sem þeim tengjast," sagði Steingrímur J. Sigfússon. Guðlaugur Þór Þórðarson sagði Steingrím ganga hart á eftir svörum frá ráðherrum í þinginu. "En þið sjáið hér hverning hann bregst við sambærilegum hlutum, þegar menn eru eðli málsins samkvæmt að spyrja um sinnaskipti háttvirts þingmanns í þessu máli," sagði Guðlaugur Þór Þóraðrson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. "Og nú hefur það komið í ljós að Steingrímur Sigfússon sem studdi eitt mál fyrir tveimur árum, að virkja neðri hluta Þjórsár, að hann er orðinn á móti því líka," sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Steingrímur sagðist ekki geta gert Framsóknarmönnum þann greiða sem hann vissi að þeir myndu helst vilja af honum að þiggja, að hætta að vera til. "Ég veit það og ég finn það að tilvera mín og tilvist í íslenskum stjórnmálum veldur miklu hugarangri í Framsóknarflokknum," sagði formaður Vinstri grænna. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Þingmenn stjórnarflokkanna sóttu að Vinstri grænum á Alþingi í morgun og sökuðu þá um tvískinnung í umhverfismálum. Varaformaður Framsóknarflokksins sagði að kæmust Vinstri grænir til valda kallaði það á stöðnun á öllum sviðum sem tæki Ísland tuttugu ár aftur í tímann. Margt bendir til að stjórnarflokkarnir ætli sér að herða róðurinn í málflutningi sínum gegn Vinstri grænum, eftir að vinstri grænir koma ítrekað vel út úr skoðanakönnunum. Guðjón Ólafur Jónsson þingmaður Framsóknarflokksins fór í ræðustól um dagskrá þingsins í morgun og vildi að formaður vinstri grænna skýrði meint sinnaskipti hans varðandi virkjanir í neðri Þjóðrsá, sem hann sagði Steingrím hafa stutt 2005 en hafnað í febrúar síðast liðnum. En þetta var í þriðja sinn sem Guðjón tekur þetta mál upp á þingi á stuttum tíma. "Og háttvirtur þingmaður hefur ekki vikið einu einasta orði að þessu eða reynt að skýra út þessar breyttu skoðanir sínar á virkjunum í neðri hluta Þjórsár," sagði Guðjón Ólafur. Steingrímur sagðist ítrekað reynt að rökræða þetta við þingmanninn en hann virtist rökheldur. "Afstaða mín og míns flokks er skýr í þessu máli. Við viljum stöðva allar frekari stóriðjuframkvæmdir og stórvirkjanir sem þeim tengjast," sagði Steingrímur J. Sigfússon. Guðlaugur Þór Þórðarson sagði Steingrím ganga hart á eftir svörum frá ráðherrum í þinginu. "En þið sjáið hér hverning hann bregst við sambærilegum hlutum, þegar menn eru eðli málsins samkvæmt að spyrja um sinnaskipti háttvirts þingmanns í þessu máli," sagði Guðlaugur Þór Þóraðrson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. "Og nú hefur það komið í ljós að Steingrímur Sigfússon sem studdi eitt mál fyrir tveimur árum, að virkja neðri hluta Þjórsár, að hann er orðinn á móti því líka," sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Steingrímur sagðist ekki geta gert Framsóknarmönnum þann greiða sem hann vissi að þeir myndu helst vilja af honum að þiggja, að hætta að vera til. "Ég veit það og ég finn það að tilvera mín og tilvist í íslenskum stjórnmálum veldur miklu hugarangri í Framsóknarflokknum," sagði formaður Vinstri grænna.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira