Hart deilt á Vinstri græna á Alþingi 13. mars 2007 19:15 Þingmenn stjórnarflokkanna sóttu að Vinstri grænum á Alþingi í morgun og sökuðu þá um tvískinnung í umhverfismálum. Varaformaður Framsóknarflokksins sagði að kæmust Vinstri grænir til valda kallaði það á stöðnun á öllum sviðum sem tæki Ísland tuttugu ár aftur í tímann. Margt bendir til að stjórnarflokkarnir ætli sér að herða róðurinn í málflutningi sínum gegn Vinstri grænum, eftir að vinstri grænir koma ítrekað vel út úr skoðanakönnunum. Guðjón Ólafur Jónsson þingmaður Framsóknarflokksins fór í ræðustól um dagskrá þingsins í morgun og vildi að formaður vinstri grænna skýrði meint sinnaskipti hans varðandi virkjanir í neðri Þjóðrsá, sem hann sagði Steingrím hafa stutt 2005 en hafnað í febrúar síðast liðnum. En þetta var í þriðja sinn sem Guðjón tekur þetta mál upp á þingi á stuttum tíma. "Og háttvirtur þingmaður hefur ekki vikið einu einasta orði að þessu eða reynt að skýra út þessar breyttu skoðanir sínar á virkjunum í neðri hluta Þjórsár," sagði Guðjón Ólafur. Steingrímur sagðist ítrekað reynt að rökræða þetta við þingmanninn en hann virtist rökheldur. "Afstaða mín og míns flokks er skýr í þessu máli. Við viljum stöðva allar frekari stóriðjuframkvæmdir og stórvirkjanir sem þeim tengjast," sagði Steingrímur J. Sigfússon. Guðlaugur Þór Þórðarson sagði Steingrím ganga hart á eftir svörum frá ráðherrum í þinginu. "En þið sjáið hér hverning hann bregst við sambærilegum hlutum, þegar menn eru eðli málsins samkvæmt að spyrja um sinnaskipti háttvirts þingmanns í þessu máli," sagði Guðlaugur Þór Þóraðrson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. "Og nú hefur það komið í ljós að Steingrímur Sigfússon sem studdi eitt mál fyrir tveimur árum, að virkja neðri hluta Þjórsár, að hann er orðinn á móti því líka," sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Steingrímur sagðist ekki geta gert Framsóknarmönnum þann greiða sem hann vissi að þeir myndu helst vilja af honum að þiggja, að hætta að vera til. "Ég veit það og ég finn það að tilvera mín og tilvist í íslenskum stjórnmálum veldur miklu hugarangri í Framsóknarflokknum," sagði formaður Vinstri grænna. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Þingmenn stjórnarflokkanna sóttu að Vinstri grænum á Alþingi í morgun og sökuðu þá um tvískinnung í umhverfismálum. Varaformaður Framsóknarflokksins sagði að kæmust Vinstri grænir til valda kallaði það á stöðnun á öllum sviðum sem tæki Ísland tuttugu ár aftur í tímann. Margt bendir til að stjórnarflokkarnir ætli sér að herða róðurinn í málflutningi sínum gegn Vinstri grænum, eftir að vinstri grænir koma ítrekað vel út úr skoðanakönnunum. Guðjón Ólafur Jónsson þingmaður Framsóknarflokksins fór í ræðustól um dagskrá þingsins í morgun og vildi að formaður vinstri grænna skýrði meint sinnaskipti hans varðandi virkjanir í neðri Þjóðrsá, sem hann sagði Steingrím hafa stutt 2005 en hafnað í febrúar síðast liðnum. En þetta var í þriðja sinn sem Guðjón tekur þetta mál upp á þingi á stuttum tíma. "Og háttvirtur þingmaður hefur ekki vikið einu einasta orði að þessu eða reynt að skýra út þessar breyttu skoðanir sínar á virkjunum í neðri hluta Þjórsár," sagði Guðjón Ólafur. Steingrímur sagðist ítrekað reynt að rökræða þetta við þingmanninn en hann virtist rökheldur. "Afstaða mín og míns flokks er skýr í þessu máli. Við viljum stöðva allar frekari stóriðjuframkvæmdir og stórvirkjanir sem þeim tengjast," sagði Steingrímur J. Sigfússon. Guðlaugur Þór Þórðarson sagði Steingrím ganga hart á eftir svörum frá ráðherrum í þinginu. "En þið sjáið hér hverning hann bregst við sambærilegum hlutum, þegar menn eru eðli málsins samkvæmt að spyrja um sinnaskipti háttvirts þingmanns í þessu máli," sagði Guðlaugur Þór Þóraðrson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. "Og nú hefur það komið í ljós að Steingrímur Sigfússon sem studdi eitt mál fyrir tveimur árum, að virkja neðri hluta Þjórsár, að hann er orðinn á móti því líka," sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Steingrímur sagðist ekki geta gert Framsóknarmönnum þann greiða sem hann vissi að þeir myndu helst vilja af honum að þiggja, að hætta að vera til. "Ég veit það og ég finn það að tilvera mín og tilvist í íslenskum stjórnmálum veldur miklu hugarangri í Framsóknarflokknum," sagði formaður Vinstri grænna.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira