Innlent

Áfram snjóflóðahætta við Bolungarvík

Áfram er talin hætta á snjóflóðum úr Traðarhyrnu, ofan við Bolungarvík, en þar fyrir neðan voru fimm hús rýmd í gærmorgun vegna snjóflóðahættu. Fyrr um morguninn höfðu flóð fallið utan byggðar og voru snjóalög ótrygg. Íbúar húsanna gistu hjá vinum og ættingjum í nótt. Snjóflóðaeftirlitsmenn hafa kannað aðstæður í morgun og að höfðu samráði við sérfræðinga Veðrustofunnar hefur verið ákveðið að framlengja hættuástandi á svæðinu. Íbúarnir geta því ekki snúið til síns heima. Veðurspá er óhagstæð með tilliti til snjóflóða. Ekki er vitað til að snjóflóð hafi fallið á vegi á norðanverðum Vestfjörðum í nótt, en minniháttar flóð hafa sumstaðar skriðið niður hlíðar í nótt, fjarri mannabyggðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×