Fleiri fréttir

Hart deilt á Vinstri græna á Alþingi

Þingmenn stjórnarflokkanna sóttu að Vinstri grænum á Alþingi í morgun og sökuðu þá um tvískinnung í umhverfismálum. Varaformaður Framsóknarflokksins sagði að kæmust Vinstri grænir til valda kallaði það á stöðnun á öllum sviðum sem tæki Ísland tuttugu ár aftur í tímann.

Útlendingum sem taka húsnæðislán fjölgar

Á þriðja hundrað útlendinga tóku húsnæðislán hjá Íbúðalánasjóði í fyrra. Þetta eru tæplega helmingi fleiri útlendingar en árið 2005. Íbúðalánasjóður reiknar með að þeim fjölgi enn meira á næstu árum.

EES-samningurinn staðist tímans tönn

Þverpólitísk Evrópunefnd forsætisráðherra telur að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn en æskilegt sé þó að samskipti Íslands og Evrópusambandsins verði aukin á ýmsum sviðum. Meirihluti nefndarinnar telur þó ekki tímabært að ganga í Evrópusambandið og skila Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir sameiginlegu áliti um það.

Sækja póstinn í lögreglufylgd

Fjórar fjölskyldur í Dísar- og Traðarlandi í Bolungarvík mega enn ekki snúa heim vegna yfirvofandi snjóflóðahættu. Húsin voru rýmd fyrir hádegi í gær og íbúarnir þurfa að sækja póstinn í lögreglufylgd.

Hugbúnaðarsérfræðingar dýrir

Hugbúnaðarsérfræðingar eru dýrir og vandfengnir, segir framkvæmdastjóri hjá Nýherja. Þannig skýrir hann þrjátíuþúsund króna reikningi sem staðarhaldari í Iðnó fékk fyrir smá viðvik sérfræðings.

Vestfirðingar misstu af uppsveiflunni

Vestfirðingar hafa misst af uppganginum í tengslum við stóriðju og misst frá sér aflaheimildir á undanförnum árum og það hefur sitt að segja um bágt atvinnuástand að mati forsætisráðherra. Hann telur ekki koma til greina að veita fyrirtækjum á jaðarsvæðum skattaívilnanir til að hvetja til atvinnustarfsemi á landsbyggðinni.

Svifryk hættulegra en brennisteinsdíoxíð

Barn sem sefur úti í vagni í Vallarhverfinu nærri álverinu í Straumsvík er ekki líklegra til að verða fyrir heilsutjóni en barn sem sefur úti í Hlíðunum nærri Miklubrautinni. Efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir svifryk, meðal annars frá umferð, langtum meira heilsuspillandi en brennisteinsdíoxíð frá álveri.

Vitnaleiðslur í Baugsmálinu riðlast

Skýrslutökur af vitnum í Baugsmálinu hafa riðlast töluvert eftir daginn í dag og þurftu bæði Jónína Benediktsdóttir og Jón B. Snorrason, fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, frá að hverfa þar sem vitnaleiðslur yfir tveimur lögreglumönnum tóku mun lengri tíma en áætlað var. Báðir höfnuðu lögreglumennirnir því að rannsókn Baugsmálsins hefði verið frábrugðin öðrum málum og sögðu.

Tíu mánaða fangelsi fyrir umferðarlagabrot

Kalmaður á þrítugsaldri var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir ítrekuð umferðarlagabrot. Maðurinn hefur margoft verið sviptur ökuréttindum og var ökuréttindalaus og í sumum tilfellum undir áhrifum áfengis, þegar umrædd brot áttu sér stað á síðasta ári. Hann hefur áður hlotið níu dóma fyrir ýmis brot gegn umferðarlögum.

Nefnd mælir með þróun EES samningsins

Nefnd um Evrópumál kynnti niðurstöður skýrslu á fundi með fréttamönnum í dag. Nefndin telur að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn og rétt sé að þróa samninginn um Evrópska efnahagssvæðið áfram, því hann sé sá grundvöllur sem samskipti Íslands og ESB byggir á. Í skýrslunni kemur fram, að búast megi við, að aðildarferlið gagnvart Evrópusambandinu tæki 2-3 ár hér á landi.

Tryggvi ekki matarlaus í yfirheyrslum

Mat var ekki haldið frá Tryggva Jónssyni þegar hann var yfirheyrður á skrifstofu efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra að kvöldi húsleitar hjá Baugi árið 2002. Þetta sagði Sveinn Ingiberg Magnússon lögreglufulltrúi hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra þegar settur saksóknari yfirheyrði hann í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt í þessu.

Velja besta ræðumann á Alþingi

Junior Chamber International JCI velur besta ræðumann á Alþingi á morgun þegar eldhúsdagsumræður fara fram. Félagar JCI leggja dóm á ræður þingmanna af þingpöllum. Þetta er í fjórða sinn sem valinn er besti ræðumaðurinn á Alþingi.

Lögregla kölluð til vegna nágrannaerja

Karlmaður á miðjum aldri kallaði eftir aðstöð lögreglu síðdegis í gær vegna grófra hótana sem honum höfðu borist frá íbúa í húsinu. Mennirnir áttu í illdeilum í stigaganginum vegna þrifa á sameign hússins. Íbúarnir höfðu rifist um hver ætti að ryksuga stigaganginn þessa vikuna. Lögregla ræddi við mennina og er málið talið útkljáð. Ekki er þó vitað hvort sameignin hefur verið þrifin.

Hvalfirðingar ánægðir með Eirík

Myndbandið við Eurovisionlagið „Ég les í lófa þínum“ sem Eiríkur Hauksson flytur er allt tekið upp í Hvalfjarðarsveit og nágrenni. Þessu tóku Hvalfirðingar eftir og lýsa yfir ánægju sinni á heimasíðunni hvalfjordur.is.

Lokaspretturinn við álverið í Reyðarfirði

Nítján hundruð manns taka nú lokasprettinn við byggingu álvers Alcoa í Reyðarfirði og er starfsleyfi félagsins loks í höfn, eftir óvenju langt ferli. Starfsmennirnir hafa aldrei verið fleiri og eru Pólverjar í yfirgnæfandi meirihluta, eða um 70 prósent allra starfsmanna. Íslendingar eru aðeins 16 prósent, eða innan við tvö hundruð.

Ábyrgðarlausar upplýsingar um verð veitinga

Þorgils Þorgilsson framkvæmdastjóri veitingastaðarins Carpe Diem er afar ósáttur við fréttaflutning af verðlagi á veitingum staðarins í Sjónvarpinu í gærkvöldi. Hann segir upplýsingar um verðlag á staðnum í fréttatíma RUV og í Kastljósi hafa verið rangar og ábyrgðarlausar. Þorgils segir að á einu ári hafi einungis tveir réttir hækkað í verði á staðnum.

Ísland tekur við formennsku í í norrænni fullorðinsfræðslu

Hulda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis–símenntunar, hefur verið kjörin formaður ABF i Norden, Samtaka norrænna verkalýðsfélaga á sviði fullorðins- og alþýðufræðslu. Samtökin standa að viðamikilli fullorðinsfræðslu í þágu alþýðu manna og taka þannig virkan þátt í að auka þekkingu fólks á vinnumarkaði.

Ímynd Íslands vegna hvalveiða verði rannsökuð

Utanríkisráðherra telur að rannsaka þurfi áhrif hvalveiða á ímynd Íslands erlendis eftir kosningar. Þingmaður Samfylkingarinnar fagnar slíkri könnun en vill að hún verði gerð fyrir kosningar. Valgerður Sverrisdóttir hefur sagt að kanna þurfi áhrif hvalveiða á ímynd og viðskiptahagsmuni Íslands. Mörður Árnason fagnaði þessu á þingi í gær og vildi vita hvort sú könnun yrði gerð í tíma - áður en næsta veiðitímabil hefst.

Áfram snjóflóðahætta við Bolungarvík

Áfram er talin hætta á snjóflóðum úr Traðarhyrnu, ofan við Bolungarvík, en þar fyrir neðan voru fimm hús rýmd í gærmorgun vegna snjóflóðahættu. Fyrr um morguninn höfðu flóð fallið utan byggðar og voru snjóalög ótrygg.

Lagði fram gögn af bloggsíðu Jónínu Benediktsdóttur

Nú er ljóst að fjórir lögreglumenn sem unnu að rannsókn Baugsmálsins koma í vitnastúku í málinu í dag en upphaflegar áætlanir gerður ráð fyrir ellefu vitnum. Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar lagði í morgun fram gögn af bloggsíðu Jónínu Benediktsdóttur, sem átti að koma fyrir dóminn í dag. Vitnisburður hennar frestast þar til á morgun.

Siv skipar nefnd um heildarendurskoðun laga um málefni aldraðra

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur skipað nefnd til að annast heildarendurskoðun á lögum um málefni aldraðra.. Skipun nefndarinnar er í samræmi við stefnumótun ráðherra um uppbyggingu öldrunarþjónustunnarog í samræmi við ábendingar hagsmunaaðila, svo sem Landssambands eldri borgara um að eðlilegt sé að fram fari heildarendurskoðun á lögunum, að því er segir í fréttatilkynningu frá ráðherra.

NÍ kæra framkvæmdaleyfi

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa kært veitingu framkvæmdaleyfis fyrir lagningu vatnslagnar um Heiðmörk. Þá fara samtökin fram á það að úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála ógildi veitingu framkvæmdaleyfis og að nenfdin láti stöðva allar frekar framkvæmdir þar til endanlegur úrskurður hefur verið kveðinn upp.

Yfirheyrslum yfir Jónínu frestað

Jónína Benediktsdóttir mætti til yfirheyrslu í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir hádegið. Hún þurfti frá að hverfa vegna þess að yfirheyrslur yfir Arnari Jenssyni, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjóni efnahagsdeildar Ríkislögreglustjóra, drógust á langinn. Von er á fleiri lögreglumönnum í vitnastúku í dag, en yfirheyrslum yfir Jónínu var frestað til föstudags.

Ríkisstjórnin skipar Vestfjarðanefnd

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að skipa nefnd til að vinna með Ísfirðingum að hugmyndum þeirra til minnka samdrátt í atvinnumálum vestra. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir vanda Vestfirðinga m.a. felast í því að Vestfirðingar hafi misst af uppganginum sem tengist stóriðjunni og að aflaheimildir hafi horfið frá svæðinu.

Rannsókn Baugsmálsins ekki frábrugðin öðrum rannsóknum

Yfirheyrslur í Baugsmálinu hafa staðið yfir Arnari Jenssyni fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjóni efnahagsdeildar Ríkislögreglustjóra í morgun. Hann hafnaði því að rannsókn Baugsmálsins hefði verið ólík rannsóknum annarra mála. Tekið hafi verið jafnt tillit til bæði gagna og atriða, sem vörðuðu sekt og sýknu sakborninga.

Víða hálka úti á vegum

Greiðfært er um alla helstu vegi á Suður- og Suðausturland. Hálkublettir eru víða á Vesturlandi, hálka er á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er hálka og skafrenningur á fjallvegum. Á Norðurlandi vestra er hálka, hálkublettir og éljagangur. Á Norðaustur- og Austurlandi er víða hálka og hálkublettir.

Bylting í gagnaflutningum

Þrjú símafyrirtæki munu keppa um hylli farsímanotenda með þriðju kynslóð farsíma, en þau uppfylla öll lágmarksskilyrði Póst- og fjarskiptastofnunar um uppbyggingu kerfisins. Alger bylting verður í gagnaflutningum með tilkomu kerfisins en tilboð í uppbyggingu þess voru opnuð í morgun.

Dorrit sveiflaði sér í kaðli

Forsetafrúin klifraði upp kaðla með nemendum Ártúnsskóla í Reykjavík og forsetinn var spurður að því hvernig honum þætti að láta gera grín að sér í Spaugsstofunni, þegar þau voru í opinberri heimsókn í skólanum í dag.

Rifist um stjórnarskrána

Stjórn og stjórnarandstaða tókust á um það, á Alþingi í dag, hvort stjórnarskrárfrumvarp formanna stjórnarflokkanna tryggði eignarhald útgerðarinnar á auðlindum sjávar eða ekki. Forsætisráðherra segir frumvarpið afstýra þessu en formaður Samfylkingarinnar segir frumvarpið eins og óútfylltan tékka fyrir dómstóla landsins að skera úr um.

Forsætisráðherra gagnrýnir veitingamenn

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, lýsir miklum vonbrigðum með að veitingastaðir hafi ekki lækkað verð í samræmi við lækkun virðisaukaskatts um mánaðamótin. Matvöruverslanir virðast hins vegar hafa skilað skattalækkuninni vel út í verðlagið, að mati Hagstofunnar.

Nýmjólk frjósemisvænni en undanrenna

Mikil neysla á fituskertum mjólkurvörum getur aukið líkur á ófrjósemi um allt að áttatíu og fimm prósent, samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn.

30 þúsund fyrir kortersvinnu

Er eðlilegt að borga tæpar þrjátíu þúsund krónur fyrir kortersvinnu? Ekki finnst staðarhaldara Iðnó, sem blöskrar okrið á útkalli hjá tölvufyrirtæki í höfuðborginni.

Eiríkur fimmti í röðinni í Helsinki

Eiríkur Hauksson, fulltrúi Íslendinga í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár, verður fimmti keppandi á svið í undankeppninni sem fram fer 10. maí í Helsinki í Finnlandi. Búlgara ríða á vaðið og á eftir þeim koma Ísraelar en þar á eftir koma svo Kýpur og Hvít-Rússland áður en Eiríkur þenur raddböndin.

Lífeyrissjóðir Austurlands og Norðurlands sameinast í Stapa

Stapi lífeyrissjóður er nýtt nafn sameinaðs sjóðs Lífeyrissjóðs Austurlands og Lífeyrissjóðs Norðurlands en samþykkt var að sameina sjóðina á ársfundum þeirra fyrir helgi. Sameinaður sjóður á 84 milljarða króna og í honum verða um 21 þúsund lífeyrisþegar sem þýðir að hann verður fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins.

Fíkniefnahundar úr K-9 sanna gildi sitt

Lögregluhundar á höfuðborgarsvæðinu sönnuðu gildi sitt um helgina en þá fundu þeir fíkniefni á þremur stöðum í Reykjavík. Á föstudag þefaði einn af hundum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu uppi talsvert af fíkniefnum við húsleit en efnið er talið vera hass.

Auðlindafrumvarp lagt fram í ósætti

Geir H. Haarde forsætisráðherra mælti fyrir stundu fyrir frumvarpi að nýju ákvæði um náttúruauðlindir í stjórnarskrá. Geir sagði í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag að verra væri að leggja fram frumvörp í ósætti, en hann sagði ekki fullreynt að ekki næðist sátt um málið. Aðdragandinn að frumvarpinu var mjög óvenjulegur.

ESSO hækkar verð á eldsneyti

Olíufélagið ESSO hefur ákveðið að hækka bensínlítrann um tvær krónur í dag og þá hækkar dísil-, gas-, flota-, flotadísil- og svartolía um eina krónu á lítra. Að því er fram kemur á heimasíðu ESSO má rekja hækkunina til hækkandi heimsmarkaðsverðs að undanförnu

Landsvirkjun hagnast um rúmlega 3,5 milljarða

Landsvirkjun hagnaðist um rúma 3,5 milljarðar króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi sem birtur er í dag á vef Kauphallar Íslands. Hagnaður fyrirtækisins minnkaði um nærri 2,8 milljarða á milli ára en hann nam um 6,3 milljörðum árið 2005.

Atvinnuleysi minnkar milli ára

Atvinnuleysi í febrúar síðastliðnum reyndist 1,3 prósent og jókst um þrjú prósent milli mánaða. Þetta leiða tölur Vinnumálastofnunar í ljós. Atvinnuleysi er töluvert minna en á sama tíma fyrir ári þegar það var 1,6 prósent og hefur fækkað í hópi atvinnulausra um rúmlega 300 manns á tímabilinu.

Skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa á heimili sínu ráðist að konu og slegið hana að minnsta kosti tvisvar í andlitið þannig að hún nefbrotnaði meðal annars og hlaut heilahristing.

Færeyskir feðgar yfirheyrðir í Baugsmálinu

Yfirheyrslum yfir feðgunum Niels H. Mortesen og Hans Mortensen, framkvæmdastjórum færseyska fyrirtækisins SMS, í Baugsmálinu lauk nú fyrir hádegi en þeir voru spurðir um samskipti SMS og Baugs í tengslum við 16. ákærulið Baugsmálsins.

Sjá næstu 50 fréttir