Innlent

Eiríkur fimmti í röðinni í Helsinki

Eiríkur Hauksson í undankeppnin Júróvisjón hér á landi.
Eiríkur Hauksson í undankeppnin Júróvisjón hér á landi. MYND/Vilhelm

Eiríkur Hauksson, fulltrúi Íslendinga í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár, verður fimmti keppandi á svið í undankeppninni sem fram fer 10. maí í Helsinki í Finnlandi. Búlgara ríða á vaðið og á eftir þeim koma Ísraelar en þar á eftir koma svo Kýpur og Hvít-Rússland áður en Eiríkur þenur raddböndin.

Þá var sú nýbreytni tekin upp að fimm þjóðir voru dregnar út og máttu þær ráða hvenær þær flyttu lög sín. Fjórar af þjóðunum fimm völdu að vera aftast í röðinni á undanúrslitakvöldinu en það kemur í hlut Letta að loka kvöldinu.

Á úrslitakvöldinu þann 12. maí verður það svo Bosnía og Hersegóvína sem ríður á vaðið en það kemur í hlut einhverrar af þjóðunum tíu sem komast áfram úr undankeppninni að syngja síðasta lagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×