Innlent

ESSO hækkar verð á eldsneyti

MYND/Heiða

Olíufélagið ESSO hefur ákveðið að hækka bensínlítrann um tvær krónur í dag og þá hækkar dísil-, gas-, flota-, flotadísil- og svartolía um eina krónu á lítra. Að því er fram kemur á heimasíðu ESSO má rekja hækkunina til hækkandi heimsmarkaðsverðs að undanförnu. Eftir hækkunina verður algengasta verð á 95 oktana bensínlítra hjá ESSO 114,80 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×