Innlent

NÍ kæra framkvæmdaleyfi

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa kært veitingu framkvæmdaleyfis fyrir lagningu vatnslagnar um Heiðmörk. Þá fara samtökin fram á það að úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála ógildi veitingu framkvæmdaleyfis og að nenfdin láti stöðva allar frekar framkvæmdir þar til endanlegur úrskurður hefur verið kveðinn upp.

Reykjavíkurborg veitti leyfið í síðustu viku en fram hefur komið að framkvæmdin sé háð breytingu á aðalskipulagi sem ekki hafi átt sér stað. Í tilkynningu frá NÍ segir að útivistar- og skógræktarsvæðið í Heiðmörk sé vatnsverndarsvæði borgarinnar og auk þess eitt mikilvægasta og vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×