Innlent

Þjóðhagsleg arðsemi nýs Kjalvegar sögð 5,6 milljarðar

MYND/GVA

Þjóðhagsleg arðsemi nýs Kjalvegar sem félagið Norðurvegur ehf. vill leggja er um 5,6 milljarðar samkvæmt mati Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri.

Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá miðstöðinni er verður ábatinn enn meiri eða í kringum sex milljarðar ef veglagningin á sér stað á samdráttarskeiði. Þá kemur fram í skýrslu rannsóknarmiðstöðvarinnar að umferðaslysum mun fækka um 24 á ári og sá ábati sé metinn á 1,3 milljarða króna einn og sér.

Þá á útblástur koltvísýrings vegna tilkomu Kjalvegar að minnka um allt að 2000 tonn á ári auk þess sem flutningskostnaður á hvert tonn milli Reykjavíkur og Akureyrar muni lækka um 1000 krónur. Þá hafi nýr Kjalvegur mikil áhrif á ferðaþjónustu og leiði til meiri dreifingar á ferðamönnum um landið og lengi ferðamannatímabilið, sérstaklega á Norðurlandi en einnig á Suðurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×