Innlent

Forsætisráðherra gagnrýnir veitingamenn

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, lýsir miklum vonbrigðum með að veitingastaðir hafi ekki lækkað verð í samræmi við lækkun virðisaukaskatts um mánaðamótin. Matvöruverslanir virðast hins vegar hafa skilað skattalækkuninni vel út í verðlagið, að mati Hagstofunnar.

Forsætisráðherra lýsti hádegisviðtalinu á Stöð tvö ánægju með hvernig matvöruverslanir hefðu skilað skattalækkuninni til almennings en vonbrigðum með veitingahúsin. Hagstofan segir þau hafa lækkað verð um 3% þegar skattalækkun hafi gefið tilefni til 8,8 prósenta verðlækkunar.

Fleiri mál voru rædd í hádegisviðtalinu. Þar kvaðst Geir tilbúinn að bregðast við áskorun borgarafundar á Ísafirði í gær og að mál Vestfirðinga yrðu væntanlega rædd á ríkisstjórnarfundi á morgun.

Þá lýsti forsætisráðherra eindregnum stuðningi við stækkun álversins í Straumsvík og virkjanir í Þjórsá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×