Innlent

Fíkniefnahundar úr K-9 sanna gildi sitt

MYND/Hrönn

Lögregluhundar á höfuðborgarsvæðinu sönnuðu gildi sitt um helgina en þá fundu þeir fíkniefni á þremur stöðum í Reykjavík. Á föstudag þefaði einn af hundum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu uppi talsvert af fíkniefnum við húsleit en efnið er talið vera hass.

Þá fann annar lögregluhundur úr K-9, en það er hundasveit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fíkniefni sem voru geymd í tösku í húsi í bænum. Hundurinn sýndi annarri íbúð í húsinu einnig áhuga og það varð til þess að lögregla fann líka þar fíkniefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×