Innlent

Lífeyrissjóðir Austurlands og Norðurlands sameinast í Stapa

Ný stjórn Stapa lífeyrissjóðs.
Ný stjórn Stapa lífeyrissjóðs.

Stapi lífeyrissjóður er nýtt nafn sameinaðs sjóðs Lífeyrissjóðs Austurlands og Lífeyrissjóðs Norðurlands en samþykkt var að sameina sjóðina á ársfundum þeirra fyrir helgi. Sameinaður sjóður á 84 milljarða króna og í honum verða um 21 þúsund lífeyrisþegar sem þýðir að hann verður fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins.

Starfssvæði sjóðsins er ansi víðfemt, eða frá Hrútafirði í vestri að Skeiðará í austri. Sex aðalmenn sitja í stjórn sjóðsins, þrjár konur og þrír karlar, og segir í tilkynningu frá Stapa að fullyrða megi að jafnt hlutfall kynja heyri til stórtíðinda í íslensku fjármálafyrirtæki af þessari stærðargráðu og sé jafnvel einsdæmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×