Innlent

Ágúst Einarsson verður rektor á Bifröst

Stjórn Háskólans á Bifröst hefur ákveðið að ráða Dr. Ágúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst og mun hann taka við starfinu þann 15. janúar n.k. Ágúst stundaði nám í rekstrarhagfræði við Háskólann í Hamborg og Kiel í Þýskalandi og varði síðar doktorsritgerð sína við Háskólann í Hamborg árið 1978.

Ágúst hefur starfað sem prófessor við Háskóla Íslands frá árinu 1990. Hann hefur víðtæka reynslu af stjórnun í atvinnulífinu sem og stjórnmálum og sat meðal annars á Alþingi Íslendinga á árunum 1978-79 og 1995-99. Hann hefur setið í stjórn fjölda íslenskra fyrirtækja og tekið að sér formennsku og trúnaðarstörf ýmissa félaga




Fleiri fréttir

Sjá meira


×