Fleiri fréttir Sex þúsund fá vaxtabætur vegna endurskoðunar Rúmlega sex þúsund skattgreiðendur sem ekki fengu vaxtabætur samkvæmt álagningu í ágúst síðastliðnum öðlast rétt til vaxtabóta samkvæmt lögum um breytingar á vaxtabótum sem samþykkt voru á Alþingi nýlega. 12.12.2006 14:28 Þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga 14 ára stúlku Rúmlega tvítugur karlmaður, Edward Apeadu Koranteng, var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nauðgun. Maðurinn nauðgaði stúlkunni sem er fjórtán ára í heimahúsi í september í fyrra. Stúlkunni var jafnframt dæmd um ein milljón króna í miskabætur. 12.12.2006 14:23 Rannsóknarnefnd umferðarslysa efld Rannsóknarnefnd umferðarslysa verður efld á næsta ári með það fyrir augum að geta sinnt betur rannsóknum á alvarlegum slysum en til þessa hefur nefndin svo til eingöngu getað sinnt rannsóknum banaslysa. 12.12.2006 14:07 Báðust afsökunar á framferði sínu á vettvangi slyss Nokkrir vegfarendur höfðu samband við lögregluna í Reykjavík í gær og báðust afsökunar á framkomu sinni sl. sunnudag í kjölfar banaslyss á Vesturlandsvegi. Hinir sömu höfðu áður lýst yfir óánægju sinni með lokun vegarins og gerðu það bæði á vettvangi og símleiðis. 12.12.2006 13:22 Samverustund syrgjenda Jólin geta verið erfiður tími fyrir þá sem misst hafa sína nánustu. Nú býðst syrgjendum að taka þátt í samverustund í Grensáskirkju 14. desember klukkan 20. Eitt af því sem gefur samverunni gildi er minningarstund þar sem hver og einn getur tendrað ljós fyrir ástvin sinn. 12.12.2006 13:15 Fangelsisdómur og há sekt fyrir skatta- og bókhaldsbrot Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í níu mánaða skilorðsbundið frangelsi og til greiðslu 29 milljón króna í sekt fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum vegna atvinnustarfsemi sinnar fyrir árið 2004 né innheimtum virðisaukaskatti að fjárhæð rúmlega 14 milljónir króna. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að færa ekki lögboðið bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna sömu atvinnustarfsemi. 12.12.2006 12:45 Samverustund fyrir syrgjendur Haldin verður sérstök samverustund fyrir syrgjendur til að undirbúa þá fyrir jólahátíðina í Grensáskirkju á fimmtudaginn. Margir tengja jól og aðventu við samverustundir með fjölskyldu og ástvinum og söknuður þeirra sem misst hafa ástvini er því oft sár á þessum tíma. 12.12.2006 12:39 Stórlega hefur dregið úr hraðaakstri á Suðurlandsvegi Stórlega hefur dregið úr hraðakstri á Suðurlandsvegi undanfarna daga, svo tíðindum sætir, að sögn lögreglunnar á Selfossi. 12.12.2006 12:30 Slapp ómeidd út út brennandi húsi á Akureyri Roskin kona komst ómeidd út úr brennandi húsi sínu við Oddeyrargötu á Akureyri um klukkan tólf í gærkvöld og náði að gera nágrönnum sínum viðvart sem líka forðuðu sér út. 12.12.2006 12:13 Undirrita viljayfirýsingu um sjálvirka neyðarhringingu úr bílum Samgönguráðuneytið, ND á Íslandi ehf. og Neyðarlínan hafa undirritað viljayfirlýsingu um að vinna sameiginlega að því að hérlendis verði unnt að taka upp sjálfvirka hringingu úr bílum í Neyðarlínuna ef slys verður og þróa notkun Saga-hugbúnaðarkerfisins vegna innheimtu veggjalda og eftirlits með hvíldarákvæðum í umferðarlögum. 12.12.2006 11:46 Listi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi samþykktur Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi hefur samþykkt lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi þingkosningar 12.12.2006 11:38 Notkun sýklalyfja eykst Heildarnotkun sýklalyfja hér á landi jókst um 6% milli áranna 2004 og 2005. Talið er að rekja megi aukninguna að einhverju leyti til inflúensu sem geisaði í upphafi ársins 2005 og lagðist þungt á landsmenn. 12.12.2006 10:54 Hætta á fjölgun berklasmita á Íslandi Óttast er að tíðni berkla komi til með að aukast hér á landi með inngöngu Rúmeníu og Búlgaríu í Evrópusambandið. Tíðni berkla er há í þessum löndum og skapar það ákveðin vandamál. 12.12.2006 10:40 Dagur íslenskrar tónlistar í dag Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur í dag og af því tilefni verður kynntur til sögunnar nýr Tónskáldasjóður 365. Við athöfn á Hótel Borg klukkan tólf verður jafnframt íslenskur tónlistarmaður heiðraður fyrir frábæran árangur á erlendri grundu. 12.12.2006 10:18 Sýknaður af skaðabótakröfu vegna slyss Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í dag húsasmíðameistara af ríflega 3,3 milljóna króna skaðabótakröfu byggingverkamanns sem slasaðist við störfum á vegum meistarans haustið 2001. 12.12.2006 10:06 Lést á Vesturlandsvegi Maðurinn sem lést í bílslysi á Vesturlandsvegi á sunnudagskvöld hét Ágúst Bjarnason, til heimilis að Esjugrund 33 á Kjalarnesi. Hann var 28 ára, ókvæntur og barnlaus. Hann bjó áður ásamt fjölskyldu sinni að Kirkjubæjarbraut 4 í Vestmannaeyjum. 11.12.2006 22:15 Stekkjastaur til byggða - munið skóinn Börn að aldri og börn í anda eru búin að leggja sitt fínasta skótau (eða sitt stærsta) út í glugga til þess að taka við gjöfum frá fyrsta jólasveininum sem kemur til byggða í kvöld. Stekkjastaur kemur fyrstur, eins og verið hefur frá því að elstu menn muna. Bændur ættu einnig að líta til með fjárhúsum sínum, því alkunna er að staurstífur sveinninn sækir í ærnar. 11.12.2006 21:22 Ekkert GSM-samband á Gemlufallsheiði Ekkert GSM-samband er á Gemlufallsheiði þar sem rúta valt 40 metra í hávaðaroki og hálku í morgun, að því er segir í frétt á fréttavef Bæjarins besta. Þar er rætt við upplýsingafulltrúa Símans, sem segir það ekki hlutverk Símans að sinna neyðarsambandi, slíkt sé á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. NMT-samband er á heiðinni, eins og víðast hvar á þjóðvegum. 11.12.2006 20:45 Ljósaþjófur stelur jólunum í Keflavík Nokkrir íbúar í Keflavík hafa orðið fyrir því að undanförnu að perum er stolið úr ljósaseríum sem settar eru upp fyrir jólin, að því er fréttavefur Víkurfrétta greinir frá. Þar segir meðal annars frá fólki sem býr á jarðhæð í blokk og hefur gefist upp á að lýsa upp skammdegið eftir að perur hafa horfið úr seríunni í tvö ár í röð. 11.12.2006 20:29 Umhverfisráðherra dregur úrskurð langt fram yfir lögboðinn frest Umhverfisráðherra er kominn rúmlega hálft ár fram yfir lögbundinn tveggja mánaða frest, sem hann hafði til að úrskurða um hvort brúa megi Gufufjörð og Djúpafjörð á sunnanverðum Vestfjörðum. Sveitarstjóri Vesturbyggðar segir Vestfirðinga orðna langþreytta á að bíða eftir að ráðherra komi undan feldi. Ráðuneytisstjóri segir von á úrskurði öðru hvoru megin við áramót. 11.12.2006 18:45 Kviknaði í nýjum bíl á Ísafirði Lögregla og slökkvilið á Ísafirði slökktu eld þar sem skíðlogaði í vélarhúsi fólksbíls á hringtorginu á Ísafirði um sex-leytið í kvöld. Ekki er vitað hvers vegna eldurinn kviknaði, enda bíllinn spánnýr en hann er mikið skemmdur. Lögregla segir hann ekki hafa spólað í hálku að því marki að kviknað hefði getað í honum. Enginn slasaðist í brunanum. 11.12.2006 18:37 Grýla sendir Stekkjastaur til byggða Grýla og Leppalúði brugðu sér í bæinn í gær í leit að jólakettinum. Þau fundu hann í Þjóðminjasafninu þar sem fjöldi barna var saman kominn til að bera hjónin ógurlegu augum. Í kvöld geta krakkar sett skóinn út í glugga, því í nótt kemur Stekkjastaur, fyrstur jólasveina, til byggða. Jólakötturinn hitti krakkana fyrst í Þjóðminjasafninu og það var eftirvænting í hópnum þegar Leppalúði birtist. 11.12.2006 18:33 Báru skotheld vesti vegna líflátshótana Allir lögreglumenn, á vakt í miðborginni um helgina, báru skotheld vesti og sérstakar kylfur vegna margítrekaðra líflátshótana. Hótanirnar eru teknar alvarlega, en þær berast í kjölfar þess að maður lést í vörslu lögreglu í lok nóvember. 11.12.2006 18:30 Sýndu enga biðlund á slysstað Ótrúleg óþolinmæði og dónaskapur vegfarenda mætti lögreglumönnun og þeim sem komu fyrstir á vettvang að banaslysi sem varð á Vesturlandsvegi í gær. Fólk ók jafnvel í gegnum vettvanginn áður en lögregla kom á staðinn. 11.12.2006 18:30 Beint samband milli barnabóta og barnafátæktar Útgjöld til barnabóta hafa lækkað um helming, sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu, bæturnar hafa líka lækkað að raungildi. Ástandið hér er til skammar fyrir íslenskt samfélag, segir sviðsstjóri innanlandssviðs Rauða krossins. Tekjutenging barnabóta er afar fátíð í heiminum. Ísland eitt norðurlandanna skerðir barnabætur ef tekjur foreldra fara yfir ákveðin viðmiðunarmörk. Þau eru 60 þúsund krónur á mánuði. Það er langt undir lágmarkslaunum á vinnumarkaði. 11.12.2006 18:24 Rannsókn á hlerunum lokið Í dag lauk meðferð hlerunarmálsins hjá Sýslumanninum á Akranesi, þegar niðurstöðurnar voru sendar til Ríkissaksóknara. Að sögn sýslumannsins á Akranesi er rannsókn lokið og voru 12 manns yfirheyrðir, en Jón Baldvin Hannibalsson og Árni Páll Árnason voru kallaðir fyrir í tvígang. Yfirheyrslurnar voru allar teknar upp á myndband til að viðhafa nákvæmari vinnubrögð, en þeirri aðferð er beitt í æ ríkari mæli, og þykir mikilvæg þegar upplýsingar eru viðkvæmar. 11.12.2006 18:19 Grund vill lögreglurannsókn á grein í Ísafold Stjórn öldrunarheimilisins Grundar hefur farið fram á að lögreglan rannsaki hvort blaðamaður og ritstjóri tímaritsins Ísafoldar hafi gerst brotleg við lög, vegna greinar sem birtist í öðru tölublaði tímaritsins. Blaðamaðurinn réði sig sem starfsmann á Grund án þess að upplýsa um væntanleg greinaskrif. 11.12.2006 17:58 Tekist á um hæfi yfirmanna hjá embætti Ríkislögreglustjóra Lögmenn Baugs fullyrtu í Héraðsdómi í dag að Ríkislögreglustjóri, saksóknari Efnahagsbrotadeildar og yfirlögregluþjónn hefðu allir gert sig ótrúverðuga með yfirlýsingum um sakborninga í Baugsmálinu. Á móti var því haldið fram að fjölmiðlar hefðu snúið út úr orðum embættismanna Ríkislögreglustjóra. 11.12.2006 17:53 Sakfelldir fyrir utanvegaakstur í Hlíðarfjalli Héraðsdómur Norðurlands eystra sakfelldi í dag tvo menn fyrir utanvegaakstur og sektaði annan þeirra um 25 þúsund krónur en frestaði ákvröðun um refsingu hins um tvö ár svo framarlega sem hann heldur skilorð. 11.12.2006 17:09 Vægi íslensku bankanna í Úrvalsvísitölu eykst Íslensku bankarnir vega nærri þrjá fjórðu í Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar á fyrri helmingi næsta árs sem er meiria en í núgildandi vísitölu. Þetta kemur í Vegvísi Landsbankans. 11.12.2006 16:58 Tekist á um hæfi Ríkislögreglustjóra til rannsóknar Tekist var á um það í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hvort embætti Ríkislögreglustjóra væri hæft til að rannsaka skattamál fimm manna tengdum Baugi vegna yfirlýsinga yfirmanna hjá embættinu í fjölmiðlum. 11.12.2006 16:37 Þróunarfélag mun láta meta tjón Nýstofnað Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. mun láta taka út hversu mikið tjónið varð í byggingum á Keflavíkurflugvelli vegna vatns- og frostskemmda fyrr í vetur. 11.12.2006 15:00 Sambandslaust á slysstað Hvorki GSM samband eða talstöðvarsamband var við sjúkrabíla sem hlúðu að slösuðum þegar áætlunarbíll fór út af Gemlufallsheiði á Vestfjörðum í morgun. 11.12.2006 14:57 Bíll sem stolið var á Akranesi fannst í Mosfellsbæ Ungur maður lenti í heldur óskemmtilegri reynslu síðastliðinn föstudag á Akranesi. Þá brá hann sér inn á bensínstöð í bænum en skildi bílinn sinn eftir í gangi fyrir utan. Einhver notfærði sér það því bíllinn var horfinn þegar maðurinn kom aftur út. Eigandinn fann bílinn þó sjálfur tveimur dögum síðar en þá var hann í Mosfellsbæ. 11.12.2006 14:33 Fluttu inn 6,5 kíló af amfetamíni Réttað var yfir tveimur Litháum í Héraðsdómi Reykjavíkur dag en þeir fluttu samtals inn til landsins sex og hálft kíló af amfetamíni í lok sumars. 11.12.2006 14:30 Söfnuðu 600 þúsund krónum fyrir SKB Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna fékk í síðustu viku 600 þúsund króna styrk frá Tax Free á Íslandi sem safnast hefur á síðustu fjórum árum. 11.12.2006 14:25 Heildarafli um 345 þúsund tonnum minni en á sama tíma í fyrra Heildarafli ársins 2006 var í lok nóvember um 1.250.000 tonn sem er 345 þúsund tonnum minni afli en á sama tíma í fyrra samkvæmt nýjum tölum Fiskistofu. 11.12.2006 13:54 Hvalaskoðun fái það vægi sem henni beri Hvalir og hvalaðskoðun eru meðal þess sem erlendum ferðamönnum er efst í huga eftir dvöl sína á Norðurlandi samkvæmt könnun sem fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar vann fyrir Ferðamálaklasa Norðurlands. 11.12.2006 13:19 Samið um uppbyggingu annars áfanga Skuggahverfis Undirritað hefur verið samkomulag milli 101 Skuggahverfis hf. og Íslenskra aðalverktaka hf. um uppbyggingu annars áfanga Skuggahverfisins. 11.12.2006 12:45 Eiginkona kínversks verkamanns sem slasaðist komin til landsins Eiginkona kínverska verkamannsins, sem slasaðist alvarlega við Kárahnjúkavirkjun fyrir rúmum hálfum mánuði, er komin hingað til lands til að fylgjast með manni sínum. Honum er enn haldið sofandi á gjörgæsludeild. 11.12.2006 12:30 Einelti og nautnasýki í Latabæ Latibær hefur notið gífurlegra vinsælda síðustu misseri og farið sigurför um heiminn. Nú eru hins vegar byrjaðar að heyrast gagnrýnisraddir og ásakanir um að þættirnir hvetji jafnvel til eineltis. Dagný Kristjánsdóttir prófessor hefur skrifað um þættina og gagnrýnt þá harðlega. Hún segir neikvæða mynd af börnum lagða til grundvallar sögunni og sakleysi þeirra spillt með sykri og nautnasýki þrátt fyrir að boðskapurinn sé ekki neikvæður eða ofbeldisfullur. 11.12.2006 12:18 Framúrakstur talinn orsök banaslyss Nær fullvíst þykir að framúrakstur hafi verið orsök banaslyssins sem varð á Vesturlandsvegi undir kvöld í gær. Framúrakstur var einnig orsök banaslyssins á Suðurlandsvegi fyrir rúmri viku, þar sem tveir létust. 11.12.2006 12:07 Sýknaður af ákæru um líkamsárás á fyrrverandi unnustu Karlmaður var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um líkamsárás á fyrrverandi unnustu sína. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í október á síðasta ári ráðist á konuna á göngustíg í Víðidal í Reykjavík. 11.12.2006 11:58 Kostnaður VG við forval 1,2 milljónir króna Forval Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á höfuðborgarsvæðinu kostaði hreyfinguna rúma 1,2 milljónir króna samkvæmt tilkynningu sem barst frá flokknum í morgun. 11.12.2006 11:45 Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Íslandspósts og Samskipta Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að aðhafast neitt vegna kaupa Íslandspósts á öllu hlutafé Samskipta ehf. og Samskipta-merkinga ehf. 11.12.2006 11:30 Sjá næstu 50 fréttir
Sex þúsund fá vaxtabætur vegna endurskoðunar Rúmlega sex þúsund skattgreiðendur sem ekki fengu vaxtabætur samkvæmt álagningu í ágúst síðastliðnum öðlast rétt til vaxtabóta samkvæmt lögum um breytingar á vaxtabótum sem samþykkt voru á Alþingi nýlega. 12.12.2006 14:28
Þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga 14 ára stúlku Rúmlega tvítugur karlmaður, Edward Apeadu Koranteng, var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nauðgun. Maðurinn nauðgaði stúlkunni sem er fjórtán ára í heimahúsi í september í fyrra. Stúlkunni var jafnframt dæmd um ein milljón króna í miskabætur. 12.12.2006 14:23
Rannsóknarnefnd umferðarslysa efld Rannsóknarnefnd umferðarslysa verður efld á næsta ári með það fyrir augum að geta sinnt betur rannsóknum á alvarlegum slysum en til þessa hefur nefndin svo til eingöngu getað sinnt rannsóknum banaslysa. 12.12.2006 14:07
Báðust afsökunar á framferði sínu á vettvangi slyss Nokkrir vegfarendur höfðu samband við lögregluna í Reykjavík í gær og báðust afsökunar á framkomu sinni sl. sunnudag í kjölfar banaslyss á Vesturlandsvegi. Hinir sömu höfðu áður lýst yfir óánægju sinni með lokun vegarins og gerðu það bæði á vettvangi og símleiðis. 12.12.2006 13:22
Samverustund syrgjenda Jólin geta verið erfiður tími fyrir þá sem misst hafa sína nánustu. Nú býðst syrgjendum að taka þátt í samverustund í Grensáskirkju 14. desember klukkan 20. Eitt af því sem gefur samverunni gildi er minningarstund þar sem hver og einn getur tendrað ljós fyrir ástvin sinn. 12.12.2006 13:15
Fangelsisdómur og há sekt fyrir skatta- og bókhaldsbrot Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í níu mánaða skilorðsbundið frangelsi og til greiðslu 29 milljón króna í sekt fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum vegna atvinnustarfsemi sinnar fyrir árið 2004 né innheimtum virðisaukaskatti að fjárhæð rúmlega 14 milljónir króna. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að færa ekki lögboðið bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna sömu atvinnustarfsemi. 12.12.2006 12:45
Samverustund fyrir syrgjendur Haldin verður sérstök samverustund fyrir syrgjendur til að undirbúa þá fyrir jólahátíðina í Grensáskirkju á fimmtudaginn. Margir tengja jól og aðventu við samverustundir með fjölskyldu og ástvinum og söknuður þeirra sem misst hafa ástvini er því oft sár á þessum tíma. 12.12.2006 12:39
Stórlega hefur dregið úr hraðaakstri á Suðurlandsvegi Stórlega hefur dregið úr hraðakstri á Suðurlandsvegi undanfarna daga, svo tíðindum sætir, að sögn lögreglunnar á Selfossi. 12.12.2006 12:30
Slapp ómeidd út út brennandi húsi á Akureyri Roskin kona komst ómeidd út úr brennandi húsi sínu við Oddeyrargötu á Akureyri um klukkan tólf í gærkvöld og náði að gera nágrönnum sínum viðvart sem líka forðuðu sér út. 12.12.2006 12:13
Undirrita viljayfirýsingu um sjálvirka neyðarhringingu úr bílum Samgönguráðuneytið, ND á Íslandi ehf. og Neyðarlínan hafa undirritað viljayfirlýsingu um að vinna sameiginlega að því að hérlendis verði unnt að taka upp sjálfvirka hringingu úr bílum í Neyðarlínuna ef slys verður og þróa notkun Saga-hugbúnaðarkerfisins vegna innheimtu veggjalda og eftirlits með hvíldarákvæðum í umferðarlögum. 12.12.2006 11:46
Listi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi samþykktur Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi hefur samþykkt lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi þingkosningar 12.12.2006 11:38
Notkun sýklalyfja eykst Heildarnotkun sýklalyfja hér á landi jókst um 6% milli áranna 2004 og 2005. Talið er að rekja megi aukninguna að einhverju leyti til inflúensu sem geisaði í upphafi ársins 2005 og lagðist þungt á landsmenn. 12.12.2006 10:54
Hætta á fjölgun berklasmita á Íslandi Óttast er að tíðni berkla komi til með að aukast hér á landi með inngöngu Rúmeníu og Búlgaríu í Evrópusambandið. Tíðni berkla er há í þessum löndum og skapar það ákveðin vandamál. 12.12.2006 10:40
Dagur íslenskrar tónlistar í dag Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur í dag og af því tilefni verður kynntur til sögunnar nýr Tónskáldasjóður 365. Við athöfn á Hótel Borg klukkan tólf verður jafnframt íslenskur tónlistarmaður heiðraður fyrir frábæran árangur á erlendri grundu. 12.12.2006 10:18
Sýknaður af skaðabótakröfu vegna slyss Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í dag húsasmíðameistara af ríflega 3,3 milljóna króna skaðabótakröfu byggingverkamanns sem slasaðist við störfum á vegum meistarans haustið 2001. 12.12.2006 10:06
Lést á Vesturlandsvegi Maðurinn sem lést í bílslysi á Vesturlandsvegi á sunnudagskvöld hét Ágúst Bjarnason, til heimilis að Esjugrund 33 á Kjalarnesi. Hann var 28 ára, ókvæntur og barnlaus. Hann bjó áður ásamt fjölskyldu sinni að Kirkjubæjarbraut 4 í Vestmannaeyjum. 11.12.2006 22:15
Stekkjastaur til byggða - munið skóinn Börn að aldri og börn í anda eru búin að leggja sitt fínasta skótau (eða sitt stærsta) út í glugga til þess að taka við gjöfum frá fyrsta jólasveininum sem kemur til byggða í kvöld. Stekkjastaur kemur fyrstur, eins og verið hefur frá því að elstu menn muna. Bændur ættu einnig að líta til með fjárhúsum sínum, því alkunna er að staurstífur sveinninn sækir í ærnar. 11.12.2006 21:22
Ekkert GSM-samband á Gemlufallsheiði Ekkert GSM-samband er á Gemlufallsheiði þar sem rúta valt 40 metra í hávaðaroki og hálku í morgun, að því er segir í frétt á fréttavef Bæjarins besta. Þar er rætt við upplýsingafulltrúa Símans, sem segir það ekki hlutverk Símans að sinna neyðarsambandi, slíkt sé á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. NMT-samband er á heiðinni, eins og víðast hvar á þjóðvegum. 11.12.2006 20:45
Ljósaþjófur stelur jólunum í Keflavík Nokkrir íbúar í Keflavík hafa orðið fyrir því að undanförnu að perum er stolið úr ljósaseríum sem settar eru upp fyrir jólin, að því er fréttavefur Víkurfrétta greinir frá. Þar segir meðal annars frá fólki sem býr á jarðhæð í blokk og hefur gefist upp á að lýsa upp skammdegið eftir að perur hafa horfið úr seríunni í tvö ár í röð. 11.12.2006 20:29
Umhverfisráðherra dregur úrskurð langt fram yfir lögboðinn frest Umhverfisráðherra er kominn rúmlega hálft ár fram yfir lögbundinn tveggja mánaða frest, sem hann hafði til að úrskurða um hvort brúa megi Gufufjörð og Djúpafjörð á sunnanverðum Vestfjörðum. Sveitarstjóri Vesturbyggðar segir Vestfirðinga orðna langþreytta á að bíða eftir að ráðherra komi undan feldi. Ráðuneytisstjóri segir von á úrskurði öðru hvoru megin við áramót. 11.12.2006 18:45
Kviknaði í nýjum bíl á Ísafirði Lögregla og slökkvilið á Ísafirði slökktu eld þar sem skíðlogaði í vélarhúsi fólksbíls á hringtorginu á Ísafirði um sex-leytið í kvöld. Ekki er vitað hvers vegna eldurinn kviknaði, enda bíllinn spánnýr en hann er mikið skemmdur. Lögregla segir hann ekki hafa spólað í hálku að því marki að kviknað hefði getað í honum. Enginn slasaðist í brunanum. 11.12.2006 18:37
Grýla sendir Stekkjastaur til byggða Grýla og Leppalúði brugðu sér í bæinn í gær í leit að jólakettinum. Þau fundu hann í Þjóðminjasafninu þar sem fjöldi barna var saman kominn til að bera hjónin ógurlegu augum. Í kvöld geta krakkar sett skóinn út í glugga, því í nótt kemur Stekkjastaur, fyrstur jólasveina, til byggða. Jólakötturinn hitti krakkana fyrst í Þjóðminjasafninu og það var eftirvænting í hópnum þegar Leppalúði birtist. 11.12.2006 18:33
Báru skotheld vesti vegna líflátshótana Allir lögreglumenn, á vakt í miðborginni um helgina, báru skotheld vesti og sérstakar kylfur vegna margítrekaðra líflátshótana. Hótanirnar eru teknar alvarlega, en þær berast í kjölfar þess að maður lést í vörslu lögreglu í lok nóvember. 11.12.2006 18:30
Sýndu enga biðlund á slysstað Ótrúleg óþolinmæði og dónaskapur vegfarenda mætti lögreglumönnun og þeim sem komu fyrstir á vettvang að banaslysi sem varð á Vesturlandsvegi í gær. Fólk ók jafnvel í gegnum vettvanginn áður en lögregla kom á staðinn. 11.12.2006 18:30
Beint samband milli barnabóta og barnafátæktar Útgjöld til barnabóta hafa lækkað um helming, sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu, bæturnar hafa líka lækkað að raungildi. Ástandið hér er til skammar fyrir íslenskt samfélag, segir sviðsstjóri innanlandssviðs Rauða krossins. Tekjutenging barnabóta er afar fátíð í heiminum. Ísland eitt norðurlandanna skerðir barnabætur ef tekjur foreldra fara yfir ákveðin viðmiðunarmörk. Þau eru 60 þúsund krónur á mánuði. Það er langt undir lágmarkslaunum á vinnumarkaði. 11.12.2006 18:24
Rannsókn á hlerunum lokið Í dag lauk meðferð hlerunarmálsins hjá Sýslumanninum á Akranesi, þegar niðurstöðurnar voru sendar til Ríkissaksóknara. Að sögn sýslumannsins á Akranesi er rannsókn lokið og voru 12 manns yfirheyrðir, en Jón Baldvin Hannibalsson og Árni Páll Árnason voru kallaðir fyrir í tvígang. Yfirheyrslurnar voru allar teknar upp á myndband til að viðhafa nákvæmari vinnubrögð, en þeirri aðferð er beitt í æ ríkari mæli, og þykir mikilvæg þegar upplýsingar eru viðkvæmar. 11.12.2006 18:19
Grund vill lögreglurannsókn á grein í Ísafold Stjórn öldrunarheimilisins Grundar hefur farið fram á að lögreglan rannsaki hvort blaðamaður og ritstjóri tímaritsins Ísafoldar hafi gerst brotleg við lög, vegna greinar sem birtist í öðru tölublaði tímaritsins. Blaðamaðurinn réði sig sem starfsmann á Grund án þess að upplýsa um væntanleg greinaskrif. 11.12.2006 17:58
Tekist á um hæfi yfirmanna hjá embætti Ríkislögreglustjóra Lögmenn Baugs fullyrtu í Héraðsdómi í dag að Ríkislögreglustjóri, saksóknari Efnahagsbrotadeildar og yfirlögregluþjónn hefðu allir gert sig ótrúverðuga með yfirlýsingum um sakborninga í Baugsmálinu. Á móti var því haldið fram að fjölmiðlar hefðu snúið út úr orðum embættismanna Ríkislögreglustjóra. 11.12.2006 17:53
Sakfelldir fyrir utanvegaakstur í Hlíðarfjalli Héraðsdómur Norðurlands eystra sakfelldi í dag tvo menn fyrir utanvegaakstur og sektaði annan þeirra um 25 þúsund krónur en frestaði ákvröðun um refsingu hins um tvö ár svo framarlega sem hann heldur skilorð. 11.12.2006 17:09
Vægi íslensku bankanna í Úrvalsvísitölu eykst Íslensku bankarnir vega nærri þrjá fjórðu í Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar á fyrri helmingi næsta árs sem er meiria en í núgildandi vísitölu. Þetta kemur í Vegvísi Landsbankans. 11.12.2006 16:58
Tekist á um hæfi Ríkislögreglustjóra til rannsóknar Tekist var á um það í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hvort embætti Ríkislögreglustjóra væri hæft til að rannsaka skattamál fimm manna tengdum Baugi vegna yfirlýsinga yfirmanna hjá embættinu í fjölmiðlum. 11.12.2006 16:37
Þróunarfélag mun láta meta tjón Nýstofnað Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. mun láta taka út hversu mikið tjónið varð í byggingum á Keflavíkurflugvelli vegna vatns- og frostskemmda fyrr í vetur. 11.12.2006 15:00
Sambandslaust á slysstað Hvorki GSM samband eða talstöðvarsamband var við sjúkrabíla sem hlúðu að slösuðum þegar áætlunarbíll fór út af Gemlufallsheiði á Vestfjörðum í morgun. 11.12.2006 14:57
Bíll sem stolið var á Akranesi fannst í Mosfellsbæ Ungur maður lenti í heldur óskemmtilegri reynslu síðastliðinn föstudag á Akranesi. Þá brá hann sér inn á bensínstöð í bænum en skildi bílinn sinn eftir í gangi fyrir utan. Einhver notfærði sér það því bíllinn var horfinn þegar maðurinn kom aftur út. Eigandinn fann bílinn þó sjálfur tveimur dögum síðar en þá var hann í Mosfellsbæ. 11.12.2006 14:33
Fluttu inn 6,5 kíló af amfetamíni Réttað var yfir tveimur Litháum í Héraðsdómi Reykjavíkur dag en þeir fluttu samtals inn til landsins sex og hálft kíló af amfetamíni í lok sumars. 11.12.2006 14:30
Söfnuðu 600 þúsund krónum fyrir SKB Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna fékk í síðustu viku 600 þúsund króna styrk frá Tax Free á Íslandi sem safnast hefur á síðustu fjórum árum. 11.12.2006 14:25
Heildarafli um 345 þúsund tonnum minni en á sama tíma í fyrra Heildarafli ársins 2006 var í lok nóvember um 1.250.000 tonn sem er 345 þúsund tonnum minni afli en á sama tíma í fyrra samkvæmt nýjum tölum Fiskistofu. 11.12.2006 13:54
Hvalaskoðun fái það vægi sem henni beri Hvalir og hvalaðskoðun eru meðal þess sem erlendum ferðamönnum er efst í huga eftir dvöl sína á Norðurlandi samkvæmt könnun sem fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar vann fyrir Ferðamálaklasa Norðurlands. 11.12.2006 13:19
Samið um uppbyggingu annars áfanga Skuggahverfis Undirritað hefur verið samkomulag milli 101 Skuggahverfis hf. og Íslenskra aðalverktaka hf. um uppbyggingu annars áfanga Skuggahverfisins. 11.12.2006 12:45
Eiginkona kínversks verkamanns sem slasaðist komin til landsins Eiginkona kínverska verkamannsins, sem slasaðist alvarlega við Kárahnjúkavirkjun fyrir rúmum hálfum mánuði, er komin hingað til lands til að fylgjast með manni sínum. Honum er enn haldið sofandi á gjörgæsludeild. 11.12.2006 12:30
Einelti og nautnasýki í Latabæ Latibær hefur notið gífurlegra vinsælda síðustu misseri og farið sigurför um heiminn. Nú eru hins vegar byrjaðar að heyrast gagnrýnisraddir og ásakanir um að þættirnir hvetji jafnvel til eineltis. Dagný Kristjánsdóttir prófessor hefur skrifað um þættina og gagnrýnt þá harðlega. Hún segir neikvæða mynd af börnum lagða til grundvallar sögunni og sakleysi þeirra spillt með sykri og nautnasýki þrátt fyrir að boðskapurinn sé ekki neikvæður eða ofbeldisfullur. 11.12.2006 12:18
Framúrakstur talinn orsök banaslyss Nær fullvíst þykir að framúrakstur hafi verið orsök banaslyssins sem varð á Vesturlandsvegi undir kvöld í gær. Framúrakstur var einnig orsök banaslyssins á Suðurlandsvegi fyrir rúmri viku, þar sem tveir létust. 11.12.2006 12:07
Sýknaður af ákæru um líkamsárás á fyrrverandi unnustu Karlmaður var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um líkamsárás á fyrrverandi unnustu sína. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í október á síðasta ári ráðist á konuna á göngustíg í Víðidal í Reykjavík. 11.12.2006 11:58
Kostnaður VG við forval 1,2 milljónir króna Forval Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á höfuðborgarsvæðinu kostaði hreyfinguna rúma 1,2 milljónir króna samkvæmt tilkynningu sem barst frá flokknum í morgun. 11.12.2006 11:45
Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Íslandspósts og Samskipta Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að aðhafast neitt vegna kaupa Íslandspósts á öllu hlutafé Samskipta ehf. og Samskipta-merkinga ehf. 11.12.2006 11:30