Fleiri fréttir Skapa verður þjóðarsátt um matvælaverð Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, segir að skapa verði þjóðarsátt um lækkun matvælaverðs á Íslandi. Ekki dugi að ná saman um verð á innlendum matvælum, heldur verði líka að grípa til aðgerða til að lækka verð á innfluttum matvörum. 5.7.2006 17:22 Grunaður um að hafa rænt tvær konur á níræðisaldri Maður á þrítugaldri er nú í haldi Lögreglunnar Reykjavík en hann er grunaður um að hafa rænt tvær konur á níræðisaldri. 5.7.2006 17:19 Von á fleiri aðgerðum Rúmlega þrjátíu starfsmenn hafa sagt upp störfum hjá Svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra til að mótmæla hægagangi í kjaraviðræðum við ríkið. Sarfsmenn Styrktarfélags vangefinna hyggja einnig á aðgerðir. 5.7.2006 17:15 Verslunareigendur óánægðir með ábyrgðartíma Verslunareigendur eru verulega óánægðir með nýleg lög um breyttan ábyrgðartíma söluvöru. Á fundi í morgun kom fram að þeim þyki lögin ganga of langt. Þeir segja starfsfólk sett í afar erfiða stöðu þegar óánægðir viðskiptavinir krefjast endurborgunnar og vitna í lögin. Hin svo kallaða fimm ára kvörtunarregla á aðeins við um vörur sem ætlaður er langur endingartími. Einnig á ábyrgðin aðeins við ef um framleiðslugalla á vörunni er að ræða. Samtök verslunar og þjónustu boðuðu til fundar í morgun, þar sem farið var yfir áhrif laganna, en þau hafa verið í gildi í þrjú ár. Ekki eru allir á eitt sáttir við áhrif laganna. Ingvi I Ingason verslunareigandi Rafha segir lögin einfaldlega ekki ganga upp. Verslunareigendur telja að þeir beri skaða af lögunum. Þeir fái ekki sömu ábyrgð hjá erlendum framleiðendum og þeir þurfi að veita hér. Venjulegur ábyrgðartími sé eitt ár. Ólöf Embla Einarsdóttir, lögfræðingur iðnaðar-og viðskiptaráðuneytisins bendir hins vegar á að tilgangur laganna sé að styrkja stöðu neytenda og tryggja að þeir geti sótt bætur vegna gallaðrar vöru. Samtök verslunar og þjónustu hafa áhyggjur af þróun mála. Sérstaklega í ljósi þess að neytendur virðis oft ekki gera sér grein fyrir að ábyrgðin verði aeins virk ef um gallaða vöru sé að ræða. Verslunarmenn segja þennan miskilning koma æ meira í ljós í viðskiptum. Iðnaðar-og viðskiptaráðuneytið hefur skipað sérstaka úrskurðarnefnd sem ætlað er að skera úr álitamálum en óhætt er að reikna með mörgum slíkum þar sem kaupendur og seljendur eru sjaldnast sammála. 5.7.2006 17:05 Tveir í áfram gæsluvarðhaldi vegna skotárásar Tveir voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 29. næsta mánaðar í tengslum við rannsókn á skotárás í Hafnarfirði í júní. Einum manni var sleppt úr haldi. Skotárásin átti sér stað þann 21. júní síðastliðinn en þá var tveimur skotum hleypt af inn í íbúðarhús en þrír voru innandyra. 5.7.2006 16:33 Landsbankinn að taka um 29 milljarða króna lán Landsbanki Íslands er að vinna að töku þriggja ára sambankaláns en upphæð lánsins er 300 milljón evrur eða um 29 milljarðar íslenskra króna. Í tilkynningu frá bankanum segir að eftirspurn eftir þáttöku í láninu hafi verið mikil strax á fyrstu stigum. Gert er ráð fyrir að lántöku ljúki fyrir lok júnímánaðar. 5.7.2006 15:35 Actavis markaðssetur ný lyf í Bandaríkjunum Actavis hefur sett á markað fimm ný samheitalyf í Bandaríkjunum. Lyfin munu styðja vel við vöxt félagsins á markaðnum. Bandaríkjamarkaður er í dag stærsti lyfjamarkaður heims og samsvarar sala þar um helming af allri neyslu lyfja í heiminum. 5.7.2006 15:22 Blaðastríð í Danaveldi Blaðastríð er í uppsiglingu í Danmörku. Skandinavíudeild 365 miðla ætlar að hefja dreifingu á dönsku Fréttablaði í ágúst. Eitt stærsta útgáfufélag Danmerkur ætlar að setja á fót fríblað til höfuðs blaði 365. Nýr breskur eigandi Orkla Media segist tilbúinn í blaðastríð á danska fríblaðamarkaðnum. 5.7.2006 14:04 Óánægðir með ábyrgðartímann Stjórnendur verslana eru óánægðir með ný lög sem kveða á um að í sumum tilvikum sé ábyrgðartími vegna framleiðslugalla vöru fimm ár þrátt fyrir að almennt gildi tveggja ára ábyrgðartími. Þetta kom fram á fundi Samtaka verslunar og þjónustu og að mati samtakanna mun þessi breytti ábyrgðartími valda verðhækkunum þar sem ábyrgðartími seljanda verður lengri en framleiðanda. Lögin voru kynnt á fundinum og kærunefnd sem úrskurðar í málinu. 5.7.2006 12:59 Búist við frekari sameiningum sparisjóða Verið er að vinna að sameiningu Sparisjóð Hafnarfjarðar og Sparisjóð vélstjóra og búist er við frekari sameiningum sparisjóða í kjölfarið. 5.7.2006 12:13 Fjögurra mánaða fangelsi fyrir ítrekuð afbrot Karlmaður á fertugsaldri var gær dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ítrekuð brot. Þau sem hann var ákærður fyrir voru fjársvik, varsla stolins varnings, umferðarlagabrot, þjófnaðir og fíkniefnabrot. Honum var einnig gert að greiða rúmlega 800 000 krónur í skaðabætur. Brotinn játaði maðurinn og var það virt honum til refsilækkunar. Hann á að baki langan sakaferil, allt frá árinu 1988, en frá því ári hefur hann hlotið 9 refsidóma fyrir ýmis afbrot. Síðast hlaut hann dóm 8. febrúar á þessu ári en þá var hann dæmdur til að sæta 14 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot. 5.7.2006 11:26 Hægt að skoða gögn óháð stað og stund Og Vodafone hefur hafið sölu á Nokia farsímum sem búa yfir BlackBerry lausn (BlackBerry Connect) sem gerir farsímanotendum mögulegt að fá tölvupóst, dagbókina, tengiliðalista og aðrar upplýsingar beint í símtækið. Um er að ræða lausn sem virkar fyrir ákveðnar gerðir Nokia farsíma og farsíma með Microsoft stýrikerfi. 5.7.2006 10:00 Fíkniefnafundur á Dalvík Lögreglan á Akureyri sleppti í gær tveimur mönnum sem handteknir voru á Dalvík í fyrrakvöld, eftir að 25 grömm af hassi fundust í neytendaumbúðum í bíl þeirra. Við húsleit heima hjá öðrum þeirra fundust 25 grömm til viðbótar og eitthvað af hvítu efni, sem talið er vera afetamín eða kókaín. Mennirnir , sem báðir hafa áður gerst brotlegir við fíkniefnalöggjöfina, voru yfirheyrðir ítarlega áður en þeim var sleppt, en rannsókn málsins verður fram haldið.- 5.7.2006 09:57 Gistinóttum fjölgar um allt land Gistinóttum á hótelum í maí síðastliðnum fjölgaði um 17 prósnet miðað við sama mánuð í fyrra, eða um 15 þúsund. Þær urðu nú rúmlega 102 þúsund. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum, en hlutfallslega mest á Austurlandi. Fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu, þar sem lang mesta framboðið er, nam tuttugu og einu prósenti, eða tæpum þrettán þúsundum, sem er bróðuparturinn af allri fjölguninni. Alla fjölgunina og gott betur má rekja til útlendinga, því gistinóttum íslendinga fækkaði um tvö og hálft prósent. 5.7.2006 09:56 Varnarliðið hundsar allar launahækkanir Varnarliðið hefur hundsað allar launahækkanir sem nokkrir verkamenn og vélamenn á Keflavíkurflugvelli áttu að fá frá síðustu áramótum, samkvæmt ákvörðun kaupskrárnefndar varnarsvæða. Að sögn Kristjáns Gunnarssonar hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis er þetta áþekk staða og upp kom fyrir um tveimur árum þegar félagið þurfti að höfða mál á hendur utanríkisráðuneytinu fyrir umþaðbil 30 einstaklinga, sem ekki fengu laun samkvæmt ákvörðun nefndarinnar. 5.7.2006 09:16 Actavis hækkar tilboð sitt í Pliva Stjórnendur lyfjafyrirtækisins Actavís leggja ofur kapp á að kaupa króatíska lyfjafyrirtækið Pliva og hefur nú tilkynnt hlutaðeigandi um þá fyrirætlan sína að gera yfirtökutilboð í allt hlutafé fyrirtækisins. Actavis hefur tvívegis hækkað tilboð sitt í félagið og nú síðast upp í 170 milljarða króna, eftir að stjórnin mælti með að hluthafar seldu bandarísku lyfjafyrirtæki Pliva í stað Actavis. Auk þessa hefur Actavis lagt inn umsókn til samkeppnisyfirvalda á öllum markaðssvæðum sínum, þar sem leitað er eftir samþykki við samruna Pliva og Actavis. 5.7.2006 09:13 Samgönguráðherra grípi til aðgerða Talsmaður neytenda vill að samgönguráðherra grípi til mótvægisaðgerða vegna afnáms hámarkstaxta leigubíla. Hann segist þó ekki mótfallinn afnáminu sjálfu. 4.7.2006 22:43 Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína væri báðum löndunum í hag Viðræður milli Íslands og Kína um fríverslunarsamning þeirra á milli gætu hafist síðar á þessu ári, að sögn utanríkisráðherra. Í morgun var haldinn fundur um könnun á hagkvæmni fríverslunarsamnings milli Íslands og Kína. Fundinn sátu meðal annarra Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og Yi Xiaozhun, aðstoðarutanríkisráðherra Kína. 4.7.2006 21:30 Bush fer frá Bessastöðum í laxveiði George Bush eldri, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kom til Íslands í dag til laxveiða. Hann snæddi kvöldverð með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands í kvöld. Ólafur Ragnar og Dorrit Moussaieff forsetafrú tóku á móti George Bush á tröppunum á Bessastöðum. Bush ætlar að vera á landinu í þrjá daga, en strax eftir matinn á Bessastöðum var gert ráð fyrir að hann færi til laxveiða í fylgd með Orra Vigfússyni, formanni verndarsjóðs villtra laxastofna. 4.7.2006 21:25 Ísland mun taka þátt í að fella niður skuldir fátækustu ríkja heims Ríkisstjórnarfundur var haldinn í dag. Samþykkt var að Ísland tæki þátt í að fella niður skuldir fátækustu ríkja heims, en G8 ríkin tóku ákvörðun um að gera það í fyrra. Ísland mun leggja til fjármagn í samræmi við hlut landsins í Alþjóðaframfararstofnuninni sem er undir Alþjóðabankanum. Næstu tvö árin er um að ræða 23 milljónir króna og nálægt um 180 milljónir næstu átta árin á eftir. Þetta fé rúmast í fjárlagaramma utanríkisráðuneytisins vegna þróunarsamvinnu. 4.7.2006 21:08 Lög til styrktar foreldrum langveikra barna gagnast ekki öllum Ný lög hafa tekið gildi sem tryggja foreldrum langveikra barna lágmarkstekjur í allt að níu mánuði. Faðir barns, sem þjáist af sjaldgæfum heilahrörnunarsjúkdómi, mun ekki njóta góðs af lagasetningunni þar sem barn hans var greint áður en lögin voru sett. 4.7.2006 19:13 Minntust Heiðars Þórarins Minningaathöfn um Heiðar Þórarinn Jóhannsson var haldin í gærkvöldi en hann lést í bifhjólaslysi í Öræfasveit í fyrradag. Athöfnin var haldin við minnisvarða um látna bifhjólamenn sem Heiðar bjó til og hannaði. Tveir hafa látist í bifhjólaslysum það sem af er árinu 4.7.2006 18:45 Of margir nota ekki belti Það að farþegi í aftursæti notaði ekki bílbelti er talið hafa átt þátt í að tveir biðu bana í bílslysi á síðasta ári að mati Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni í Reykjavík segir lögreglumenn um allt land daglega sjá mikilvægi bílbeltanotkunar. 4.7.2006 18:45 Bowen tækni við verkjum Dæmi eru um að átröskunarsjúklingar, íþróttamenn, gigtarsjúklingar og fleiri sem þjáðst hafa af verkjum hafi fengið bót sinna meina með Bowen-tækni að sögn upphafsmanns meðferðarinnar hér á landi. Hann telur líklegt að næsti landsliðsþjálfari Englendinga í fótbolta muni nýta sér tæknina fyrir sína menn. 4.7.2006 18:45 Melabúðin 50 ára Ein rótgrónasta matvöruverslun Reykjavíkur, Melabúðin, fagnaði í dag hálfrar aldar afmæli sínu. Mikill fjöldi gesta var samankominn í búðinni við þetta tilefni og tóku feðgarnir þrír, sem reka búðina, vel á móti gestum og gangandi sem endranær. 4.7.2006 18:30 Ríkisstjórnin bakkar ekki segir samgönguráðherra Ríkisstjórnin ætlar ekki að bakka með frestun vegaframkvæmda ef það verður til þess að verðbólgan fari af stað. Þetta segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. 4.7.2006 17:45 Stúlkurnar á batavegi Stúlkurnar tvær, sem slösuðust alvarlega í bílslsysi í Varmahlíð Í Skagafirði um helgina, eru báðar á batavegi og er önnur þeirra komin úr öndunarvél. Ein stúlka lést í slysinu en tveir aðrir farþegar hlutu minniháttar áverka. 4.7.2006 15:41 Tveir sóttu um embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins Tveir sóttu um embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, þeir Ingimundur Einarsson, varalögreglustjóri í Reykjavík, og Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Skipun í embættið er í samræmi við frumvarp dómsmálaráðherra um nýskipan lögreglumála. Þar er meðal annars gert ráð fyrir fækkun lögregluumdæma á landinu úr 26 í 15 en sjö af embættunum verða skilgreind sem lykilembætti. 4.7.2006 15:19 Velti fjórhjóli og slasaðist Kona slasaðist þegar hún velti fjórhjóli nálægt Sænautaseli á Jökuldalsheiði um klukkan ellefu í morgun. Björgunarsveitirnar Hérað, Jökull og Vopni, voru kallaðar út auk hjálparsveit Skáta á Fjöllum. Sjúkrabíll flutti konuna til aðhlynningar en ekki er vitað um meiðsl konunnar að svo stöddu. 4.7.2006 14:21 Dómsmálaráðherra skipar héraðsdómara Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað Ástríði Grímsdóttur í embætti héraðsdómara við héraðsdóm Suðurlands frá og með 1. júlí. Ástríður gengdi áður starfi sýslumanns á Ólafsfirði. 4.7.2006 13:22 Enn á gjörgæslu Unga manninum, sem slasaðist eftir að hafa misst stjórn á vélhjóli sínu á Kirkjubraut á Akranesi í gær, er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu. Að sögn lögreglunnar á Akranesi er ekki fullvitað um tildrög slyssins en málið er í rannsókn. 4.7.2006 13:16 Búist við frekari samdrætti á fasteignamarkaði Um það bil 30% samdráttur hefur orðið í veltu á fasteignamarkaði síðan í mars, og blikur eru á lofti um enn frekari samdrátt. 4.7.2006 13:07 Slys í Jökuldal á Austurlandi Björgunarsveitarmenn og lögregla eru nú á leið upp í Jökuldal á Austurlandi vegna tilkynningar um slys, sem þar mun hafa orðið á tólfta tímanum, ekki langt frá Sænautaseli, samkvæmt fyrstu fréttum. Eftir því sem Frétastofan kemst næst mun einn maður hafa slasast, en ekki lífshættulega. Ekkert er nánar vitað um atvik. Landhelgisgæslan hefur þyrlu til taks, ef óskað verður eftir henni. 4.7.2006 12:44 Bush til landsins Georg Bush eldri, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er væntanlegur til landsins síðdegis í dag og mun snæða kvöldverð í boði Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Hann heldur því upp á þjóðhátíðardag Bandarríkjamanna, fjórða júlí, hér á landi. Á morgun heldur hann til laxveiða í boði Orra Vigfússonar fomanns Norður- Atlantshafs fiskverndarsjóðsins. Bush hefur einu sinni áður komið hingað til lands þegar hann gengdi embætti varaforseta í forsetatíð Ronalds Regans og renndi hann þá fyrir lax í Þverá og Kjarrá. 4.7.2006 11:03 Fleiri ferðamenn lenda í umferðaróhöppum en áður Útlendingar á bílaleigubíl lentu i árekstri við annan bíl á blindhæð á Bláfellshálsi á Kjalvegi í gær, en engan í bílunum sakaði þótt bílarnir skemmdust mikið. Engin slasaðist heldur þegar bílaleigubíll með útlendingum fór út af Biskupstungnabraut í gær. 4.7.2006 11:00 Óskað eftir tilboðum í flug Ríkiskaup hafa óskað eftir tilboðum, fyrir hönd Vegagerðarinnar, í rekstur á áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Bíldudals og Reykjavíkur og Gjögurs. Á fréttavefurinn Bæjarins besta kemur fram að um er að ræða útboð á endugreiðslu kosnaðar að frádregnum tekjum vegna farþegaflutninga á áætlunarflugi á umræddum flugleiðum og vöruflutninga hluta úr ári milli Gjögurs og Reykjavík. Opnað verður fyrir tilboð næstkomandi fimmtudag. 4.7.2006 10:35 Fíkniefnafundur á Akureyri Lögreglan á Akureyri handtók tvo unga menn í bænum í gærkvöldi eftir að fíkniefni fundust á þeim. Í framhaldi af því fundust líka fíkniefni á heimili annars og gista báðir mennirnir fangageymslur þar til yfirheyrslum verður fram haldið í dag. Ekki liggur fyrir hversu mikið af fíkniefnum um ræðir.- 4.7.2006 10:34 Vill skerpa áherslur í umhverfismálum Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnnar kennir ósigrinum í borgarstjórnarkosningunum um fylgishrun flokksins í nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hann segir að Samfylkingin þurfi að sýna sitt rétta andlit í umhverfismálum. 4.7.2006 10:28 Á annað hundrað manns minntust hins látna Minningarathöfn var haldin í gærkvöld um Heiðar Þórarinn Jóhannsson sem lést í bifhjólaslysi í Öræfasveit í fyrradag. 4.7.2006 10:19 Öllum kríueggjum rænt af friðlýstu svæði Öllum kríueggjum í Dyrhólaey var rænt af friðlýstu svæði í síðustu viku og er öll kría farin úr eyjunni, að því er Morgunblaðið hefur eftir Þorsteini Gunnarssyni bónda í Vatnsskarðshólum. Þorsteinn telur að þetta hafi gerst í síðustu viku og hafi stórum bil verið ekið utan vegar. Lögreglan í Vík í Mýrdal hefur málið til rannsóknar, en síðast þegar eggjum var rænt í Dyrhólaey, fyrir all nokkrum árum, verpti engin kría þar í nokkur ár á eftir.- 4.7.2006 10:14 Velti bíl sólahring eftir dóm fyrir ítrekuð umferðalagabrot Karlmaður á þrítugsaldri, sem velti bíl sínum skammt frá Geysi í Haukadal um helgina, hafði aðeins sólarhring áður verið dæmdur í níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekuð umferðarlagabrot og ölvunarakstur. Og enn er hann grunaður um ölvunarakstur um helgina,á meðan hann beið þess að afplána dóm fyrir fyrri ölvunarakstur. Hann var fluttur á sjúkrahús ásamt tveimur farþegum en engin þeirra reyndist alvarlega slasaður. 4.7.2006 09:55 Meintir skotmenn enn í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur Íslands hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfr tveimur af þrem mönnum sem áttu þátt í skotárás á hús í Hafnarfirði. Fram kemur í úrskurðinum að íbúi hússins í Vallarhverfinu hafi orðið fyrir skoti þegar mennirnir keyrðu að húsinu þann 21. júní síðastliðinn og skutu á það. Mennirnir tveir sem sitja enn í gæsluvarðhaldi eru hinn meinti skotmaður og ökumaðurinn. Þeir eru taldir geta skemmt fyrir rannsókninni verði þeim sleppt. Haglabyssan sem notuð var í árásinni er enn ófundin. 4.7.2006 09:52 Um 30% samdráttur á fasteignamarkaði Um það bil 30% samdráttur hefur orðið í veltu á fasteignamarkaði síðan í mars, samkvæmt útreikningum KB banka. Þá var þinglýst um það bil 200 kaupsamningum í viku, en sú tala var fallin niður í 117 í síustu viku. Verðið lækkaði líka um 0,2% að nafnvirði í mái og um rösklega 1,5% að raunvirði, vegna verðbólgunnar. Ekki eru í sjónmáli horfur á að það lifni yfir markaðnum í bráð því Húsnæðislánasjóður hefur hækkað vexti sína upp fyrir bankavextina og lækkað hámarkslán. 4.7.2006 09:28 Minningarathöfn um Heiðar Þórarinn við minnisvarða hans Minningarathöfn var haldin í kvöld um Heiðar Þórarinn Jóhannsson sem lést í bifhjólaslysi í Öræfasveit í gær. Athöfnin fór fram við minnisvarða um látna bifhjólaökumenn við Varmahlíð en Heiðar Þórarinn hannaði sjálfur og bjó til minnisvarðann. Minnisvarðinn heitir "Fallinn" og var vígður 17. júní í fyrra á 100 ára afmæli bifhjólsins á Íslandi. Talið er að á annað hundrað manns hafi komið saman við minnisvarðann í kvöld til að heiðra minningu Heiðars. 3.7.2006 22:30 Lögreglubílvelta Bílvelta varð á Reykjanesbrautinni til móts við Álverið í Straumsvík á áttunda tímanum í kvöld. Lögreglubíll, með tveimur lögreglumönnum innanborðs, var á leið í útkall í hús sem stendur til móts við geymslusvæði álversins. Til slagsmála hafði komið í húsinu. Lögreglumennirnir voru rétt ókomnir þangað þegar bifreið þeirra rann útaf veginum. Hvorugan lögreglumannin sakaði. 3.7.2006 22:00 Sjá næstu 50 fréttir
Skapa verður þjóðarsátt um matvælaverð Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, segir að skapa verði þjóðarsátt um lækkun matvælaverðs á Íslandi. Ekki dugi að ná saman um verð á innlendum matvælum, heldur verði líka að grípa til aðgerða til að lækka verð á innfluttum matvörum. 5.7.2006 17:22
Grunaður um að hafa rænt tvær konur á níræðisaldri Maður á þrítugaldri er nú í haldi Lögreglunnar Reykjavík en hann er grunaður um að hafa rænt tvær konur á níræðisaldri. 5.7.2006 17:19
Von á fleiri aðgerðum Rúmlega þrjátíu starfsmenn hafa sagt upp störfum hjá Svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra til að mótmæla hægagangi í kjaraviðræðum við ríkið. Sarfsmenn Styrktarfélags vangefinna hyggja einnig á aðgerðir. 5.7.2006 17:15
Verslunareigendur óánægðir með ábyrgðartíma Verslunareigendur eru verulega óánægðir með nýleg lög um breyttan ábyrgðartíma söluvöru. Á fundi í morgun kom fram að þeim þyki lögin ganga of langt. Þeir segja starfsfólk sett í afar erfiða stöðu þegar óánægðir viðskiptavinir krefjast endurborgunnar og vitna í lögin. Hin svo kallaða fimm ára kvörtunarregla á aðeins við um vörur sem ætlaður er langur endingartími. Einnig á ábyrgðin aðeins við ef um framleiðslugalla á vörunni er að ræða. Samtök verslunar og þjónustu boðuðu til fundar í morgun, þar sem farið var yfir áhrif laganna, en þau hafa verið í gildi í þrjú ár. Ekki eru allir á eitt sáttir við áhrif laganna. Ingvi I Ingason verslunareigandi Rafha segir lögin einfaldlega ekki ganga upp. Verslunareigendur telja að þeir beri skaða af lögunum. Þeir fái ekki sömu ábyrgð hjá erlendum framleiðendum og þeir þurfi að veita hér. Venjulegur ábyrgðartími sé eitt ár. Ólöf Embla Einarsdóttir, lögfræðingur iðnaðar-og viðskiptaráðuneytisins bendir hins vegar á að tilgangur laganna sé að styrkja stöðu neytenda og tryggja að þeir geti sótt bætur vegna gallaðrar vöru. Samtök verslunar og þjónustu hafa áhyggjur af þróun mála. Sérstaklega í ljósi þess að neytendur virðis oft ekki gera sér grein fyrir að ábyrgðin verði aeins virk ef um gallaða vöru sé að ræða. Verslunarmenn segja þennan miskilning koma æ meira í ljós í viðskiptum. Iðnaðar-og viðskiptaráðuneytið hefur skipað sérstaka úrskurðarnefnd sem ætlað er að skera úr álitamálum en óhætt er að reikna með mörgum slíkum þar sem kaupendur og seljendur eru sjaldnast sammála. 5.7.2006 17:05
Tveir í áfram gæsluvarðhaldi vegna skotárásar Tveir voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 29. næsta mánaðar í tengslum við rannsókn á skotárás í Hafnarfirði í júní. Einum manni var sleppt úr haldi. Skotárásin átti sér stað þann 21. júní síðastliðinn en þá var tveimur skotum hleypt af inn í íbúðarhús en þrír voru innandyra. 5.7.2006 16:33
Landsbankinn að taka um 29 milljarða króna lán Landsbanki Íslands er að vinna að töku þriggja ára sambankaláns en upphæð lánsins er 300 milljón evrur eða um 29 milljarðar íslenskra króna. Í tilkynningu frá bankanum segir að eftirspurn eftir þáttöku í láninu hafi verið mikil strax á fyrstu stigum. Gert er ráð fyrir að lántöku ljúki fyrir lok júnímánaðar. 5.7.2006 15:35
Actavis markaðssetur ný lyf í Bandaríkjunum Actavis hefur sett á markað fimm ný samheitalyf í Bandaríkjunum. Lyfin munu styðja vel við vöxt félagsins á markaðnum. Bandaríkjamarkaður er í dag stærsti lyfjamarkaður heims og samsvarar sala þar um helming af allri neyslu lyfja í heiminum. 5.7.2006 15:22
Blaðastríð í Danaveldi Blaðastríð er í uppsiglingu í Danmörku. Skandinavíudeild 365 miðla ætlar að hefja dreifingu á dönsku Fréttablaði í ágúst. Eitt stærsta útgáfufélag Danmerkur ætlar að setja á fót fríblað til höfuðs blaði 365. Nýr breskur eigandi Orkla Media segist tilbúinn í blaðastríð á danska fríblaðamarkaðnum. 5.7.2006 14:04
Óánægðir með ábyrgðartímann Stjórnendur verslana eru óánægðir með ný lög sem kveða á um að í sumum tilvikum sé ábyrgðartími vegna framleiðslugalla vöru fimm ár þrátt fyrir að almennt gildi tveggja ára ábyrgðartími. Þetta kom fram á fundi Samtaka verslunar og þjónustu og að mati samtakanna mun þessi breytti ábyrgðartími valda verðhækkunum þar sem ábyrgðartími seljanda verður lengri en framleiðanda. Lögin voru kynnt á fundinum og kærunefnd sem úrskurðar í málinu. 5.7.2006 12:59
Búist við frekari sameiningum sparisjóða Verið er að vinna að sameiningu Sparisjóð Hafnarfjarðar og Sparisjóð vélstjóra og búist er við frekari sameiningum sparisjóða í kjölfarið. 5.7.2006 12:13
Fjögurra mánaða fangelsi fyrir ítrekuð afbrot Karlmaður á fertugsaldri var gær dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ítrekuð brot. Þau sem hann var ákærður fyrir voru fjársvik, varsla stolins varnings, umferðarlagabrot, þjófnaðir og fíkniefnabrot. Honum var einnig gert að greiða rúmlega 800 000 krónur í skaðabætur. Brotinn játaði maðurinn og var það virt honum til refsilækkunar. Hann á að baki langan sakaferil, allt frá árinu 1988, en frá því ári hefur hann hlotið 9 refsidóma fyrir ýmis afbrot. Síðast hlaut hann dóm 8. febrúar á þessu ári en þá var hann dæmdur til að sæta 14 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot. 5.7.2006 11:26
Hægt að skoða gögn óháð stað og stund Og Vodafone hefur hafið sölu á Nokia farsímum sem búa yfir BlackBerry lausn (BlackBerry Connect) sem gerir farsímanotendum mögulegt að fá tölvupóst, dagbókina, tengiliðalista og aðrar upplýsingar beint í símtækið. Um er að ræða lausn sem virkar fyrir ákveðnar gerðir Nokia farsíma og farsíma með Microsoft stýrikerfi. 5.7.2006 10:00
Fíkniefnafundur á Dalvík Lögreglan á Akureyri sleppti í gær tveimur mönnum sem handteknir voru á Dalvík í fyrrakvöld, eftir að 25 grömm af hassi fundust í neytendaumbúðum í bíl þeirra. Við húsleit heima hjá öðrum þeirra fundust 25 grömm til viðbótar og eitthvað af hvítu efni, sem talið er vera afetamín eða kókaín. Mennirnir , sem báðir hafa áður gerst brotlegir við fíkniefnalöggjöfina, voru yfirheyrðir ítarlega áður en þeim var sleppt, en rannsókn málsins verður fram haldið.- 5.7.2006 09:57
Gistinóttum fjölgar um allt land Gistinóttum á hótelum í maí síðastliðnum fjölgaði um 17 prósnet miðað við sama mánuð í fyrra, eða um 15 þúsund. Þær urðu nú rúmlega 102 þúsund. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum, en hlutfallslega mest á Austurlandi. Fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu, þar sem lang mesta framboðið er, nam tuttugu og einu prósenti, eða tæpum þrettán þúsundum, sem er bróðuparturinn af allri fjölguninni. Alla fjölgunina og gott betur má rekja til útlendinga, því gistinóttum íslendinga fækkaði um tvö og hálft prósent. 5.7.2006 09:56
Varnarliðið hundsar allar launahækkanir Varnarliðið hefur hundsað allar launahækkanir sem nokkrir verkamenn og vélamenn á Keflavíkurflugvelli áttu að fá frá síðustu áramótum, samkvæmt ákvörðun kaupskrárnefndar varnarsvæða. Að sögn Kristjáns Gunnarssonar hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis er þetta áþekk staða og upp kom fyrir um tveimur árum þegar félagið þurfti að höfða mál á hendur utanríkisráðuneytinu fyrir umþaðbil 30 einstaklinga, sem ekki fengu laun samkvæmt ákvörðun nefndarinnar. 5.7.2006 09:16
Actavis hækkar tilboð sitt í Pliva Stjórnendur lyfjafyrirtækisins Actavís leggja ofur kapp á að kaupa króatíska lyfjafyrirtækið Pliva og hefur nú tilkynnt hlutaðeigandi um þá fyrirætlan sína að gera yfirtökutilboð í allt hlutafé fyrirtækisins. Actavis hefur tvívegis hækkað tilboð sitt í félagið og nú síðast upp í 170 milljarða króna, eftir að stjórnin mælti með að hluthafar seldu bandarísku lyfjafyrirtæki Pliva í stað Actavis. Auk þessa hefur Actavis lagt inn umsókn til samkeppnisyfirvalda á öllum markaðssvæðum sínum, þar sem leitað er eftir samþykki við samruna Pliva og Actavis. 5.7.2006 09:13
Samgönguráðherra grípi til aðgerða Talsmaður neytenda vill að samgönguráðherra grípi til mótvægisaðgerða vegna afnáms hámarkstaxta leigubíla. Hann segist þó ekki mótfallinn afnáminu sjálfu. 4.7.2006 22:43
Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína væri báðum löndunum í hag Viðræður milli Íslands og Kína um fríverslunarsamning þeirra á milli gætu hafist síðar á þessu ári, að sögn utanríkisráðherra. Í morgun var haldinn fundur um könnun á hagkvæmni fríverslunarsamnings milli Íslands og Kína. Fundinn sátu meðal annarra Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og Yi Xiaozhun, aðstoðarutanríkisráðherra Kína. 4.7.2006 21:30
Bush fer frá Bessastöðum í laxveiði George Bush eldri, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kom til Íslands í dag til laxveiða. Hann snæddi kvöldverð með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands í kvöld. Ólafur Ragnar og Dorrit Moussaieff forsetafrú tóku á móti George Bush á tröppunum á Bessastöðum. Bush ætlar að vera á landinu í þrjá daga, en strax eftir matinn á Bessastöðum var gert ráð fyrir að hann færi til laxveiða í fylgd með Orra Vigfússyni, formanni verndarsjóðs villtra laxastofna. 4.7.2006 21:25
Ísland mun taka þátt í að fella niður skuldir fátækustu ríkja heims Ríkisstjórnarfundur var haldinn í dag. Samþykkt var að Ísland tæki þátt í að fella niður skuldir fátækustu ríkja heims, en G8 ríkin tóku ákvörðun um að gera það í fyrra. Ísland mun leggja til fjármagn í samræmi við hlut landsins í Alþjóðaframfararstofnuninni sem er undir Alþjóðabankanum. Næstu tvö árin er um að ræða 23 milljónir króna og nálægt um 180 milljónir næstu átta árin á eftir. Þetta fé rúmast í fjárlagaramma utanríkisráðuneytisins vegna þróunarsamvinnu. 4.7.2006 21:08
Lög til styrktar foreldrum langveikra barna gagnast ekki öllum Ný lög hafa tekið gildi sem tryggja foreldrum langveikra barna lágmarkstekjur í allt að níu mánuði. Faðir barns, sem þjáist af sjaldgæfum heilahrörnunarsjúkdómi, mun ekki njóta góðs af lagasetningunni þar sem barn hans var greint áður en lögin voru sett. 4.7.2006 19:13
Minntust Heiðars Þórarins Minningaathöfn um Heiðar Þórarinn Jóhannsson var haldin í gærkvöldi en hann lést í bifhjólaslysi í Öræfasveit í fyrradag. Athöfnin var haldin við minnisvarða um látna bifhjólamenn sem Heiðar bjó til og hannaði. Tveir hafa látist í bifhjólaslysum það sem af er árinu 4.7.2006 18:45
Of margir nota ekki belti Það að farþegi í aftursæti notaði ekki bílbelti er talið hafa átt þátt í að tveir biðu bana í bílslysi á síðasta ári að mati Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni í Reykjavík segir lögreglumenn um allt land daglega sjá mikilvægi bílbeltanotkunar. 4.7.2006 18:45
Bowen tækni við verkjum Dæmi eru um að átröskunarsjúklingar, íþróttamenn, gigtarsjúklingar og fleiri sem þjáðst hafa af verkjum hafi fengið bót sinna meina með Bowen-tækni að sögn upphafsmanns meðferðarinnar hér á landi. Hann telur líklegt að næsti landsliðsþjálfari Englendinga í fótbolta muni nýta sér tæknina fyrir sína menn. 4.7.2006 18:45
Melabúðin 50 ára Ein rótgrónasta matvöruverslun Reykjavíkur, Melabúðin, fagnaði í dag hálfrar aldar afmæli sínu. Mikill fjöldi gesta var samankominn í búðinni við þetta tilefni og tóku feðgarnir þrír, sem reka búðina, vel á móti gestum og gangandi sem endranær. 4.7.2006 18:30
Ríkisstjórnin bakkar ekki segir samgönguráðherra Ríkisstjórnin ætlar ekki að bakka með frestun vegaframkvæmda ef það verður til þess að verðbólgan fari af stað. Þetta segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. 4.7.2006 17:45
Stúlkurnar á batavegi Stúlkurnar tvær, sem slösuðust alvarlega í bílslsysi í Varmahlíð Í Skagafirði um helgina, eru báðar á batavegi og er önnur þeirra komin úr öndunarvél. Ein stúlka lést í slysinu en tveir aðrir farþegar hlutu minniháttar áverka. 4.7.2006 15:41
Tveir sóttu um embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins Tveir sóttu um embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, þeir Ingimundur Einarsson, varalögreglustjóri í Reykjavík, og Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Skipun í embættið er í samræmi við frumvarp dómsmálaráðherra um nýskipan lögreglumála. Þar er meðal annars gert ráð fyrir fækkun lögregluumdæma á landinu úr 26 í 15 en sjö af embættunum verða skilgreind sem lykilembætti. 4.7.2006 15:19
Velti fjórhjóli og slasaðist Kona slasaðist þegar hún velti fjórhjóli nálægt Sænautaseli á Jökuldalsheiði um klukkan ellefu í morgun. Björgunarsveitirnar Hérað, Jökull og Vopni, voru kallaðar út auk hjálparsveit Skáta á Fjöllum. Sjúkrabíll flutti konuna til aðhlynningar en ekki er vitað um meiðsl konunnar að svo stöddu. 4.7.2006 14:21
Dómsmálaráðherra skipar héraðsdómara Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað Ástríði Grímsdóttur í embætti héraðsdómara við héraðsdóm Suðurlands frá og með 1. júlí. Ástríður gengdi áður starfi sýslumanns á Ólafsfirði. 4.7.2006 13:22
Enn á gjörgæslu Unga manninum, sem slasaðist eftir að hafa misst stjórn á vélhjóli sínu á Kirkjubraut á Akranesi í gær, er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu. Að sögn lögreglunnar á Akranesi er ekki fullvitað um tildrög slyssins en málið er í rannsókn. 4.7.2006 13:16
Búist við frekari samdrætti á fasteignamarkaði Um það bil 30% samdráttur hefur orðið í veltu á fasteignamarkaði síðan í mars, og blikur eru á lofti um enn frekari samdrátt. 4.7.2006 13:07
Slys í Jökuldal á Austurlandi Björgunarsveitarmenn og lögregla eru nú á leið upp í Jökuldal á Austurlandi vegna tilkynningar um slys, sem þar mun hafa orðið á tólfta tímanum, ekki langt frá Sænautaseli, samkvæmt fyrstu fréttum. Eftir því sem Frétastofan kemst næst mun einn maður hafa slasast, en ekki lífshættulega. Ekkert er nánar vitað um atvik. Landhelgisgæslan hefur þyrlu til taks, ef óskað verður eftir henni. 4.7.2006 12:44
Bush til landsins Georg Bush eldri, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er væntanlegur til landsins síðdegis í dag og mun snæða kvöldverð í boði Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Hann heldur því upp á þjóðhátíðardag Bandarríkjamanna, fjórða júlí, hér á landi. Á morgun heldur hann til laxveiða í boði Orra Vigfússonar fomanns Norður- Atlantshafs fiskverndarsjóðsins. Bush hefur einu sinni áður komið hingað til lands þegar hann gengdi embætti varaforseta í forsetatíð Ronalds Regans og renndi hann þá fyrir lax í Þverá og Kjarrá. 4.7.2006 11:03
Fleiri ferðamenn lenda í umferðaróhöppum en áður Útlendingar á bílaleigubíl lentu i árekstri við annan bíl á blindhæð á Bláfellshálsi á Kjalvegi í gær, en engan í bílunum sakaði þótt bílarnir skemmdust mikið. Engin slasaðist heldur þegar bílaleigubíll með útlendingum fór út af Biskupstungnabraut í gær. 4.7.2006 11:00
Óskað eftir tilboðum í flug Ríkiskaup hafa óskað eftir tilboðum, fyrir hönd Vegagerðarinnar, í rekstur á áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Bíldudals og Reykjavíkur og Gjögurs. Á fréttavefurinn Bæjarins besta kemur fram að um er að ræða útboð á endugreiðslu kosnaðar að frádregnum tekjum vegna farþegaflutninga á áætlunarflugi á umræddum flugleiðum og vöruflutninga hluta úr ári milli Gjögurs og Reykjavík. Opnað verður fyrir tilboð næstkomandi fimmtudag. 4.7.2006 10:35
Fíkniefnafundur á Akureyri Lögreglan á Akureyri handtók tvo unga menn í bænum í gærkvöldi eftir að fíkniefni fundust á þeim. Í framhaldi af því fundust líka fíkniefni á heimili annars og gista báðir mennirnir fangageymslur þar til yfirheyrslum verður fram haldið í dag. Ekki liggur fyrir hversu mikið af fíkniefnum um ræðir.- 4.7.2006 10:34
Vill skerpa áherslur í umhverfismálum Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnnar kennir ósigrinum í borgarstjórnarkosningunum um fylgishrun flokksins í nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hann segir að Samfylkingin þurfi að sýna sitt rétta andlit í umhverfismálum. 4.7.2006 10:28
Á annað hundrað manns minntust hins látna Minningarathöfn var haldin í gærkvöld um Heiðar Þórarinn Jóhannsson sem lést í bifhjólaslysi í Öræfasveit í fyrradag. 4.7.2006 10:19
Öllum kríueggjum rænt af friðlýstu svæði Öllum kríueggjum í Dyrhólaey var rænt af friðlýstu svæði í síðustu viku og er öll kría farin úr eyjunni, að því er Morgunblaðið hefur eftir Þorsteini Gunnarssyni bónda í Vatnsskarðshólum. Þorsteinn telur að þetta hafi gerst í síðustu viku og hafi stórum bil verið ekið utan vegar. Lögreglan í Vík í Mýrdal hefur málið til rannsóknar, en síðast þegar eggjum var rænt í Dyrhólaey, fyrir all nokkrum árum, verpti engin kría þar í nokkur ár á eftir.- 4.7.2006 10:14
Velti bíl sólahring eftir dóm fyrir ítrekuð umferðalagabrot Karlmaður á þrítugsaldri, sem velti bíl sínum skammt frá Geysi í Haukadal um helgina, hafði aðeins sólarhring áður verið dæmdur í níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekuð umferðarlagabrot og ölvunarakstur. Og enn er hann grunaður um ölvunarakstur um helgina,á meðan hann beið þess að afplána dóm fyrir fyrri ölvunarakstur. Hann var fluttur á sjúkrahús ásamt tveimur farþegum en engin þeirra reyndist alvarlega slasaður. 4.7.2006 09:55
Meintir skotmenn enn í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur Íslands hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfr tveimur af þrem mönnum sem áttu þátt í skotárás á hús í Hafnarfirði. Fram kemur í úrskurðinum að íbúi hússins í Vallarhverfinu hafi orðið fyrir skoti þegar mennirnir keyrðu að húsinu þann 21. júní síðastliðinn og skutu á það. Mennirnir tveir sem sitja enn í gæsluvarðhaldi eru hinn meinti skotmaður og ökumaðurinn. Þeir eru taldir geta skemmt fyrir rannsókninni verði þeim sleppt. Haglabyssan sem notuð var í árásinni er enn ófundin. 4.7.2006 09:52
Um 30% samdráttur á fasteignamarkaði Um það bil 30% samdráttur hefur orðið í veltu á fasteignamarkaði síðan í mars, samkvæmt útreikningum KB banka. Þá var þinglýst um það bil 200 kaupsamningum í viku, en sú tala var fallin niður í 117 í síustu viku. Verðið lækkaði líka um 0,2% að nafnvirði í mái og um rösklega 1,5% að raunvirði, vegna verðbólgunnar. Ekki eru í sjónmáli horfur á að það lifni yfir markaðnum í bráð því Húsnæðislánasjóður hefur hækkað vexti sína upp fyrir bankavextina og lækkað hámarkslán. 4.7.2006 09:28
Minningarathöfn um Heiðar Þórarinn við minnisvarða hans Minningarathöfn var haldin í kvöld um Heiðar Þórarinn Jóhannsson sem lést í bifhjólaslysi í Öræfasveit í gær. Athöfnin fór fram við minnisvarða um látna bifhjólaökumenn við Varmahlíð en Heiðar Þórarinn hannaði sjálfur og bjó til minnisvarðann. Minnisvarðinn heitir "Fallinn" og var vígður 17. júní í fyrra á 100 ára afmæli bifhjólsins á Íslandi. Talið er að á annað hundrað manns hafi komið saman við minnisvarðann í kvöld til að heiðra minningu Heiðars. 3.7.2006 22:30
Lögreglubílvelta Bílvelta varð á Reykjanesbrautinni til móts við Álverið í Straumsvík á áttunda tímanum í kvöld. Lögreglubíll, með tveimur lögreglumönnum innanborðs, var á leið í útkall í hús sem stendur til móts við geymslusvæði álversins. Til slagsmála hafði komið í húsinu. Lögreglumennirnir voru rétt ókomnir þangað þegar bifreið þeirra rann útaf veginum. Hvorugan lögreglumannin sakaði. 3.7.2006 22:00