Innlent

Ísland mun taka þátt í að fella niður skuldir fátækustu ríkja heims

Valgerður Sverrisdóttir
Valgerður Sverrisdóttir MYND/Gunnar V. Andrésson

Ríkisstjórnarfundur var haldinn í dag. Samþykkt var að Ísland tæki þátt í að fella niður skuldir fátækustu ríkja heims, en G8 ríkin tóku ákvörðun um að gera það í fyrra. Ísland mun leggja til fjármagn í samræmi við hlut landsins í Alþjóðaframfararstofnuninni sem er undir Alþjóðabankanum. Næstu tvö árin er um að ræða 23 milljónir króna og nálægt um 180 milljónir næstu átta árin á eftir. Þetta fé rúmast í fjárlagaramma utanríkisráðuneytisins vegna þróunarsamvinnu.

Valgerður Sverrisdóttir segir mikilvægt fyrir Íslendinga að taka þátt í þessu. Við séum ein ríkasta þjóð heims og þarna sé tækifæri til að aðstoða þær fátækari.

Annað mál á ríkisstjórnarfundi frá utanríkisráðuneytinu var stuðningur við nýtt hlutlaust tákn alþjóðlega rauða krossins, rauðan kristal. Þetta tákn verður notað á svæðum líkt og Ísrael og Palestínu í staðinn fyrir krossinn og hálfmánann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×