Innlent

Melabúðin 50 ára

Kjötborðið í Melabúðinni
Kjötborðið í Melabúðinni MYND/Stefán Karlsson

Ein rótgrónasta matvöruverslun Reykjavíkur, Melabúðin, fagnaði í dag hálfrar aldar afmæli sínu. Mikill fjöldi gesta var samankominn í búðinni við þetta tilefni og tóku feðgarnir þrír, sem reka búðina, vel á móti gestum og gangandi sem endranær.

"Melabúðin er miðstöð þeirra sem á Melunum búa." Á þessa leið hljómaði slagorð fyrsta eiganda verslunarinnar sem hefur staðið á horni Hagamels og Hofsvallagötu í hálfa öld. Þeir sem segja að tími kaupmannanna á horninnu sé liðin hafa líklega ekki litið inn í Melabúð því eins og viðskiptavinir hennar vita er þar nánast alltaf fullt út úr dyrum. Ánægja viðskiptavinanna kristallast ágætlega í þeirri staðreynd að ekki er langt síðan litla búðin á Melunum var valin fyrirtæki ársins af Verslunarmannafélagi Reykjavíkur. Guðmundur Júlíusson hefur rekið búðina í 27 ár ásamt sonum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×