Innlent

Fleiri ferðamenn lenda í umferðaróhöppum en áður

Útlendingar á bílaleigubíl lentu i árekstri við annan bíl á blindhæð á Bláfellshálsi á Kjalvegi í gær, en engan í bílunum sakaði þótt bílarnir skemmdust mikið. Engin slasaðist heldur þegar bílaleigubíll með útlendingum fór út af Biskupstungnabraut í gær. Fleiri ferðamenn lenda í óhöppum í umferðinni en áður, enda færist það í vöxt að þeir ferðist á bílaleigubílum í stað þess að fara í hópferðir. Þá segja lögreglumenn á Hvolsvelli og Blönduuósi að nokkur brögð séu líka að því, að þeir aki of hratt.-






Fleiri fréttir

Sjá meira


×