Innlent

Meintir skotmenn enn í gæsluvarðhaldi

Hæstiréttur Íslands hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfr tveimur af þrem mönnum sem áttu þátt í skotárás á hús í Hafnarfirði. Fram kemur í úrskurðinum að íbúi hússins í Vallarhverfinu hafi orðið fyrir skoti þegar mennirnir keyrðu að húsinu þann 21. júní síðastliðinn og skutu á það. Mennirnir tveir sem sitja enn í gæsluvarðhaldi eru hinn meinti skotmaður og ökumaðurinn. Þeir eru taldir geta skemmt fyrir rannsókninni verði þeim sleppt. Haglabyssan sem notuð var í árásinni er enn ófundin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×