Innlent

Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína væri báðum löndunum í hag

MYND/Reuters

Viðræður milli Íslands og Kína um fríverslunarsamning þeirra á milli gætu hafist síðar á þessu ári, að sögn utanríkisráðherra. Í morgun var haldinn fundur um könnun á hagkvæmni fríverslunarsamnings milli Íslands og Kína. Fundinn sátu meðal annarra Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og Yi Xiaozhun, aðstoðarutanríkisráðherra Kína.

Viðskipti og vöruskipti milli Kína og Íslands hafa farið vaxandi síðustu ár. Í hagkvæmnikönnuninni kemur fram að fríverslunarsamningur milli landanna væri þeim báðum í hag. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra segir Íslendinga vera komna lengst Evrópuþjóða í fríverslunarviðræðum við Kína. Enn er ekki búið að taka þá pólitísku ákvörðun að hefja viðræður um fríverslunarsamning milli landanna, en Valgerður segir að þær viðræður gætu hafist siðar á þessu ári. Þær gætu auk þess leitt til viðræðna Kína við EFTA löndin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×