Innlent

Um 30% samdráttur á fasteignamarkaði

Mynd/Stefán

Um það bil 30% samdráttur hefur orðið í veltu á fasteignamarkaði síðan í mars, samkvæmt útreikningum KB banka. Þá var þinglýst um það bil 200 kaupsamningum í viku, en sú tala var fallin niður í 117 í síustu viku. Verðið lækkaði líka um 0,2% að nafnvirði í mái og um rösklega 1,5% að raunvirði, vegna verðbólgunnar. Ekki eru í sjónmáli horfur á að það lifni yfir markaðnum í bráð því Húsnæðislánasjóður hefur hækkað vexti sína upp fyrir bankavextina og lækkað hámarkslán.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×