Innlent

Grunaður um að hafa rænt tvær konur á níræðisaldri

Maður á þrítugaldri er nú í haldi Lögreglunnar Reykjavík en hann er grunaður um að hafa rænt tvær konur á níræðisaldri. Maðurinn réðst á aðra konuna í gær rétt hjá verslun á Brúnavegi í Reykjavík og rændi hann tösku hennar. Í morgun réðst hann svo á aðra konu á Njálsgötu og náði hann einnig veskinu af henni. Sú gat gefið mjög greinagóða lýsingu á manninum og var hann handtekinn um hádegisbil í dag. Maðurinn hafði þá eytt hátt í tuttugu þúsund krónum sem hann náði af konum tveimur. Hann hefur áður komist í kast við lögin






Fleiri fréttir

Sjá meira


×