Innlent

Á annað hundrað manns minntust hins látna

Minningarathöfn var haldin í gærkvöld um Heiðar Þórarinn Jóhannsson sem lést í bifhjólaslysi í Öræfasveit í fyrradag.

Athöfnin fór fram við minnisvarða um látna bifhjólaökumenn við Varmahlíð en Heiðar Þórarinn hannaði sjálfur og bjó til minnisvarðann. Minnisvarðinn heitir "Fallið" og var vígður 17. júní í fyrra á 100 ára afmæli bifhjólsins á Íslandi. Talið er að á annað hundrað manns hafi komið saman við minnisvarðann í gærkvöld til að heiðra minningu Heiðars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×