Innlent

Actavis markaðssetur ný lyf í Bandaríkjunum

Actavis hefur sett á markað fimm ný samheitalyf í Bandaríkjunum. Lyfin munu styðja vel við vöxt félagsins á markaðnum. Bandaríkjamarkaður er í dag stærsti lyfjamarkaður heims og samsvarar sala þar um helming af allri neyslu lyfja í heiminum.

Sigurður Óli Ólafsson, framkvæmdastjóri Norður-Ameríkusviðs, segir að með tilkomu þessara nýju lyfja aukist enn lyfjaúrval Actavis, sem sé nú með því besta á markaðnum. „Þetta sýnir jafnframt hversu vel okkur er að takast að setja á markað lyf úr okkar eigin þróunarstarfi en stöðug endurnýjun á lyfjasafni okkar er forsenda góða árangurs á markaðnum. Starfsemin hefur gengið vel á fyrri hluta ársins og við reiknum með að setja alls 15 ný samheitalyf á markað í Bandaríkjunum á árinu 2006, sem mun styðja vel við vöxt Actavis á þessum mikilvæga markaði. Það er áfram ætlan okkar að sækja um að minnsta kosti 30 ný markaðsleyfi (ANDAs) í Bandaríkjunum á árinu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×