Innlent

Fíkniefnafundur á Dalvík

Lögreglan á Akureyri sleppti í gær tveimur mönnum sem handteknir voru á Dalvík í fyrrakvöld, eftir að 25 grömm af hassi fundust í neytendaumbúðum í bíl þeirra. Við húsleit heima hjá öðrum þeirra fundust 25 grömm til viðbótar og eitthvað af hvítu efni, sem talið er vera afetamín eða kókaín. Mennirnir , sem báðir hafa áður gerst brotlegir við fíkniefnalöggjöfina, voru yfirheyrðir ítarlega áður en þeim var sleppt, en rannsókn málsins verður fram haldið.-






Fleiri fréttir

Sjá meira


×