Innlent

Varnarliðið hundsar allar launahækkanir

Varnarliðið hefur hundsað allar launahækkanir sem nokkrir verkamenn og vélamenn á Keflavíkurflugvelli áttu að fá frá síðustu áramótum, samkvæmt ákvörðun kaupskrárnefndar varnarsvæða. Að sögn Kristjáns Gunnarssonar hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis er þetta áþekk staða og upp kom fyrir um tveimur árum þegar félagið þurfti að höfða mál á hendur utanríkisráðuneytinu fyrir umþaðbil 30 einstaklinga, sem ekki fengu laun samkvæmt ákvörðun nefndarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×