Fleiri fréttir

Innflytjendaflokkur stofnaður á næstu dögum

Innflytjendaflokkurinn, stjórnmálaflokkur með áherslur á málefni innflytjenda, verður stofnaður á næstu dögum. Stofnandi flokksins segir að tími sé kominn til að raddir innflytjenda heyrist í þjóðfélaginu. Paul F. Nikolov, blaðamaður á Reykjavík Grapevine, skrifaði pistil í nýjasta tölublaði blaðsins sem kom út á föstudaginn var. Hann segir að niðurstöður sveitastjórnarkosninganna hafi verið mörgum vonbrigði. Þeir flokkar sem buðu fram hafi lagt litla áherslu á málefni innflytjenda.

Umferðaróhöpp við Selfoss

Tvö umferðaróhöpp urðu í nágrenni Selfoss í dag. Það fyrra varð þegar fólksbíll og lítil jeppi skullu saman á blindhæð á Bláfellshálsi á Kjalvegi um klukkan tvö í dag. Það seinna varð við Múla í Biskupstungum en þar missti ökumaður stjórn á bíl sínum og lenti utan vegar. Engin slys urðu á fólki en töluverðar skemmdir urðu þó á bílunum. Í báðum óhöppunum var um erlenda ferðamenn að ræða sem að sögn lögreglu áttuðu sig ekki á íslenskum aðstæðum.

Nærri 90% Íslendinga nota tölvu og netið

Nærri níu af hverjum tíu Íslendingum á aldrinum 16-74 ára nota tölvu og netið. Þetta kemur fram í könnun Hagstofunnar á notkun landsmanna á tæknibúnaði og netinu. Engin Evrópuþjóð er með jafn hátt hlutfall nettenginga og Íslendingar.

Á gjörgæslu eftir vélhjólaslys

Ungur maður slasaðist í dag eftir að hafa misst stjórn á vélhjóli sínu á innanbæjar á Akranesi rétt fyrir klukkan tvö í dag. Hann var fluttur á gjörgæslu Landspítalans þar sem hugað er að líðan hans.

Fyrrverandi samgönguráðherra sendir þeim núverandi tóninn

Halldór Blöndal, fyrrverandi samgöngumálaráðherra, sendir Sturlu Böðvarssyni, samgöngumálaráðherra, tóninn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að leið einkaframkvæmdar, sem Sturla vilji fara, sé engin töfralausn heldur til þess gerð að fela lántökur ríksins. Í grein Halldórs minnist hann sérstaklega á fyrirhugaðar framkvæmdir við veg úr Reykjavík austur að Þjórsárbrú. Hann segir að slíkur vegur yrði fjármagnaður með svokölluðum skuggagjöldum; aðferð sem bæði hann og Steingrímur J. Sigfússon hafi afskrifað á sínum tíma. Skynsamlegra sé að nýta þá þekkingu og reynslu sem vegagerðin býr að.

Vonast eftir góðu gengi geimferjunar

Bjarni Tryggvason geimfari segir mikilvægt fyrir bandarísku geimvísindastofnunina NASA að ferð geimferjunnar Discovery takist vel. Geimskoti hefur verið frestað tvisvar en vonast er til að ferjan fari á loft á morgun.

Miklar tafir á Kastrup

Miklar tafir hafa orðið á flugi frá Kastrup flugvelli síðustu tvo daga eða svo. Að sögn langþreytts farþega biðu hundruð viðskiptavina Icelandair og Iceland express klukkustundum saman eftir að komast heim í gær. Upplýsingafulltrúi Flugleiða segir að þessar tafir stafi annars vegar af verkfallsdeilum þjónustuaðila á flugvellinum og hins vegar af bilunum í færiböndum fyrir töskuflutninga. Borið hefur við að farþegar hafi fengið töskur sínar með seinna flugi af þessum sökum. Leyst hefur verið úr launadeilum dönsku starfsmannanna en hins vegar geta tæknileg vandamál gert vart við sig eitthvað áfram.

Forkólfar Sjálfstæðisflokksins hengja Bjarna Ben upp á ný

Fjölmenni var á hátíðlegri athöfn í Höfða á föstudagskvöld þegar málverk af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, var hengt upp á ný. Helstu forkólfar Sjálfstæðisflokksins voru meðal þeirra sem heiðruðu minningu Bjarna Benediktssonar.

Segir harðar aðgerðir við ólöglegum veiðum nauðsynlegar

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hefur lýst yfir stuðningi við aðgerðum norsku strandgæslunnar að færa skipið “Joana” til hafnar í dag. Skipverjar þess voru á veiðum á alþjóðlegu hafsvæði norður af Noregi. Samkvæmt upplýsingum sjávarútvegsráðuneytisins er skipið “þjóðernislaust” það er að segja, siglir hvorki undir fána nokkurs ríkis né eru á því merkingar um heimahöfn eða skráningarnúmer. Íslensk stjórnvöld hafa átt samstarf við ýmsar þjóðir, þar á meðal Norðmenn, sem ætlað er að efla aðgerðir gegn ólöglegum og óábyrgum fiskveiðum. Í fréttatilkynningu frá Sjávarútvegsráðuneytinu kemur fram að Einar K. Guðfinnsson segist hafa fullan skilning á aðgerðum sem þessum. Nauðsynlegt sé að grípa til harðra aðgerða ef takast eigi að stjórna skipum sem sigla án fána og hindra veiðar þeirra. Fiskveiðinefnd Norðaustur- Atlantshafs samþykkti nýlega að skip sem staðin hafa verið að ólöglegum veiðum, fái ekki að leggjast að höfn í aðildarríkjum nefndarinnar en henni tilheyra Evrópusambandsríkin, Rússland, Noregur, Ísland, Grænland og Færeyjar. Fyrr í þessum mánuði ákváðu sjávarútvegsráðherrar aðildarríkja Fiskveiðinefndarinnar einnig að útbúa samræmdan lista yfir óskráð skip en með þeim aðgerðum gætu þau fengið á sig hafnbann allt frá Grænlandi, Íslandi, Kanada og Noregi til Namibíu, Suður Afríku og Argentínu í suðri.

Vill að bílprófsaldurinn verði hækkaður

Sýslumaðurinn á Selfossi vil að bílprófsaldurinn verðu hækkaður upp í 18 ára aldur til samræmis við sjálfræðisaldurinn. Hann segir unga ökumenn eiga lítið erindi í umferðina.

Innflytjendaflokkurinn stofnaður á næstu dögum

Innflytjendaflokkurinn, stjórnmálaflokkur með áherslur á málefni innflytjenda, verður stofnaður á næstu dögum. Stofnandi flokksins segir tíma kominn til að raddir innflytjenda heyrist í þjóðfélaginu.

Frávísun Baugsmálsins kærð

Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari í Baugsmálinu segir að frávísun héraðsdóms á föstudag verði kærð til Hæstaréttar nú fyrir hádegi. Um er að ræða einn ákærulið af nítján, þann veigamesta.

Nöfn hinna látnu

Stúlkan sem lést í umferðarslysi við Varmahlíð í gærmorgun hét Sigrún Kristinsdóttir, búsett að Vesturgili 5, Akureyri. Hún var tvítug að aldri. Tvær vinkonur hennar liggja alvarlega slasaðar á Landspítalanum. Líðan þeirra óbreytt en stöðug, að sögn lækna. Þær eru báðar í öndunarvélum á gjörgæsludeild. Þær eru frá Sauðárkróki og fór bænastund fram í Sauðárkrókskirkju í gærkvöld þar sem beðið var fyrir bata þeirra. Maðurinn sem lést í vélhjólaslysi í Örfæfasveit í gær hét Heiðar Þórarinn Jóhannsson. Hann var 52ja ára, búsettur að Lundargötu 10, Akureyri. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Eignir aukast

Auðsáhrif eru meiri nú en fyrir fimm árum, þetta kemur fram í Vefriti fjármálaráðuneytisins. Í spá frá ráðuneytinu er gert er ráð fyrir því að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann aukist um 3,5% á þessu ári.

Enn á gjörgæslu

Líðan stúlknanna tveggja, sem slösuðust lífshættulega í bílveltu í Skagafirði í gær, er óbreytt en stöðug, að sögn lækna. Þær eru báðar í öndunarvélum á gjörgæsludeild.

Bensínverð hækkar sem fyrr

Olís hækkaði bensínverð í gær um tvær krónur og áttatíu aura, en á laugardag hækkuðu ESSÓ og Skeljungur lítrann um þrjár krónur. Sem fyrr gefa félögin þá skýringu á hækkunum sínum að að gengi krónunnar sé lágt gagnvart dollar og heimsmarkaðsverð fari hækkandi. Bensínlítrinn á stöðvum með fullri þjónustu er kominn vel yfir 130 krónur hjá félögunum þremur.-

Fyrsti þjóðhöfðinginn á alþjóðaþingi Lions

Ólafur Ragnar Grímsson er staddur á alþjóðaþingi Lions sem haldið er í Boston. Hann er fyrsti þjóðhöfðingi veraldar sem hefur verið boðið að halda ræðu hjá hreyfingunni frá því hún var stofnuð árið 1907.

Nýtt vefsetur fastanefndar Íslands hjá NATO

Opnað hefur verið nýtt vefsetur fastanefndar Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu (NATO) í Brussel, Belgíu. Vefsetrið er á tveimur tungumálum - ensku og íslensku - og hefur að geyma gagnlegar upplýsingar um starfsemi fastanefndarinnar auk mikils upplýsingaefnis um Ísland.

Festust í á með tvö ung börn

Hjón með tvö ung börn sín festu bíl sinn úti í á skammt frá Stöng í Þjórsárdal í gær og kölluðu eftir hjálp, þar sem bíllinn virtist ætla að berast undan straumnum. Björgunarsveitir frá Selfossi og úr Gnúpverjahreppi voru sendar af stað í skyndingu og höfðu náð bílnum upp úr ánni á innan við klukkustund frá því að hjálparbeiðnin barst. Engan í bílnum sakaði og var hann ökufær eftir óhappið.-

Grunur leikur á um gabb

Rannsók lögreglunnar i Fjarðabyggð á neyðarkalli frá kajakræðara í gær hefur engan árangur borið. Það barst klukkan ellefu í gærmorgun og sagðist ræðarinn vera staddur í blind þoku út af Seyðisfirði. Hátt í 50 björgunarsveitarmenn voru kallaði rút og öll skip Slysavaranfélagsins Landsbjargar hófu leit, en án árangurs og var leitinni hætt undir kvöld. Búið er að hafa tal af ísraelskri konu, sem var á kajak á þessum slóðum í gær, en hún þver tekur fyrir að hafa kallað á hjálp og leikur grunur á að um gabb hafi verið að ræða. Rannsókn verður haldið áfram , en þung viðurlög geta legið við því að að kalla út björgunarlið án tilefnis.-

Tækifærum fjölgar

Svonefndur ISEC markaður verður opnaður í Kauphöll Íslands í dag, en hann á að veita litlum og meðalstórum fyrirtækjum tækifæri til vaxtar á hlutabréfamarkaði. Jafnframt fjölgar fjárfestingartækifærum á íslenska markaðnum þar sem reiknað er með að smá og meðal stór fyrirtæki verði skráð þar innan tíðar. Fyrsta fyrirtækið til að skrá sig inn á þennan nýja markað er Hampiðjan, sem metin er á liðlega fjóra milljarða króna, en í tilkynningu frá kauphöllinni segir að all mörg fyrirtæki hafi sýnt áhuga á að skrá sig þar. Lagaramminn er nokkuð rýmri en á aðallistanum og ekki eru gerðar kröfur til stærðar, dreifingu hlutafjár og rekstrarsögu og ákvæði laga um yfirtökuskyldu eiga ekki við. Hinsvegar ser skylda um birtingu upplýsinga, sem varða verðmæti fyrirtækjanna.

Betra að eiga en leigja

Marga dreymir um það að eignast tjaldvagn og ferðast um landið og komast hjá kulda og bleytu sem oft fylgir tjaldútileigum. Fréttablaðið kannaði leiguverð á tjaldvögnum á fjórum stöðum um landið og reyndist verðið í þrem tilvikum vera 25.000 krónur fyrir vikuleigu og á einum staðnum var það 30.000 krónur.

Erilsöm helgi hjá lögreglu í Ólafsvík

Um níutíu prósent þeirra sem sóttu færeyska daga í Ólafsvík um helgina voru á aldrinum sextán til átján ára, að sögn hátíðarhaldara. Erilsamt var hjá lögreglu alla helgina. Mannfagnaðir annars staðar fóru tiltölulega vel fram.

56 prósent telja að verðbólga aukist ekki

32 prósent telja að verðbólga verði minni að ári, samkvæmt könnun Fréttablaðsins. 26 prósent telja að hún verði eins og hún er, en flestir, eða 42 prósent telja að verðbólga muni aukast á komandi ári.

Kallar á algjöra endurskoðun

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að Akureyrarbær dragi sig úr Sorpeyðingu Eyjafjarðar frá næstu áramótum.

Fleiri óttast verðbólguna

42 prósent segjast telja að verðbólga muni aukast á komandi ári, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Könnunin var framkvæmd eftir að ASÍ, Samtök atvinnulífsins og ríkið kynntu samning sem tryggja á stöðugleika í launaþróun og ríkisstjórnin kynnti aðgerðir til að draga úr verðbólgu.

Fór veltur og endaði ofan í á

Ungur ökumaður missti stjórn á fólksbíl sínum í Langadal um sexleytið í gær, með þeim afleiðingum að hann valt og endaði ofan í á, þrjátíu til fjörutíu metrum frá veginum.

Bensínverðið hækkaði um helgina

Olíufélagið og Skelj­ungur hækkuðu á laugardaginn verð á 95 oktana bensíni um þrjár krónur lítrann og Olís gerði slíkt hið sama í gær.

Verðbólguhætta ef allir vilja hærri laun

Samkomulag ASÍ, SA og ríkisins á að stilla af mismun milli ríkisins og almenna markaðarins. Ef önnur stéttarfélög krefjast sömu hækkana er hætta á verðbólgu.

Segir landsmótið það besta allra tíma

Landsmót hestamanna 2006 fór vel fram í alla staði að sögn lögreglu og mótsstjórnar. Þá ríkti almenn ánægja með framkvæmd mótsins hjá gestum þess.

Sendir bandaríska sendiráðinu kvörtun

Mannréttindamál Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur Alþjóðahúss hyggst senda kvörtun til bandaríska sendiráðsins vegna skýrslu sendiráðsins um mansal hér á landi þar sem trúnaðarupplýsingar frá Alþjóðahúsi koma fram. Ég er mjög ósátt við hvernig það sem ég sagði var tekið úr samhengi og að það skuli vera vísað í mig, því þó að ég sé ekki nafngreind þá er bara einn lögfræðingur í Alþjóðahúsi og augljóst við hvern er átt, segir Margrét.

Vill aðgang að gögnum

Ragnar Aðalsteinsson lögmaður krefst þess að Björn Bjarnason víki sæti sem dómsmálaráðherra þegar ósk hans um aðgang að gögnum um hleranir ýmissa Íslendinga á tímum kalda stríðsins, verður tekin til úrskurðar. Beiðninni hefur tvívegis verið hafnað.

Stöðva þarf ólöglegar veiðar

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra lýsir fullum stuðningi við aðgerðir norsku strandgæslunnar gagnvart skipinu Joana sem fært var til hafnar í Noregi í gær vegna ólöglegra veiða fyrir norðan Noreg.

Hundurinn gat varla gengið

Fólk sem var á ferð um Ægisíðuna síðastliðinn fimmtudag gekk fram á hund í slæmu ástandi og gerði lögreglu viðvart vegna gruns um slæma meðferð á dýrum.

Leit hætt að kajakræðara

Hátt í fjörutíu manns leituðu í allan dag að erlendri konu á kajak í Seyðisfirði og fjörðunum þar í kring. Boð komu frá henni í morgun á neyðarrás fyrir skip og mátti skilja þau sem neyðarboð. Ísraelsk kona fannst á kajak í Norðfirði fyrr í dag en hún segir boðin ekki hafa komið frá sér.

Hjón með börn hætt komin

Hjón með tvö ung börn voru hætt komin í dag er bíll þeirra færðist með straumnum í á við Stöng í Þjórsárdal. Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðafólkið sem ekki varð meint af óhappinu.

Víðtæk leit gerð að konu á kajak

Fjörutíu til fimmtíu manns og í það minnsta sjö björgunarbátar leita að erlendri konu sem lenti í hafvillu á kajak á Seyðisfirði í morgun. Björgunarsveitirnar á Seyðisfirði og Neskaupstað voru kallaðar út rétt fyrir hádegi en leitin hefur enn engan árangur borið. Konan hafði samband við Landhelgisgæsluna á tólfta tímanum og bað um aðstoð við að komast í land vegna þoku.

Forseti Íslands flytur aðalræðu á Heimsþingi Lions

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands mun á morgun, 3. júlí flytja aðalræðu á Heimsþingi Lions hreyfingarinnar sem haldin er í Boston. Alþjóðaforseti Lions hreyfingarinnar, Ashok Mehta frá Indlandi, bauð forseta Íslands að flytja aðalræðu heimsþingsins.

Mikil ölvun á útihátíðum

Mikil ölvun var á útihátíðum víðs vegar um land í nótt. Á Ólafsvík myndaðist biðröð við heilsugæslu bæjarins vegna pústra manna á milli.

Goðsögn að leikskólakennarar hætti vegna lágra launa

Það er goðsögn að starfsfólk leikskóla hætti vegna lágra launa, samkvæmt nýlegri rannsókn. Flestir virðast líta á leikskólana sem ,,vertíðarvinnustað'' og lykilatriði að breyta því svo betur haldist á starfsfólki, segir lektor við Háskólann í Reykjavík.

Bílvelta milli Geysis og Gullfoss

Bílvelta varð hjá bænum Múla milli Geysis og Gullfoss rétt fyrir klukkan sex í morgun. Tveir piltar og ein stúlka, öll á tvítugsaldri voru flutt á Landspítala- Háskólasjúkrahúss með minniháttar meiðsli.

Banaslys í Skagafirði

Stúlka um tvítugt lést í bílslysi við Varmahlíð í Skagafirði snemma í morgun. Tvær stúlkur til viðbótar eru í lífshættu á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Önnur þeirra ók bílnum.

Sjá næstu 50 fréttir